24 stundir


24 stundir - 05.07.2008, Qupperneq 18

24 stundir - 05.07.2008, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 24stundir Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is „Að mínu viti er Birkir afar spenn- andi kostur og eflaust nógu góður til að fara beint inn í liðið um leið og hann fær leikheimild.“ Þetta mælti þjálfari norska liðs- ins Brann í vikunni þegar leitað var viðbragða hans við kaupum liðsins á landsliðsmanninum Birki Má Sævarssyni. Frá þeim var formlega gengið í fyrrakvöld eftir að tilboð frá norska félaginu barst Vals- mönnum í síðustu viku, en Birkir Már hefur spilað með þeim und- anfarin ár. Óhætt er að fullyrða að þótt Birkir hafi sprungið tiltölulega seint út hafi hann gert það með stæl þegar að því kom. Er hann nú í hópi bestu bakvarða landsins með sjö landsleiki að baki og félagar hans í Val fullyrða að fljótari mað- ur finnist einfaldlega ekki í íslenska boltanum. Bara einn af strákunum Það segir sitt um skynbragð blaðamanns að hann ímyndaði sér strax við fyrstu kynni að Birkir væri ábyggilega úr sveit. Það var eitthvað í fasi hans sem gaf það til kynna, en það reyndist allsendis rangt. „Nei, ég er héðan úr Reykja- vík og hef alla tíð búið hér, fyrir ut- an tímann sem ég bjó á Laugar- vatni, en þar hef ég verið í námi í Íþróttaskólanum undanfarin ár. Ég á eitt ár eftir þar sem ég verð senni- lega að geyma í ljósi nýjustu upp- lýsinga, nema ég geti haldið áfram í fjarnámi frá Noregi.“ Framherji að upplagi Ekki vita allir að Birkir Már er framherji inn við beinið og finnst sú staða áberandi skemmtilegust að spila. Þá stöðu spilaði hann lengi vel eða þangað til Willum nokkur Þórsson tók við stjórn Valsliðsins og sendi hann rakleitt í bakvörðinn. „Ég kunni og kann því ekki illa enda hef ég fundið mig vel þar, og ég hef nokkuð víðtækt leyfi til að rjúka fram völlinn þegar svo ber undir og það finnst mér ekki leiðinlegt. Þessi breyting hefur að minnsta kosti valdið þeim straum- hvörfum að ég komst í landsliðið og er nú á leið í atvinnumennsk- una, þannig að ég verð síðasti mað- ur til að kvarta.“ Íslendinganýlendan Brann Því fer fjarri að Birkir sé á leið í nokkra óvissu með fyrstu skrefum sínum í atvinnumennskuna. Fyrir hjá Brann eru hvorki fleiri né færri en fimm Íslendingar en þótt Birkir viti lítið sem ekkert um liðið enn sem komið er hefur hann enn ekki haft samband við neinn þeirra sem þar eru fyrir. „Ekki ennþá. Ég fer út fljótlega og geng frá því sem þarf að ganga frá, skoða aðstæður og skrifa formlega undir og væntanlega hitti ég landa mína þá. Annars hef ég kíkt á liðið á vefnum og líst vel á allt þarna enda er það greinilega klassa ofar en við eigum að venjast hér. Það var einmitt það sem heill- aði mig mest því þótt norski fót- boltinn sé kannski ekki svo hátt skrifaður þá er hann skörinni ofar en íslenski boltinn og það munar öllu að hafa fótboltann að atvinnu en vinna ekki fullan vinnudag og fara síðan á æfingar.