24 stundir - 05.07.2008, Page 49

24 stundir - 05.07.2008, Page 49
24stundir LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 49 Hjá okkur fáið þið mikið úrval af barnabílstólum Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Mikki Mús Dýragarðurinn Æ, NEI! ÞAÐ ER KOMINN NÝR HUNDUR Í HVERFIÐ MIKKI, FRÆNDI MINN, ER HUGRAKKASTI MAÐURINN Í BÆNUM ER ÞAÐ? SJÁÐU! ENGINN NEMA MIKKI MUNDI ÞORA AÐ KLIFRA UPP Í ÞETTA MJÓA TRÉ! Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is Í leikskólanum Fálkaborg er allur pappír endurunninn og taka börn- in virkan þátt í því. Endurvinnslan fer oftast fram úti þegar vel viðrar á sumrin. Pappírsgerðin fer þannig fram að notaður pappír er tættur niður og látinn liggja í vatni. Fíngerðum netaramma er dýft í pappamassann og hvolft á léreftsefni. Svampur er notaður til að þurrka upp mesta vatnið úr pappírsörkinni. Lérefts- efnið með pappírnum er síðan hengt upp til þerris. Börnin setja ýmislegt út í pappamassann til skrauts eins og jurtir, litað karton og aðra skrautlega pappírsafganga. Pappírinn er nýttur á margvíslegan hátt allt eftir hugmyndaflugi hvers og eins. Í gegnum tíðina hefur ým- islegt verið skapað, allt frá skemmtilegum kortum til glæsi- legra myndverka og bóka. Í Fálka- borg er mikið lagt upp úr að börn- in fái tækifæri til að njóta náttúrunnar og leitað er leiða til að nýta hana á fjölbreyttan hátt. Til dæmis hafa börnin tínt jurtir og soðið þær til að lita endurunninn pappír. Ýmsar jurtir hafa verið prófaðar í þessum tilgangi og hafa börnin komist að raun um að mis- mikinn lit er að hafa úr plöntun- um. Þess má geta að Fálkaborg fékk Grænfánann afhentan í vor öðru sinni. Grænfáninn er alþjóðleg umhverfisviðurkenning sem veitt er fyrir árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu. Pappírsgerð í leikskólanum Fálkaborg Börnin framleiða pappír sjálf Umhverfisvæn Börnunum finnst gaman að endurvinna. HÚSDÝR VIKUNNAR VÍSINDAHORNIÐ Barnasíða 24 stunda er vett- vangur fyrir börn til að vera hluti af fjölmiðlum því allir geta sent okkur sögur, myndir eða teikn- ingar sem við birtum svo á síð- unni. Ef þú átt skemmtilega mynd úr sumarfríinu eða fyndna gæludýramynd viljum við endi- lega fá hana. Sömuleiðis ef þú hefur samið sögu eða ljóð sem þú vilt birta. Sögurnar þurfa að vera um 100-150 orð. Við tökum á móti efni í pósti á 24 stundir, Há- degismóum 2, 110 Reykjavík eða í tölvupósti á iris@24stundir.is. Dagblað barnanna Svínið er spendýr og klaufdýr. Svínið er klaufdýr eins og kýrin, kindin og geitin en jórtrar ekki. Svín hafa framtennur í báðum skoltum og vígtennur. Vígtennurn- ar eru rótopnar, þ.e. þær vaxa alla ævi. Vígtennurnar í fullorðnum gelti geta orðið hættulega stórar og beittar. Þess vegna eru þær oftast klipptar úr grísunum þegar þeir eru litlir. Hárið á svíninu er grófgert og nefnist burst. Burstin á hvítum svínum er hvít á litinn. Húðin er aftur á móti bleik af því að blóðið litar hana. Hárin á skrokknum eru gisin og bleiki liturinn skín í gegn. Þess vegna sýnast hvítu svínin oft frekar bleik en hvít. Einnig eru til flekkótt svín. Svín eru höfð í húsum allt árið þar sem þau þola illa kulda. Þeim líður best við stofuhita 18 °C. Svínum eru oft gefin nöfn svo sem Trítill, Hrappur og Freyja. Bleiku svínin eru í raun hvít Þú ert meira svínið a Mamma, ég vil fá systur í jólagjöf. Af hverju viltu systur? Því ég er orðinn leiður á að pirra köttinn. Allri himinhvelfingunni er skipt í 88 hluta sem við nefnum stjörnumerki. Hvert stjörnu- merki er myndað af litlum stjörnuhópi. Frá jörðu séð sýnast stjörnurnar í hverju merki tiltölulega nálægt hver annarri en í raun tengjast þær yfirleitt ekkert innbyrðis og er fjarlægðin milli þeirra mjög mismunandi. Mörg stjörnumerki eru ævaforn. Flestar menn- ingarþjóðir virðast hafa búið sér til stjörnu- merki út frá uppröðun stjarnanna á himn- inum. Það að ímynda sér verur á himninum á líklega rætur að rekja til bænda og stjörnufræðinga sem höfðu hagnýt gildi fyrir merkin. Megintilgangur merkjanna var að segja hvaða stjörnur voru hvar á hverjum tíma. Bændur til forna notuðu merkin til þess að vita hvenær skyldi sá og hvenær taka ætti afraksturinn upp, því sum merki sjást aðeins á sérstökum tíma ársins. Til þess að aðstoða sig við að muna merkin var gott að búa til persónur sem þau minntu ef til vill á. Júlía Fanney spyr: Spyrill Júlía Fanney. Hver fann upp stjörnumerkin og hvað tákna þau? LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is krakkar

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.