24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 49

24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 49
24stundir LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 49 Hjá okkur fáið þið mikið úrval af barnabílstólum Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Mikki Mús Dýragarðurinn Æ, NEI! ÞAÐ ER KOMINN NÝR HUNDUR Í HVERFIÐ MIKKI, FRÆNDI MINN, ER HUGRAKKASTI MAÐURINN Í BÆNUM ER ÞAÐ? SJÁÐU! ENGINN NEMA MIKKI MUNDI ÞORA AÐ KLIFRA UPP Í ÞETTA MJÓA TRÉ! Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is Í leikskólanum Fálkaborg er allur pappír endurunninn og taka börn- in virkan þátt í því. Endurvinnslan fer oftast fram úti þegar vel viðrar á sumrin. Pappírsgerðin fer þannig fram að notaður pappír er tættur niður og látinn liggja í vatni. Fíngerðum netaramma er dýft í pappamassann og hvolft á léreftsefni. Svampur er notaður til að þurrka upp mesta vatnið úr pappírsörkinni. Lérefts- efnið með pappírnum er síðan hengt upp til þerris. Börnin setja ýmislegt út í pappamassann til skrauts eins og jurtir, litað karton og aðra skrautlega pappírsafganga. Pappírinn er nýttur á margvíslegan hátt allt eftir hugmyndaflugi hvers og eins. Í gegnum tíðina hefur ým- islegt verið skapað, allt frá skemmtilegum kortum til glæsi- legra myndverka og bóka. Í Fálka- borg er mikið lagt upp úr að börn- in fái tækifæri til að njóta náttúrunnar og leitað er leiða til að nýta hana á fjölbreyttan hátt. Til dæmis hafa börnin tínt jurtir og soðið þær til að lita endurunninn pappír. Ýmsar jurtir hafa verið prófaðar í þessum tilgangi og hafa börnin komist að raun um að mis- mikinn lit er að hafa úr plöntun- um. Þess má geta að Fálkaborg fékk Grænfánann afhentan í vor öðru sinni. Grænfáninn er alþjóðleg umhverfisviðurkenning sem veitt er fyrir árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu. Pappírsgerð í leikskólanum Fálkaborg Börnin framleiða pappír sjálf Umhverfisvæn Börnunum finnst gaman að endurvinna. HÚSDÝR VIKUNNAR VÍSINDAHORNIÐ Barnasíða 24 stunda er vett- vangur fyrir börn til að vera hluti af fjölmiðlum því allir geta sent okkur sögur, myndir eða teikn- ingar sem við birtum svo á síð- unni. Ef þú átt skemmtilega mynd úr sumarfríinu eða fyndna gæludýramynd viljum við endi- lega fá hana. Sömuleiðis ef þú hefur samið sögu eða ljóð sem þú vilt birta. Sögurnar þurfa að vera um 100-150 orð. Við tökum á móti efni í pósti á 24 stundir, Há- degismóum 2, 110 Reykjavík eða í tölvupósti á iris@24stundir.is. Dagblað barnanna Svínið er spendýr og klaufdýr. Svínið er klaufdýr eins og kýrin, kindin og geitin en jórtrar ekki. Svín hafa framtennur í báðum skoltum og vígtennur. Vígtennurn- ar eru rótopnar, þ.e. þær vaxa alla ævi. Vígtennurnar í fullorðnum gelti geta orðið hættulega stórar og beittar. Þess vegna eru þær oftast klipptar úr grísunum þegar þeir eru litlir. Hárið á svíninu er grófgert og nefnist burst. Burstin á hvítum svínum er hvít á litinn. Húðin er aftur á móti bleik af því að blóðið litar hana. Hárin á skrokknum eru gisin og bleiki liturinn skín í gegn. Þess vegna sýnast hvítu svínin oft frekar bleik en hvít. Einnig eru til flekkótt svín. Svín eru höfð í húsum allt árið þar sem þau þola illa kulda. Þeim líður best við stofuhita 18 °C. Svínum eru oft gefin nöfn svo sem Trítill, Hrappur og Freyja. Bleiku svínin eru í raun hvít Þú ert meira svínið a Mamma, ég vil fá systur í jólagjöf. Af hverju viltu systur? Því ég er orðinn leiður á að pirra köttinn. Allri himinhvelfingunni er skipt í 88 hluta sem við nefnum stjörnumerki. Hvert stjörnu- merki er myndað af litlum stjörnuhópi. Frá jörðu séð sýnast stjörnurnar í hverju merki tiltölulega nálægt hver annarri en í raun tengjast þær yfirleitt ekkert innbyrðis og er fjarlægðin milli þeirra mjög mismunandi. Mörg stjörnumerki eru ævaforn. Flestar menn- ingarþjóðir virðast hafa búið sér til stjörnu- merki út frá uppröðun stjarnanna á himn- inum. Það að ímynda sér verur á himninum á líklega rætur að rekja til bænda og stjörnufræðinga sem höfðu hagnýt gildi fyrir merkin. Megintilgangur merkjanna var að segja hvaða stjörnur voru hvar á hverjum tíma. Bændur til forna notuðu merkin til þess að vita hvenær skyldi sá og hvenær taka ætti afraksturinn upp, því sum merki sjást aðeins á sérstökum tíma ársins. Til þess að aðstoða sig við að muna merkin var gott að búa til persónur sem þau minntu ef til vill á. Júlía Fanney spyr: Spyrill Júlía Fanney. Hver fann upp stjörnumerkin og hvað tákna þau? LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is krakkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.