24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 24stundir Það er ekki langt síðan Birgir Ár- mannsson og Sigurður Kári Krist- jánsson voru ungir og efnilegir þingmenn sem virtust þess albúnir að láta að sér kveða á Alþingi með nýjum málflutningi, vinnubrögð- um og hugmyndum. Nú eru þeir miðaldra og yfir- bragð þeirra þreytulegt og þeir eru komnir í þá undarlegu stöðu að reyna að halda síðustu virkjum Davíðs Oddssonar áður en umsát- ur hefjist um sjálf Svörtuloft. Halda uppi vörnum fyrir gamlan málstað sem flestir vita þó að er úreltur. Ekki það „tillitsleysi“ að tala um Baugsmálið Þeir agnúast út í að formaður í stórum stjórnmálaflokki skuli hafa vogað sér að láta fáein orð falla um Baugsmálið; af því Ingibjörg Sól- rún sé utanríkisráðherra komi það henni ekki við þótt mesta dómsmál Íslandssögunnar hafi sprungið eins og blaðra framan í ákæruvald og lögreglu. Þeir kvarta yfir því „tillits- leysi við Sjálfstæðisflokkinn“ að yf- irleitt sé minnst á Baugsmálið – en það orðaval var reyndar bara sönn- un þess að þeir vissu ósköp vel hvar sökin í málinu lá. Þeir þumbast eins og þeir geta gegn því að lögin um ellilífeyri Davíðs verði endur- skoðuð; óskaplega sem það er flók- ið mál að endurskoða þau lög – eins og það var nú einfalt að setja þau! Og nú síðast kvartar Birgir Ár- mannsson yfir því að Samfylking- arráðherra sé að „efna til ófriðar“ með því að hvetja Sjálfstæðisflokk- inn til að taka á sig rögg í Evrópu- málum og koma sér upp stefnu til frambúðar í málinu. Afstaðan til Evrópusambandsins er – hvaða skoðun sem menn hafa á því – stærsta málið sem Íslend- ingar standa nú frammi fyrir, en það heitir að „efna til ófriðar“ að mælast til þess að stærsti stjórn- málaflokkur landsins taki afstöðu. Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr, segja þingmennirnir tveir. Hún er sú að gera ekkert á kjör- tímabilinu. En má ég spyrja: Af hverju? Við hvað eru menn hræddir? Það eru mörg herrans ár síðan við hefðum átt að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ef eitthvað hefði komið út úr aðildarviðræð- um sem við hefðum ekki getað sætt okkur við, þá hefðum við bara fellt aðildina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Umsókn er ekki sjálfkrafa aðild, hvað sem hver segir. Norðmenn hafa tvívegis fellt aðild þrátt fyrir meðmæli helstu stjórnmálaleið- toga; ýmsar þjóðir, nú síðast Írar, hafa ósmeykar greitt atkvæði gegn ESB er þeim svo hentar. Því eru andstæðingar ESB hér þá svona hræddir við aðildarumsókn og aðildarviðræður? Mundum við ekki alveg eins fella samning sem við teldum ekki okkur í hag? Og hvað er þá því til fyrirstöðu að sækja um? Því að bíða út þetta kjörtímabil eins og sjálfstæðismenn vilja áður en alvöru stefna er mót- uð í málinu? Því er það „ófriður“ að heimta skýra afstöðu af þeim flokki sem hingað til hefur verið sá stærsti í landinu? Þótt hann eigi nú reyndar á hættu að fylgið hrynji af honum þegar þumbaraskapur hans í Evrópumálum verður augljósari. Þjóðin eins og bípólar sjúklingur Því þótt ESB sé ekki töfralausn og evran muni vissulega ekki færa okkur neinar áður óþekktar gull- lindir, þá er þó alveg klárt að aðild og evran mundu koma í veg fyrir þær gríðarlegu sveiflur sem ein- kenna efnahagslíf okkar. Við héld- um að þær sveiflur væru að baki, en svo reyndist ekki vera. Og þessar sveiflur eru ekki bara hættulegar efnahag heimila og einstaklinga, þær eru hættulegar sjálfri geðheilsu þjóðarinnar. Þær eiga ríkastan þátt í að við göngum fram eins og bí- pólar sjúklingur; með dugnaði, atorku og fjöri sem endar þó því miður yfirleitt með oflæti og fruntaskap, en sökkvum niður í djúpt þunglyndi á milli. Og rétt eins og bípólar sjúklingar vilja fyrir alla muni engin lyf taka meðan þeir eru enn á uppleið, af því þá eru þeir svo snöggir og skemmtilegir, þá má ekki nefna þann möguleika á Svörtuloftum að meðalið „evra“ kunni að vera æski- legt gegn sveiflum og hæðum og lægðum. Skítt með hvað það kostar heim- ilin í landinu. Engin andskotans meðul hér! Og meðan enn drynur þessi boðskapur ofan af hæðum, þá rísa hin fyrrum vígfúsu ungmenni, Birgir og Sigurður Kári, enn upp við dögg í útvirkjunum. Nokkuð farnir að lýjast, vissulega, og er ekki brynjan aðeins farin að ryðga? En verjast þó enn. Og á meðan virðist nýi kastalaherrann ekki hafa þrek til að snúa við blaðinu og aflýsa vörninni, því það er enginn sem sækir að okkur. Umsátursherinn er ímyndun. Það er enginn að reyna að gera okkur illt. Við stöndum bara frammi fyrir einfaldri spurningu um hvort aðild að ESB geti bætt og styrkt efnahagslífið í landinu. Grunur minn er sá að bæði Birgir og Sigurður Kári viti ósköp vel að sú yrði raunin. En foringjahollust- an er slík að við skulum bíða … bíða … bíða … bíða … Fegurð in býr í... Varist í útvirkjunum aIllugi Jökulsson skrifar um Evr-ópumál Afstaðan til Evrópusam- bandsins er – hvaða skoð- un sem menn hafa á því – stærsta málið sem Íslendingar standa nú frammi fyrir, en það heitir að „efna til ófriðar“ að mælast til þess að stærsti stjórn- málaflokkur landsins taki afstöðu. Á þingi Birgir Ár- mannsson og Sigurður Kári Kristjánsson. Óskum eftir hressum og góðum bifreiða- stjórum í fjölbreytta og skemmtilega vinnu. Um er að ræða vinnu við afleysingar, sumar- vinnu og eða heilsársvinnu. Unnið er eftir gæðahandbók og stefnum félagsins í umhverfis-öryggis- og gæðamálum. Umsóknir óskast á gt@gtyrfingsson.is. Nánari upplýsingar veittar í síma 482 1210 Má bjóða þér að ferðast um landið á launum ? Grænir og góðir síðan 1969
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.