24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 24stundir
David og Victoria Beckham hafa
orðið írskum leikhópi innblástur
að söngleik. Leikhópurinn Long
Road Productions í Dublin mun
frumsýna söngleikinn MacBecḱs í
janúar.
Söngleikurinn segir frá lífi
hjónanna á gamansaman hátt en
er einnig sagður fá lánað úr
Mackbeth, King Lear og Romeo
og Juliet.
Ronan Smith úr leikhópnum seg-
ir hópinn vera mjög spenntan yf-
ir handritinu en ekkert hefur
heyrst um hvað Beckham-
hjónunum finnst um þessa fram-
kvæmd. Það verður spennandi að
sjá aðsóknartölurnar.
iris@24stundir.is
Beckham-söngleikur
Breska fyrirsætan Katie Price og
Peter Andre eiginmaður hennar
unnu mál sem þau höfðuðu gegn
slúðurritinu News of the World.
Greinin sem hjónin kærðu var
viðtal við fyrrverandi barnfóstru
þeirra sem hélt því fram að þau
væru vanhæfir foreldrar og rekja
mætti slys á heimilinu og offitu elsta
sonar þeirra til vanrækslu. Slysið
umrædda varð þegar elsti sonurinn,
Harvey, brenndist af heitu vatni.
Barnaverndarnefnd skoðaði málið
vegna alvarleika meiðslanna en
komst að því að um slys hefði verið
að ræða. Dómarinn féllst á þessi rök
sem og þau að þyngd Harvey kæmi
til vegna alvarlegs sjúkdóms sem
hann hefur þjáðst af frá fæðingu.
Tímaritið hefur viðurkennt að
greinin hafi ekki verið byggð á stað-
reyndum og féllst á að greiða hjón-
unum ótilgreindar bætur. Katie las
upp tilkynningu eftir að dómur féll.
Þar sagði hún meðal annars; „Við
Peter elskum börnin okkar og
myndum gera hvað sem er fyrir
þau. Allir þeir sem eiga börn geta
ímyndað sér hvernig það er að vera
sakaður opinberlega um að vera
slæmt foreldri.“
iris@24stundir.is
Sigursæl Hjónin
voru brosmild eftir
réttarhöldin.
News of the World borgar bætur
Katie og Peter ekki vanhæf
er ég var hvað spenntastur að sjá
þetta árið. Hundrað kílóa trukka-
lessa með rödd Arethu Franklin að
syngja diskó-pönk. Eini gallinn var
að auðvitað skaraði dagskráin
þannig að Radiohead byrjaði að
spila um það leyti er The Gossip
var hálfnað með sitt. Samt var frá-
bær mæting. Beth Ditto, söng-
kona, hefur ótrúlegan þokka á
sviði og hefur áhorfendur í lófa sér.
Ég var kominn í svo mikið stuð
þegar ég heyrði fyrstu tóna Radio-
head í fjarska að ég átti erfitt með
að slíta mig frá sveitinni. Beth
heyrði greinilega tónanna líka, því
hún stoppaði settið og söng Creep
fyrir gesti, og engan langaði í
burtu. Ég ákvað þó samt að fara,
og dauðsé eftir því í dag.
Radiohead voru í undarlegu
stuði. Tóku blandað efni af öllum
plötunum sínum, en það var eins
og þeir væru að keppast við að
spila sem fæst lög af nýútkominni
Best Of-plötu þeirra. Þess í stað
tóku þeir öll hægu lögin og slepptu
þeir nánast öllum frábæru lög-
unum af nýju plötunni. Frekar eig-
ingjarnt sett frá svona stórri sveit
með tæplega hundrað þúsund
manns fyrir framan sig. Þessir tón-
leikar urðu bara til þess að ég átt-
aði mig á því að ég er kominn með
smá leið á Radiohead. Gæsahúðin
er farin.
Ég er klaki og bráðna í hita. Ekki
búinn til fyrir 25 gráðurnar og þar
af leiðandi er hugsun mín hægari
auk þess sem ég svitna á stöðum
sem ég þori ekki að nefna. Er byrj-
aður að þrá smá úða (fokk itt, það
má hellirigna mín vegna!) auk þess
sem nefið á mér er það rautt að ég
gæti dregið sleða jólasveinsins.
Samt er ég glaður.
Sit hér, baksviðs á einni stærstu
tónleikahátíð Evrópu, og ferskir
tónar berast til mín með vind-
inum.
Eftir langt og erfitt ævintýri á
fimmtudaginn mætti ég um sex-
leytið á tónleikasvæði Hróars-
kelduhátíðarinnar. Ég og spúsan
komum okkur fyrir í grasinu fyrir
framan Odean-sviðið og átum
kjúkling á meðan við hlustuðum á
MGMT sem spiluðu á allt of litlu
sviði miðað við sívaxandi vinsældir
þeirra. Hörkuband, með anda Led
Zeppelin en hljóðgervla Ultra
Mega Techno Bandsins Stefáns.
Þið þekkið þá eflaust best sem
sveitin er átti lagið undir EM í
knattspyrnu á RÚV.
Eftir það beið ég við Odeon-
sviðið eftir því að sjá The Gossip,
Hróarskelduhátíðin í fullum gangi
Tón-list Skreytingar á hátíðinni eru í algjöru samræmi við fagra tóna flytjenda.
Yorke í skugga Beth Ditto
Aðþrengdur Afsakið að ég er til!
HANDRUKKARI FYRIR
HEILBRIGÐISKERFIÐ
ÞÚ TEKUR FRAMFÖRUM! VARIRNAR Á ÞÉR
HREYFÐUST VARLA Í ÞETTA SKIPTIÐ!
Bizzaró
MÉR FINNST ÞETTA
MJÖG TÖFF OG ALLT
ÞAÐ, EN MIG LANGAR
AÐ LÆRA AÐ SLÁST
Í VENJULEGUM
FÖTUM... ÉG FER
SVO SJALDAN ÚT
Á NÁTTFÖTUNUM
EF ÞÚ BORGAR EKKI
FYRIR HÁLSKIRT LATÖKUNA Á
STUNDINNI ÞÁ TREÐ ÉG ÞEIM
AFTUR OFAN Í KOK IÐ Á ÞÉR!
MYN DASÖGUR
FÓLK
24@24stundir.is a
Frekar eigingjarnt sett frá svona stórri sveit með tæplega
hundrað þúsund manns fyrir framan sig. Þessir tónleikar
urðu bara til þess að ég áttaði mig á því að ég er kominn með
smá leiða á Radiohead.
Birgir Örn Steinarsson
skrifar frá Hróarskeldu-
hátíðinni í Danmörku.
HRÓARSKELDA
iðunn
tískuverslun
Kringlunni, s. 588 1680
Útsalan
er
hafin
Jelly Bean sundbolur - mjúkt
og ungt snið sem fæst í 32-36
í DD,E,F skálum og kostar
kr. 6.685,-
Zanzibar - frábær sundbolur í
DD,E,F,FF,G skálum á
kr. 10.990,-
Misty, Laugavegi 178,
Sími 551 3366
Lokað á Laugardögum
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf
www.misty.is
poppmenning
24stundir/Birgir Örn