24 stundir - 05.07.2008, Side 35

24 stundir - 05.07.2008, Side 35
ingasalinn 3. júlí. Þegar þessu lýkur í ár verða herbergin orðin samtals 52, öll með hornbaðkörum og þar af átta svítur,“ segir Friðrik. Hann segir það alltaf hafa blundað í sér að opna fínan veit- ingastað, enda sé hann sjálfur mik- ill sælkeri. „Ég var þekktur sem „þriggja-eftirrétta-maðurinn“ því á ferðalögum átti ég það til að fá mér bara forrétt og þrjá eftirrétti á veit- ingastöðunum. Það var alltaf draumur minn undir niðri að opna veitingastað í Reykjavík. En svo tók ég við þessu hóteli og hef lagt mikla áherslu á að vera með „gourmet“- matsölustað. Við höfum fengið til að upplifa norðurljósin. Við höf- um gert svolítið út á þau og það hefur skilað miklum og góðum ár- angri. Hér hafa líka gist frægir ein- staklingar á borð við Karl Gústav Svíakonung og Silvíu drottningu, og svo hefur Rockefeller-fjölskyld- an dvalið hérna, svo einhverjir séu nefndir,“ upplýsir Friðrik. Takmörkuð auðlind Hefur verið lögð of mikil áhersla á ódýrari túrisma hingað til? „Nei, hver markaður hefur sína sérstöðu, eins og í öllum öðrum viðskiptum. Vissulega varð ákveðin breyting fyrir fáum árum þegar lágfargjaldaflugfélög komu inn á markaðinn. Þau nutu góðs af lágu eldsneytisverði og í kjölfarið fékk fólk meiri áhuga á að ferðast. Nú eru hins vegar blikur á lofti og menn velta því fyrir sér hvað það þýðir fyrir framtíð lágfargjaldaflug- félaga. Ég held að þetta skapi mikil tækifæri á Íslandi. Auðvitað er þetta ákveðin hindrun líka en við höfum upp á svo margt að bjóða sem aðrir hafa ekki. Þá er ég fyrst og fremst að hugsa um víðáttuna, fámennið og það að geta ferðast á eigin vegum, á eigin bíl án þess að lenda í umferðarteppu. Að geta skoðað náttúruperlur án þess að þurfa að standa í biðröðum eða borga sig inn. Þetta frjálsræði og öryggi sem hér er,“ bendir Friðrik á og segist jafnframt vera þeirrar skoðunar að þessi auðlind Íslend- inga sé takmörkuð. „Á sínum tíma sóttum við í fiskimiðin eins og þau væru ótæmandi en lærðum af reynslunni að svo er ekki. Þótt ákveðnar náttúruperlur séu a Stundum finnst mér eins og fólk sé að afsaka það að Ísland sé svo dýrt land. Alltaf í vinnunni „Ég er bara vinnufíkill og þannig líður mér best.“ kannski ekki í útrýmingarhættu eins og fiskistofn eru þær í þeirri hættu að verða ekki lengur sú sölu- vara sem við erum að selja.“ Þú hefur bent á Landmannalaug- ar í því sambandi, ekki satt? „Jú, til dæmis. Ég hef miklar áhyggjur af Landmannalaugum því þær verða fyrir gríðarlega miklu áreiti. Bæði vegna þess hversu nærri þeim við hleypum fólki á vél- knúnum tækjum og vegna þess hversu mörg hús hafa verið byggð þar á viðkvæmum svæðum.“ Friðrik segist greina margt líkt með ferðaþjónustunni núna og sjávarútvegnum fyrir nokkrum áratugum. „Í gamla daga héldum við að það væri ekkert mál að selja íslenskan fisk í útlöndum. Svo þeg- ar við áttuðum okkur á því að það væri fullt af góðum fiski á mark- 24stundir/Frikki okkar góða matreiðslumeistara, innlenda sem erlenda. Hótelstjóri og minn aðalmarkaðsmaður er Björn Eriksson og saman hefur okkur tekist að ná upp góðu orð- spori hér. Að því stefndum við í júlí 2003 og núna finnst okkur að það sé að skila sér,“ segir Friðrik. Ís- lendingar eru stærstur hluti þeirra sem sækja hótelið heim, Banda- ríkjamenn eru í öðru sæti og Bretar eru í mikill sókn, auk annarra Evr- ópuþjóða. „Á veturna fáum við svo marga Japani sem koma hingað til 24stundir LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 35

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.