24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 24stundir Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Einn slökkviliðsmaður er látinn, tugir heimila hafa eyðilagst og þús- undum manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna mikilla skógarelda sem loga nú í Kaliforn- íu. Einn stærsti eldurinn hefur þeg- ar eyðilagt rúmlega 20 þúsund hektara skóglendis við strandlengj- una milli San Francisco og Los Angeles. Varlega með flugelda Bandaríkjamenn héldu upp á þjóðhátíðardag sinn í gær, en fyr- irfram voru Kaliforníubúar hvattir til að fara sérstaklega varlega með flugelda við hátíðarhöldin, vegna ótta um að fleiri skógareldar kynnu að breiðast út. Ríkisstjórinn Arnold Schwarze- negger lýsti yfir neyðarástandi í ell- efu sýslum á miðvikudaginn og skipaði þjóðvarðliðum að aðstoða við slökkvistörf. Tveir bæir í sérstakri hættu Rúmlega þúsund eldar loga nú víða um ríkið og er áætlað að alls hafi um 200 þúsund hektarar skóg- lendis orðið eldi að bráð. Flestir eldarnir eru á svæðum fjarri þéttri mannabyggð. Um átta þúsund heimili eru þó enn talin vera í hættu og hefur íbú- um í þremur sýslum verið sagt að yfirgefa heimili sín. Bæirnir Big Sur, um 200 kílómetrum suður af San Francisco, og Goleta, skammt frá Santa Barbara, eru taldir vera í sérstakri hættu. Þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda þrjóskast margir við og halda kyrru fyrir á heimilum sínum og reyna að bjarga eigum sínum. Svartur himinn Slökkviliðsmenn segja næstu klukkustundir skipta sköpum varðandi það hvort tekst að bjarga þéttbyggðum svæðum frá því að verða eldi að bráð. „Himinninn hér í Goleta er svartur vegna reyksins og við höfum þurft að rýma nokk- ur hverfi til viðbótar,“ segir Karen McKinley, talsmaður slökkviliðsins í Kaliforníu. Það gerir slökkvistörf enn erf- iðari að gríðarmörg tré í skógum Kaliforníu hafa verið sýkt um ára- bil, þannig að eldsmaturinn er mikill. „Það eru bókstaflega fleiri þúsund dauð eikartré á svæðinu.“ Margra vikna starf Slökkviliðsmenn áætla að það muni taka margar vikur að ná tök- um á og slökkva eldana í ríkinu. Um tuttugu þúsund slökkviliðs- menn vinna nú myrkranna á milli við að slökkva eldana, sem kvikn- uðu 20. júní er mikið eldingaveður gekk yfir ríkið og kveikti fleiri hundruð elda. Þurrviðri og nokkur blástur hefur svo skapað kjörað- stæður til útbreiðslu eldanna. Skógareldar ógna tveimur bæjum  Þúsundir Kaliforníubúa hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda  Einn slökkviliðsmaður hefur þegar látið lífið ➤ Rúmlega þúsund skógareldarloga nú víðs vegar um Kali- forníu. ➤ Slökkviliðsmönnum í Kali-forníu hefur borist liðsauki frá 42 ríkjum Bandaríkjanna vegna eldanna. ➤ Miklir skógareldar loguðu ísuðurhluta Kaliforníu í októ- ber í fyrra, þegar um 1.500 heimili og um 2.000 ferkíló- metra skóglendi brann. ELDAR Í KALIFORNÍU Skógareldar Þurrt og vindasamt hefur verið síðustu daga. Framleiðsla á lífrænu eldsneyti hefur hækkað matvælaverð í heim- inum um 75 prósent samkvæmt leynilegri skýrslu Alþjóðabankans. Breska blaðið Guardian segir að þáttur lífræns eldsneytis hafi til þessa verið stórlega vanmetinn. Skýrslan er unnin af virtum hag- fræðingum Alþjóðabankans og eru niðurstöðurnar á skjön við fyrri ummæli talsmanna Bandaríkja- stjórnar um að framleiðsla á líf- rænu eldsneyti skýri einungis um þriggja prósenta hækkun á mat- vælaverði í heiminum. Þrýstingur Talið er að skýrslan muni auka þrýsting á stjórnvöld í Bandaríkj- unum og Evrópu að hverfa að hluta frá því að leggja stór rækt- arlönd undir eldsneytisframleiðslu ætluðum til matvælaframleiðslu. Fjölmörg ríki hafa gripið til þess ráðs í þeim tilgangi að draga úr út- blæstri gróðurhúsalofttegunda og sjá til þess að vera ekki að öllu leyti undir innfluttu eldsneyti komin. Robert Bailey, talsmaður hjálp- arsamtakanna Oxfam, segir leið- toga heimsins vísvitandi hunsa vís- bendingar um stóran skýringarþátt lífræns eldsneytis. „Á meðan stjórnmálamenn einbeita sér að því að hafa iðnaðarfyrirtækin ánægð hefur fólk í fátækum ríkjum ekki efni á að borða.