24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 42

24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 42
Þegar Telma Tómasson er ekki að lesa fréttir á Stöð 2 veit hún ekkert betra en að bregða sér á hestbak og anda að sér fersku fjalla- lofti. Eða storma um ís- lenskar sveitir í útilegugalla og baka lummur ofan í vin- konurnar. Hvernig tilfinning er ástin? Ofboð. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Þegar besta vinkona mín kvaddi þennan heim, langt um aldur fram. Hefurðu einhvern tíma lent í lífs- hættu? Neibbs. Hvaða hluti í eigu þinni met- urðu mest? Tölvan er frekar ómissandi. Hverjir eru styrkleikar þín- ir? Ákveðin og þokkalega rösk. Hvaða galla hefurðu? Ofurnákvæm. Ef þú byggir yfir ofur- mannlegum hæfileik- um, hverjir væru þeir? Ég gæti talað við hest- ana mína og séð í gegnum holt og hæðir. Uppáhaldsborg? Amsterdam. Engin spurn- ing. Fallegasti staður á Íslandi? Mýrarflákinn minn fyrir austan. Hvað gerirðu til að láta þér líða vel? Fer út og anda að mér fersku íslensku fjalla- lofti. Góðir reiðtúrar eru líka mergjaðir. Hefurðu ein- hvern tíma bjarg- að lífi einhvers? Ekki svo ég viti. Skrýtnasta starfið? Starfsstúlka hjá sláturfélagi. Ég plokkaði fituköggla úr vömbum dagana langa. Frekar vond vinna. Hvað myndi ævisagan þín heita? Brokkað upp brekkur. Hver myndi leika þig í kvikmynd byggðri á ævi þinni? Natasha Kinski. Mestu vonbrigði og stærsti sigur Telmu Tómasson Brokkað upp brekkur Eftir Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur heiddis@24stundir.is Telma er jafnframt upplýsingafulltrúi Landsmóts hestamanna sem nú stendur yfir á Gaddstaðaflötum á Hellu. Veðurspáin fyrir helgina er óvenju góð og því má búast við því að landsmenn flykkist á staðinn til að dást að fögrum gæðingum í brakandi sólskini. Menntun? Þokkalega menntuð í skóla lífsins en er líka með eitthvert háskólanám í far- teskinu. Maki/börn? Maki er Karl Óskarsson og börnin eru tvö, Tanja, 22 ára, og Mikael, tólf ára. Hvert ætlarðu í sumarfríinu? Í vinnu, úr vinnu. Fer líka í skottúr til Skotlands og bregð mér á hestbak þegar færi gefst. Hver er þín fyrsta minning? Mín fyrsta minning tengist gráum smáhesti í Hollandi. Hann hafði afleitt geðslag, blessaður. Hvað langaði þig til að verða þegar þú varst lítil? Veðreiðaknapi á Ascott. Mesta skammarstrikið fyrr og síð- ar? Það get ég bara ómögulega mun- að … Hvaða lifandi manneskju líturðu upp til og hvers vegna? Allra sem eru trúir og samkvæmir sjálfum sér. Stærsti sigurinn? Að komast til vits og ára. Mestu vonbrigðin? Að hafa aldrei keppt á Landsmóti. 42 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 24stundir „Ég gæti haldið heilu ræðurnar um Telmu,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir, vinkona Telmu. „Telma er ofboðs- lega góður vinur vina sinna, trygg- lynd og harðdugleg. Hún er ein af þessum manneskjum sem ég myndi velja með mér á eyðieyju. Hún er líka mjúk og hlý. Við er- um félagar í leynifélagi og systra- lagi sex kvenna, Mósunum, en í því eru, auk okkar, Helga Guðrún Johnson, Hulda Gunnarsdóttir, Katrín Lovísa Ingvadóttir og Anna Katrín Guðmundsdóttir. Myndi pluma sig á eyðieyju „Það er leitun að glæsilegri konu en Telmu,“ segir Helga Guðrún Johnson, vinkona hennar. „Hún er ævinlega mjög vel klædd, ber sig eins og hefð- ardama og getur slegið um sig með heilu einræðunum á hollensku. En þegar hún er ekki röltandi um götur stórborganna á háum hælum þá stormar hún um íslenskar sveitir í útilegubún- ingi. Undir glæstu yfirborðinu leynist svo risastórt hjarta og göf- ug sál.“ Heldur einræður á hollensku „Telma er ynd- isleg manneskja. Frábær og skemmtilegur fé- lagi sem hugsar vel um sína nán- ustu,“ segir Hulda Gunn- arsdóttir, vin- kona Telmu. „Hún er kröfuhörð, bæði á sjálfa sig og aðra. Hún er bara hrein og bein og kemur til dyranna eins og hún er klædd. Svo er hún mikil hestamanneskja. Hún er líka ofboðslega góður kokkur og mikil lummugerð- arkona.“ Mikil lummu- gerðarkona LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Ég plokkaði fituköggla úr vömbum dagana langa. Frekar vond vinna. yfirheyrslan Sumarblóm í miklu úrvali Trjágróður af öllum gerðum Ráðgjöf og tilboðagerð F A B R IK A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.