24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 41

24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 41
24stundir LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 41 Hönnun Iittala virðist oft einföld á yfirborðinu en reynist margslungin við nánari athugun. Essence glösin eftir Alfredo Häberli eru gott dæmi um þetta: Fallega úthugsuð og einföld en um leið svo unaðslega þægileg. Glösin hafa öll jafn stóran stall, sem gefur línunni einstakt samræmi og stöðugleika. Essence glösin draga fram það besta í fari vínsins. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Á sama stalli Hráefni: grilluð nautaspjót carpaccio grillaðar kóngarækjur tapas-brauðsnitta með parmaskinku og parmesan-osti ávextir og ostar Aðferð: Það er mjög einfalt að henda sam- an einum girnilegum forrétt- abakka. Maður þarf bara hafa hug- myndaflugið í lagi og fara eina ferð í búðina. Nautið er bæði notað fyrir grillspjót og í carpac- cio-ið. Síðan er gaman að hafa ávexti með þessu og einnig osta. Muna bara að elda kjötið ekki of mikið, aðeins 2 mínútur á hvorri hlið. SUMARRÉTTAÞEMA Smáréttabakki að hætti Stefáns Magnússonar á Vegamótum Satay-sósa (hráefni): 250 ml satay paste 250 ml kókosmjólk Aðferð: Þessu er síðan blandað saman og þeytt. Gott er einnig að hafa rist- uð sesamfræ með þessu og toppa diskinn með kóríander. Kjúklingasalat (hráefni): Iceberg salat og klettasalat blandað saman steiktur kúrbítur gulrætur blaðlaukur ristaðar hnetur (t.d cashew) Satay-sósa Aðferð: Kjúklingabringur grillaðar eða steiktar á pönnu, grænmeti líka með hnetunum. Því næst er sósu hellt yfir, þetta er síðan sett ofan á salatið og gott er að grilla smá nan-brauð með sem fæst úti í búð. Gott er að reikna með einni kjúklingabringu á mann og um það bil 100 g af grænmeti og 100 g af salati. SUMARRÉTTAÞEMA Kjúklingur Satay Soja-sesamdressing (hráefni): 500 ml Kikkoman-sojasósa 65 g Dijon-sinnep 5 g sesamolía 10 g sesamfræ Núðlur: Soðnar eins og venjulegt pasta í um 5-6 mínútur (ekki of lengi). Aðferð: Öllu hráefninu blandað saman í skál og þeytt saman eða blandað með töfrasprota. Grænmeti (kúrbítur, gulrætur, mini-aspas og mini-maís) steikt létt á pönnu. Kengúrukjöt: Fæst núna víða í betri búðum, en oftast nær er það frosið. Best er að láta það þiðna í einn eða tvo daga. Einnig er gott að marínera keng- úrukjötið í kryddblöndu til að gera það enn mýkra og bragðmeira. Kryddblanda (hráefni): 100 g ólífuolía 20 g truffluolía 5 g mulinn anís 10 g kryddjurtir, t.d. rósmarín, garðablóðberg eða jafnvel kórían- der. Aðferð: Gott er að láta kjötið liggja í um einn sólarhring. Matreiðsla: Best er að elda keng- úrukjötið á grilli til þess að fá þessa grillskorpu sem er svo góð. Grillið kjötið í um 2-3 mínútur á hvorri hlið og látið það svo hvíla í nokkr- ar mínútur áður en það er skorið. Best er að borða þennan rétt heit- an en það er ekkert skilyrði. Skammtur: 400 g kengúrukjöt miðað við fjóra (100 g á mann) og um það bil sama magn af núðlum (100 g af mann). SUMARRÉTTAÞEMA Grilluð kengúra á udon-núðlusalati 24 stundir/Valdís Thor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.