“ Brann bara byrjunin? Blik kemur í augu Birkis þegar talið berst að framtíðardraumum hans í boltanum. Þótt Brann sé vissulega stórlið á norskan mæli- kvarða þá vantar nokkuð upp á að félagið verði skráð í sögubækurnar sem eitt af stórliðum Evrópu, en að þeim hlýtur áhugi flestra metnað- arfullra knattspyrnumanna að snúa áður en yfir lýkur. „Satt er það að auðvitað á maður ekkert að gefa drauma sína upp á bátinn. Minn draumur er að spila með Barcelona einn góðan veðurdag en ég hélt lengi að það væri nú aldeilis fjar- lægur draumur þangað til Eiður Smári fór þangað. Það kennir manni að allt sé nú hægt, sé viljinn fyrir hendi. En auðvitað er þetta meira í maganum og fyrst og fremst ætla ég að standa mig fyrir Brann, festa mig þar í sessi og freista þess að sýna Norðmönnun- um að þeir hafi keypt rétt.“ Fjölskyldan ánægð Atvinnumennskan er ekki endi- lega alltaf grín og eðlilega kemur mikið rót á fjölskyldur þegar íþróttamenn flytja sig milli félaga og landa með litlum fyrirvara. Þetta var ekkert vandamál hvað Birki og hans fjölskyldu varðar. „Fyrirvarinn var auðvitað ekki langur en kærustunni leist vel á þetta strax og við erum ekkert hrædd við að flytja til Bergen, enda höfum við bæði heyrt fína hluti um þá borg og hlökkum til að koma okkur fyrir þar.“ Og launin? „Ég er bundinn trúnaði hvað þau mál varðar en óhætt er að segja að samningurinn sé mjög góður fyrir mig í alla staði.“ Barcelona draumurinn en byrjum á Brann  Vika er síðan líf Birkis Más Sævarssonar tók stakkaskiptum  Þá fékk hann fregnir af því að til stæði að selja hann frá Val til Brann í Noregi  Nú er pakkað í töskur, brottför verður fljótlega og fjölskyldan hlakkar til ➤ Birkir Már er fæddur í Reykja-vík 1984. ➤ Hann hefur alfarið alið mann-inn hjá Val en þar lék hann sína fyrstu alvöruleiki árið 2002. ➤ Á ferli sínum hefur hann leik-ið 77 leiki fyrir Val síðan þá og í þeim hefur hann skorað tvívegis. ➤ Hann á sjö landsleiki að bakimeð A-landsliðinu og þrjá með U21-landsliði Íslands. Hann hefur enn ekki skorað í þeim leikjum. FERILLINN Leikslok hjá Val Birkir Már mun skipta treyju Vals út fyrir treyju Brann fljótlega og verður orðinn gjald- gengur þar í byrjun ágúst. 24stundir/Árni Sæberg a Þessi breyting hefur valdið þeim straum- hvörfum að ég komst í landsliðið og er nú á leið í atvinnumennskuna, þannig að ég verð síðasti maður til að kvarta „Ég get með sanni sagt að það kemur mér ekki á óvart að Brann hafi viljað fá Birki í sínar raðir. Hann hefur vaxið mikið sem leikmaður á stuttum tíma og hefur allt til að bera til að ná langt og þó við í Val komum til með að sakna hans innan vallar sem ut- an þá óskum við honum alls hins besta þarna úti og persónulega er ég ekki í vafa um að við eigum eftir að heyra mikið af honum í framtíðinni.“ Willum Þór Þórsson Mikill missir „Það er ekki að ástæðulausu sem við köllum hann „Vind- inn“ í liðinu því fljótari menn finnast ekki og ég held hann sé ábyggilega sá fljót- asti í boltanum hér á landi. En ég er ekki í vafa um að hann mun fljótlega láta að sér kveða þarna úti hjá Brann og ég held að tækifær- ið hafi komið á allra besta tíma. Hann er enn að þrosk- ast og vaxa sem leikmaður og þó góður sé á hann eftir að verða betri knatt- spyrnumaður en hann er nú. Guðmundur Benediktsson Rétti tíminn ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Það var einmitt það sem heillaði mig mest því þótt norski fótboltinn sé kannski ekki svo hátt skrifaður þá er hann skörinni ofar en ís- lenski boltinn.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.