24 stundir - 05.07.2008, Síða 20

24 stundir - 05.07.2008, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 24stundir Það blés ekki byrlega um landsmótsgesti á fyrstu dögum mótsins. Mikið hvassviðri gekk yfir svæðið að kvöldi þriðjudags og þurftu sumir tjaldbú- ar að leita skjóls í íþróttahúsinu á Hellu. Aftur gerði hífandi rok að morgni fimmtudagsins og er ekki laust við að sumir hafi fundið til ónota- kenndar. „Þessi vindur kemur svolítið á óvart. Spáin var betri og fólk er stressað að sjá þetta gerast aftur,“ segir Elva Björk Árnadóttir, starfmaður í sjúkraskýli. Þrátt fyrir hamaganginn var tiltölulega rólegt í sjúkraskýlinu hjá Elvu Björk og félögum. „Við erum aðallega að fást við hælsæri og gefa verkjatöflur hérna. Það voru einstaka menn með kúlur um daginn eftir að hafa fengið hurðina á fellihýsinu í hausinn eða eitthvað slíkt,“ segir hún. Þá hrikti í sölu- og veitingatjöldum meðan mesti hvellurinn gekk yfir á fimmtudag og gripu menn til þess ráðs að leggja stórum flutningabílum fyrir aftan tjöldin til að vernda þau. Styrkar stoðir Davíð og Narfi Hrafn, starfsmenn Landsmóts, styðja sig við sölutjald til að verja það falli í rokinu. Harðir af sér Hestaáhugamenn eru harðir af sér og láta ekki hvassviðri koma í veg fyrir að þeir geti fylgst með því sem fram fer á keppnisvöllunum. Þarfir þjónar Fæstir landsmótsgestir koma ríðandi á mótsstað. Stórir jeppar, gjarnan með hestakerru eða fellihýsi í eftirdragi, hafa tekið við hlutverki þarfasta þjónsins. Vindbarðir hestamenn Eftir Einar Örn Jónsson einarj@24stundir.is Hestar og menn hvaðanæva af landinu sýna sig og sjá aðra á Gadd- staðaflötum á Hellu þar sem Landsmót hestamanna fer fram þessa dag- ana. Þúsundir áhugamanna um íslenska hestinn sækja landsmótið og þar ríkir mikið líf og fjör. Úr sölu- og veitingatjöldum berst skvaldur og matarlykt en fyrir utan fyllir angan af heyi og hrossum vitin. Sýningar og keppnir standa yfir frá morgni til kvölds. Þess á milli rölta menn um svæðið, heilsa upp á gamla kunningja og skiptast á sögum. Börnin una sér í návist skepnanna eða gleyma sér í leiktækjum. Þegar kvölda tekur safnast menn saman og njóta skemmtiatriða eða sameinast í söng á tjaldsvæðinu. Áhugi víða Fjölmiðlafólk hvaðanæva að fjölmennir á Landsmót hestamanna. Áhugi á íslenska hestinum nær út fyrir landsteinana enda álíka margir íslenskir hestar á erlendri grundu og á Íslandi. Hestar og menn skemmta sér saman Íþrótt fyrir unga sem aldna Hestamennskan er íþrótt sem sameinar fólk á öllum aldri. Sem dæmi um það er yngsti keppandi á Landsmóti hestamanna er 8 ára en sá elsti 76. Hér búa yngstu knaparnir sig undir keppni. Knár knapi Gabríel Óli, úr Fáki er orðinn lunkinn knapi þrátt fyrir ungan aldur. „Þetta er í annað sinn sem ég er á Landsmóti og mér finnst það mjög gaman,“ sagði Gabríel. Fótskoðun Fótabúnaður hests skoð- aður fyrir keppni. 24stundir/einarj Tjaldi pakkað saman Björgunarsveitarmenn taka niður tjald á leiksvæðinu sem stóðst ekki álagið í hvassviðrinu á fimmtudag. Á vakt í sjúkraskýli Elva Björk Árna- dóttir við öllu búin í sjúkraskýlinu. Annir í veitingatjaldi „Þetta er bara mokstur,“ segir Loftur Gíslason kokkur í veit- ingatjaldinu og Óli Gísli, félagi hans, bendir á að mesta törnin sé eftir. „Æfingarnar eru búnar og mótið rétt að hefjast.“ Metta mannskapinn „Við gerum 2.000 hamborgara á dag, 300-400 pítsur og heilt þorp af kjúklingi,“ segir Óli Gísli. Sameinar áhugamálin „Ef maður ætlar að mála hesta þarf maður helst að vera í hestamennsku sjálfur,“ segir Þorkatla Elín Sigurðardóttir, myndlistar- og hestakona sem sérhæfir sig í hestamyndum. „Það er gaman að geta sameinað áhugamálin.“ HESTAMANNAMÓT frettir@24stundir.is a Það er samveran við hestinn og félagsskapurinn sem fólk sækir í. Hesturinn er svo einstök skepna í samveru og að vera með honum gerir þetta enn meira spennandi.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.