24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 33

24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 33
Með lítilli fyrirhöfn má rekja ættir Ásdísar í Íslendingabók og þannig fékkst þetta ófullkomna ættartré. Ásdís Olsen 1962 Alfred Olsen 1930 Ingiríður Lýðsdóttir Olsen 1888 - 1974 Lýður Árnason 1850 - 1943 Sigríður Sigurðardóttir 1862 - 1945 24stundir LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 33 Á Youtube vefsíðunni er að finna myndbrot úr þættinum Mér finnst undir yfirskriftinni „Ásdís Olsen móðgar Samfylk- ingarkonur“. Stjórnendur þátt- arins eru Ásdís Olsen og Kolfinna Baldvinsdóttir en gestir í þessum ákveðna þætti voru Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi, Katr- ín Júlíusdóttir þingmaður, Ellý Ármanns fjölmiðlakona og Ragn- heiður Elín Árnadóttir þingmað- ur. Ásdís: Má ég spyrja ykkur að einu. Ég ætla að vera ótrúlega leið- inleg við ykkur. Þið sitjið hérna svona þétt saman ... (krossleggur hendur). Kolfinna: Af hverju ertu að snúa baki í mig? Ásdís: Af því. Ég er að tala við þær núna. Nú er Ingibjörg Sólrún mest gagnrýnd fyrir það af öllu að vera með hroka. Og maður sér það í viðtölum þetta (hnussar hæðnis- lega). Og þið gerið þetta líka ... og ég er að spá í ... þetta er ekki kennt í Samfylkingunni að gera svona? Oddný: Hvað? Katrín: Hvað? Katrín: Erum við hrokafullar? Ásdís: Þið gerið svona líka (hnussar hæðnislega). Þið gerið þetta aftur og aftur. Oddný: Vorum við ekki bara al- veg að fara að hlæja? Ásdís: Og Ingibjörg - þetta er aðalumræðan að hún geri þetta og fólk er að tala um að hún sé hroka- full. Ég er bara að velta því fyrir mér. Kolfinna: Þú meinar þetta hérna, svona ... „fuss-þetta er nú meiri vitleysan“. Ásdís: „Ji, þið eruð svo heimsk þarna úti.“ Þú veist. Það er eitthvað þannig. Ellý: Já, það er ekki gott fyrir Ingibjörgu. Katrín: Geri ég þetta? Ásdís: Já, alla vega gerir Oddný þetta hér. Kolfinna: Gerði hún þetta ekki? [Ragnheiður Elín, innsk.blm] Ha? Ásdís: Nei, ég tók ekki eftir því. Katrín: Það er ekkert hér í dag sem ég hef verið eitthvað að hneykslast á eða mér hefur fundist eitthvað vítavert. Ásdís: Ég held að meiningin sé ekki sú, heldur meira svona „við stöndum nú saman og við þurfum að verja okkur gagnvart ykkur þarna úti“. Oddný: Þetta er mjög óvægin gagnrýni sem við verðum fyrir hérna. Katrín: Já. (Oddný og Katrín hnussa með til- þrifum.) Ásdís: Já mjög óvægin, þið eruð teknar og fáið að svara fyrir þetta hérna. Ellý: En þetta er alveg rétt, það er rætt um þetta. Ásdís: Það er rætt um þetta, mikið rætt um þetta. Þetta er alvar- legt mál. KOMMENT: He he he … þetta lítur einkennilega út svona á prenti. En það er afrek í sjálfu sér að færa kjaftaganginn í okkur í letur – við sem erum frægar fyrir að tala allar í einu. Það er óhætt að segja að við Samfylkingarkonur höfum setið á rökstólum og virkilega krufið málið til mergjar – erum alltaf að reyna að bæta okkur - á öllum vígstöðvum. Ásdís Olsen fjölmiðlakona. Hvað kemur í ljós þegar nafn Ásdísar Olsen er gúglað á netinu? Hroki og hleypidómar Nafn: Ásdís