24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 27

24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 27ATVINNAstundir                                                           ! "    "  #       "   $ % &           &' (  " )    %% " *)  (  "  '     +,,   -            .    .         #    "&        "&          "&           "&      /   " )   %%    &  '     %%$  "  &             !" !"# $ !% %!&'        Reykjalundur endurhæfingarmiðstöð SÍBS leitar af starfsmönnum í eftirtalin störf Sjúkraliða og aðstoðarfólk á Hlein sem er heimilislegt sambýli fyrir 7 fatlaða einstaklinga. Um er að ræða vaktavinnu á þrískiptum vöktum. Starfshlutfall getur verið samkvæmt samkomulagi á bilinu 60% - 100%. Sjúkraliða á lungnadeild Um er að ræða vaktavinnu á þrískiptum vöktum og er starfshlutfall 60%. Starfsmann á skiptiborð í 75% starf Um er að ræða tvískiptar vaktir sem gengnar eru viku í senn frá kl. 8-14 og frá kl. 14-20 virka daga. Óskað er eftir skriflegum umsóknum þar sem fram koma upplýsingar um nám og fyrri störf fyrir 20. júlí. Umsóknarform og upplýsingar um Reykjalund má finna á heimasíðunni: www.reykjalundur.is Nánari upplýsingar gefa, Lára M. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Sími: 585 2000 Netfang: laras@reykjalundur.is Guðbjörg Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri Sími: 585 2000 Netfang: gudbjorg@reykjalundur.is Reykjalundur er endurhæfingarmiðstöð í eigu SÍBS þar sem stunduð er endurhæfing á 9 meðferðarsviðum. Skjalastjóri Rannís óskar eftir að ráða skjalastjóra í hlutastarf Helstu verkefni: • Mótun og eftirfylgni skjalastjórnunarstefnu með áherslu á rafræna stjórnsýslu • Yfirumsjón með skráningu, varðveislu gagna og skjalavistun • Ráðgjöf til starfsfólks um stjórn og meðferð skjala • Umsjón með bókasafni • Móttaka styrkumsókna og vinna tengd úthlutunum styrkja Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun og/eða reynsla á sviði skjalastjórnunar • Þekking á GoPro er nauðsynleg og Lotus Notes æskileg • Góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli • Góð íslenskukunnátta • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð ásamt frumkvæði og metnaði til að ná árangri í starfi • Hæfni í mannlegum samskiptum Upplýsingar um starfið veitir Herdís Þorgrímsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu, og Magnús Lyngdal Magnússon, fagstjóri rannsókna og nýsköpunar, í síma 515 5800. Umsóknarfrestur er til og með 20. júlí. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að senda rafræna umsókn með ferilskrá á herdis@rannis.is, merkt: Skjalastjóri. Við ráðningu í starfið verður tekið mið af jafnréttisáætlun Rannís. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknasjóður, Rannsóknarnámssjóður, Tækniþróunarsjóður og Tækjasjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. Rannís, Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Kvíða og streitu á vinnustað má meðal annars rekja til neikvæðni í mannlegum samskiptum og andrúmslofts á vinnustað, of mikils álags, tíðra breytinga og óhollra lífs- hátta. Hér eru nokkur atriði sem stjórnendur á vinnustöð- um ættu að hafa á bak við eyrað. Settu raunhæf markmið. Láttu starfsfólkið taka virkan þátt í forgangsröðun og ákvarðanatöku og finna þannig til ábyrgðar. Það minnkar einnig líkur á að neikvæðir einstaklingar fari að nöldra um „glataða yfirmenn“, „ömurlegt fyrirtæki“ og annað sem nöld- urskjóðum dettur yfirleitt í hug að tína til. Hvettu starfsfólk til að skipuleggja sig. Sérstaklega þegar mikið liggur við. Góð skipulagning er gulls ígildi. Eins er mikilvægt að fara yfir stöðuna eftir á, hvað gekk vel og hvað hefði mátt betur fara. Hvettu til hvíldar á milli átaka. Hvettu fólk t.d. til að fara í fimm mínútna gönguferð eða jafnvel hugleiða í fimm mín- útur til að hlaða batteríin og auka þannig líkur á að ná há- marksafköstum yfir daginn. Undirbúningur og æfing Góður undirbúningur er besta leiðin til að losna við stress. Ekki slá hlutunum á frest. Frestunarárátta ýtir bara undir streitu. Gerðu forgangslista og byrjaðu á atriðunum efst á listanum. Þekktu þín takmörk. Vertu raunsæ/r varðandi það hverju þú getur afkastað. Breyttu hugarfarinu. Líttu á streituvaldandi aðstæður sem tækifæri til að virkja sköpunargleðina. Annaðhvort gengur allt upp – eða ekki. Áhyggjur breyta engu þar um. Lærðu að segja nei. Að segja nei án þess að móðga fólk krefst smáæfingar en margborgar sig. Ekki taka að þér verkefni annarra eða sam- þykkja eitthvað sem þig langar ekkert til að gera. Búðu þig undir álagstímabil. Hugsaðu fram í tímann og undirbúðu tímabil sem þú veist fyrir fram að muni valda streitu. Hvettu starfsfólkið til að hugsa vel um heilsuna. Að borða hollan mat, hreyfa sig reglulega og fá nægan svefn er hverjum manni nauðsynlegt. Ávaxtapásur eru mun sigurstranglegri en kaffipásur. Hvettu starfsfólk til að tala á jákvæðum nótum. „Þetta reddast“-viðhorfið hefur sína kosti og hefur komið mörgum Íslendingnum langt. „Tökum eitt skref í einu“ og „við getum þetta“ eru líka lykilsetningar hér. Hrósaðu. Gættu þess að allir stjórnendur og millistjórnendur hrósi starfsfólki sínu þegar það á það skilið. Allir hafa eitthvað til síns ágætis, jafnvel þótt það sé ekki nema að mæta alltaf á réttum tíma í vinnuna og hafa snyrtilegt í kringum sig. Komdu á fót viðurkenningakerfi fyrir starfsmenn. Val á „starfsmanni mánaðarins“ eða „hugmynd mánaðar- ins“ eykur starfsánægju, gefur starfsfólki þá tilfinningu að framlag þess skipti máli og hvetur það til góðra verka. Deildu ábyrgð. Starfsmenn þurfa að finna að þeir beri ábyrgð á eigin fram- lagi og velgengni fyrirtækisins yfirleitt. Leyfðu þeim t.d. að fylgjast með því hvernig fyrirtækinu vegnar á reglulegum fundum. Vertu tilbúin/n að hlusta. Sé starfsfólkið viti sínu fjær af áhyggjum getur oft verið nóg að einhver taki sér tíma til að hlusta á það með jákvæðu hug- arfari. Mikilvægast: Haltu í húmorinn. Eins og einhver spekingurinn sagði: „Ekki taka lífið of al- varlega – það er jú bara áhugamál.“ Reyndu að rifja upp hvað það var sem olli þér áhyggjum fyrir hálfu ári. Mikið rétt. Þú átt örugglega í mestu erfiðleikum með að muna það. Þetta áhyggjuskeið sem nú stendur yfir mun einnig hverfa í óminn- isdjúpið von bráðar. Hláturinn er besta þunglyndislyfið. Góð ráð fyrir stjórnendur Er starfsfólkið að farast úr streitu? Vertu vakandi fyrir streitu- völdum á vinnustaðnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.