“ atlii@24stundir.is Leyniskýrsla Alþjóðabankans um orsakir hækkandi matvælaverðs Lífrænu eldsneyti um að kenna Uppskera Lífrænt elds- neyti hefur valdið 75% hækkun á matarverði. NordicPhotos/AFP Að minnsta kosti átta eru látnir og fimm er enn saknað eftir að tveir kanóar hvolfdu í straumharðri á í suðaust- urhluta Slóveníu í gær. Kafarar leituðu að líkunum í ánni Sava, en fólkið voru þátt- takendur í skipulagðri báta- ferð. Að sögn var slóvenskur þingmaður á meðal fórn- arlambanna. Bátunum hvolfdi nærri stað þar sem fram- kvæmdir standa nú yfir vegna vatnsaflsvirkjunar. aí Harmleikur í Slóveníu Átta látnir og fimm saknað Bandaríski karlmaðurinn Thomas Beatie, sem hefur að hluta til gengist undir kyn- skiptiaðgerð, fæddi stúlku- barn á sjúkrahúsi í Oregon- ríki á fimmtudaginn. Hinn 34 ára Beatie fæddist sem Tracy LaGondino og vann lengi fyrir sér sem fyrirsæta. Síðar lét hann fjarlægja brjóst sín og tók inn karlhormón en hélt kvenlíffærum sínum. Hann kvæntist konu 2003 og fékk sæði úr sæðisbanka. aí Tímamótafæðing Karlmaður fæddi dóttur Nýjustu mæl- ingar Mes- senger- geimfarsins benda til þess að Merkúr, minnsta reikistjarna sólkerfisins, hafi minnkað. Við mælingar í jan- úar síðastliðinn kom í ljós að þvermál reikistjörnunnar hafði minnkað um 1,5 kíló- metra frá myndun. Líklegt er að rekja megi minnkunina til kólnandi kjarnans. aí Reikistjarnan fer minnkandi Merkúr smækkar STUTT ● Látinn Bandaríski öld- ungadeildarþingmaðurinn fyrr- verandi, Jesse Helms, lést í gær, 86 ára að aldri. Helms var í framvarðasveit repúblikana í um þrjá áratugi. ● Sharia Phillips lávarður, æðsti dómari Englands, segir hugsanlegt að tekið verði tillit til þeirra hugmynda sem fram koma í sharia-lögum múslíma í breska dómskerfinu. ● Niðurrif Varnarmálaráðherra Ísraels hefur fyrirskipað Ísr- aelsher að rífa heimili Palest- ínumannsins sem olli dauða þriggja með því að aka gröfu um götur Jerúsalem í vikunni. Fyrsta farþegaflugvélin til að fljúga beint milli meginlands Kína og Taívan í 60 ár lenti á flugvellinum í Taipei í gær. Wang Yi, talsmaður Kína- stjórnar í málefnum Taívan, segir flugið marka nýtt upphaf í samskiptum Kínverja og Ta- ívana. Mismunandi stjórnir hafa ráðið ríkjum í Kína og Taívan allt frá árinu 1949. Samskiptin hafa þó batnað mikið frá því að Ma Ying-jeou tók við for- setaembætti í Taívan í maí síð- astliðnum. aí Batnandi samskipti Beint flug milli Kína og Taívan Morðingi hinna 23 ára Laur- ent Bonomo og Gabriel Ferez kann að hafa stolið greiðslu- kortum og leikjatölvum úr leiguíbúð þeirra í Lundúnum eftir að hafa stungið þá 243 sinnum og síðar kveikt í þeim síðasta sunnudagskvöld. Lögregla telur hugsanlegt að félagarnir hafi verið pyntaðir af morðingjanum, sem enn gengur laus, til að sá fengi PIN-númer þeirra. aí Morðið á Frökkunum Stal kortum og leikjatölvum Rúmlega 50 manns særðust þegar sprengja sprakk á tón- leikum í miðborg Minsk, höf- uðborg Hvíta-Rússlands, á fimmtudagskvöld. Tónleikarn- ir voru haldnir í tilefni af þjóðhátíðardegi landsins og var forsetinn, Alexander Lu- kashenko, meðal tónleikagesta. Lögregla fann skömmu síðar aðra ósprungna sprengju ann- ars staðar í borginni. aí Sprenging í Minsk Tugir særðust Fransk-kólumbíski stjórn- málamaðurinn Ingrid Bet- ancourt segist ekki vilja tjá sig mikið um tíð sína í haldi mannræn- ingja FARC, en staðfestir að hún hafi þurft að sæta pyntingum. „Þetta var svo viðurstyggilegt að ég held að þeim hafi sjálfum boðið við því. Ég var keðjuð niður allan sólarhringinn í þrjú ár.“ Betancourt kom til Frakk- lands í gær. aí Raunir Betancourt Þurfti að sæta pyntingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.