Olsen. Menntun: B.Ed-gráða og MA-gráða í skemmtimennt. Hjúskaparstaða: Gift. Börn: Ég á 4 dætur. Bergþóru, 24 ára, Valgerði, 22 ára, Brynhildi, 13 ára og Álfheiði, 4 ára. Svo á ég dótturdóttur sem er 3 ára, tengda- son og stjúpson. HNOTSKURN HVAÐ SEGIR ÍSLENDINGABÓK? Bloggsíða Ágústs Borgþórs Miðvikudagur 13. apríl 2005 Á leiðinni frá Keflavík í gær hlustaði ég á viðtal Ásdísar Olsen við Ingi- björgu Sólrúnu á Talstöðinni. Í upp- hafi viðtalsins sagði Ásdís: „Ég er dá- lítið stressuð núna því ég ber svo mikla virðingu fyrir þér.“- Stuttu síðar brást hún við málflutningi við- mælanda síns elskaða með því að segja: „Ég fæ bara gæsahúð.“ - Ég held að þessi persónudýrkun Ásdísar á Ingibjörgu Sólrúnu endurspegli viðhorf margra. KOMMENT: Sko! Og segiði svo að ég elski ekki formanninn? „Ég fæ bara gæsahúð“ Bloggað um útvarpsviðtal 8. maí 2008: „Ég get sagt þér það að við verðum saman með þátt annað kvöld á ÍNN og gestur þáttarins er sálfræðingur til að ræða við okkur um samskipti. Við erum svo ólíkar og þátturinn hefur þróast í þá átt að við vitum ekki alveg hvort okkur líð- ur nógu vel með þetta,“ segir Ásdís Olsen sem sleit samstarfinu við Kol- finnu Baldvins í beinni útsendingu í síðustu viku. KOMMENT: Hmmm, á ég að kjafta frá? Þátturinn okkar fékk a.m.k. mikla athygli út á þessa uppákomu. Við erum líklegar til að fá markaðsverðlaun ársins. Markaðsverðlaun ársins? Úr frétt á www.visir.is Bloggsíða Hafrúnar Kristinsdóttur: 24. mars 2008 Mér finnst þetta furðulegur and- skoti. Ég bara skil ekki af hverju þessar ágætu konur telja að þessar upplýsingar eigi erindi við almenning. Hvað kemur mér það við þótt að Björk hafi afturlægt leg? Ég hef ekki hugmynd um hvernig mitt leg liggur og mér er bara nokk sama. Hvað kemur mér það við hvernig stemmn- ingin í kynlífinu þeirra er? KOMMENT: Já – sko. Var Habba Kriss ósátt við þessa legumræðu? Mér fannst þetta einstaklega áhugverð og skemmtileg umræða og veit miklu meira um leg á eftir en áður. Mér finnst að við stelpurnar þurfum að koma út úr skápnum með legumræðuna og strákarnir út úr búningsklefunum með sína umræðu um … já bara hvað sem er. Hvað tala strákar annars um í búningsklefanum? Konur – út úr skápnum! Bloggað um legumræðu Fundargerð skólanefndar Garða- bæjar – 25.09.2007 Ásdís Olsen lagði fram eftirfarandi bókun: Ég vil lýsa yfir ánægju minni með nýgert samkomulag við kennara í Sjálandsskóla. Ég treysti því að hann sé fyrsta skrefið í átt til stórfelldrar hækkunar á launum kennara, þar sem Garðabær yrði í fararbroddi við að meta menntun þeirra og fagmennsku að verðleikum. KOMMENT: Er orðin svo agalega frjálslynd - tek Sjálfstæðismönnum fram um að vilja losa um klafa kerfisins ... Agalega frjálslynd Bókun á skóla- nefndarfundi LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Mér finnst að við stelpurnar þurfum að koma út úr skápnum með legumræðuna og strákarnir út úr bún- ingsklefunum með sína umræðu um … já, bara hvað sem er. Hvað tala strákar annars um í búningsklefanum? gúglið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.