24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 31
24stundir LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 31
Í Líbanon fögnuðu stuðnings-
menn Hizbollah-hreyfingarinnar
friðarsamningi. Samning sem
tryggir flokknum meiri völd í
stjórnarandstöðu þingsins en áð-
ur.
Ráðamenn í Íran og Bandaríkj-
unum fögnuðu tíðindum frá Líb-
anon og héldu síðan áfram að
bauna hverjir á annan. Í Tehran,
höfuðborg klerkaveldisins, eru
Bandaríkin útmáluð sem djöfull-
inn – í bókstaflegri merkingu.
Eflaust vita ungu afgönsku flótta-
mennirnir í Pakistan ekki hvar
Líbanon er á korti. Enda ganga
þeir ekki í skóla. Fá í staðinn að
þræla sex daga vikunnar í múr-
steinaverksmiðju við landamæri
Afganistan.
Ósýnilegu konurnar í Pakistan, á
myndinni hér til hliðar, höfðu
kannski skoðun á málinu en er
oftast ráðlagt að þegja. Pólitík er
fyrir karla, ekki satt herra galdra-
maður?
En hvað með síkha-parið? Það
býr lengst uppí indverskri sveit
og fær ekki blöðin. Myndirnar
tók Egill Bjarnason blaðamaður á
ferðalagi um ofangreind lönd.
Rotin frels-
isstytta og
þöglar konur
24stundir/Egill BjarnasonKvennaskari Roskin kona umkringd svartklæddum kynsystrum í Karachi, Pakistan.
Indversk hjón Appelsínugulu höfuðfötin gefa til kynna að þetta par játist svokallaðri síkha-trú sem er hvað útbreiddust
í norðurhluta Indlands.
Bandaríska sendiráðið Frelsisstyttan er rotin að innan miðað við þetta verk utan á
húsinu sem áður hýsti bandaríska sendiráðið í Tehran, höfuðborg Írans.
Barnaþrælkun Stelpurnar strita sex daga vikunnar, ellefu klukkustundir á dag, við að bera efni í múrsteinagerð í Pakistan. Þær búa
í Afgönskum flóttamannabúðum sem yfirvöld í Íslamabad vilja helst loka, úr því allt sé með frið og ró – á afganskan mælikvarða.
Galdramaður? Gamalmennið útbýr víst jurtadrykki með yfirnáttúrulegum galdra-
mætti. Hér er hann, ógnvekjandi, að hrekja krakkagemlinga af lóðinni sinni.
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Eflaust vita ungu afgönsku flóttamenn-
irnir í Pakistan ekki hvar Líbanon er á
korti. Enda ganga þeir ekki í skóla.
linsan