24 stundir - 05.07.2008, Page 41

24 stundir - 05.07.2008, Page 41
24stundir LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 41 Hönnun Iittala virðist oft einföld á yfirborðinu en reynist margslungin við nánari athugun. Essence glösin eftir Alfredo Häberli eru gott dæmi um þetta: Fallega úthugsuð og einföld en um leið svo unaðslega þægileg. Glösin hafa öll jafn stóran stall, sem gefur línunni einstakt samræmi og stöðugleika. Essence glösin draga fram það besta í fari vínsins. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Á sama stalli Hráefni: grilluð nautaspjót carpaccio grillaðar kóngarækjur tapas-brauðsnitta með parmaskinku og parmesan-osti ávextir og ostar Aðferð: Það er mjög einfalt að henda sam- an einum girnilegum forrétt- abakka. Maður þarf bara hafa hug- myndaflugið í lagi og fara eina ferð í búðina. Nautið er bæði notað fyrir grillspjót og í carpac- cio-ið. Síðan er gaman að hafa ávexti með þessu og einnig osta. Muna bara að elda kjötið ekki of mikið, aðeins 2 mínútur á hvorri hlið. SUMARRÉTTAÞEMA Smáréttabakki að hætti Stefáns Magnússonar á Vegamótum Satay-sósa (hráefni): 250 ml satay paste 250 ml kókosmjólk Aðferð: Þessu er síðan blandað saman og þeytt. Gott er einnig að hafa rist- uð sesamfræ með þessu og toppa diskinn með kóríander. Kjúklingasalat (hráefni): Iceberg salat og klettasalat blandað saman steiktur kúrbítur gulrætur blaðlaukur ristaðar hnetur (t.d cashew) Satay-sósa Aðferð: Kjúklingabringur grillaðar eða steiktar á pönnu, grænmeti líka með hnetunum. Því næst er sósu hellt yfir, þetta er síðan sett ofan á salatið og gott er að grilla smá nan-brauð með sem fæst úti í búð. Gott er að reikna með einni kjúklingabringu á mann og um það bil 100 g af grænmeti og 100 g af salati. SUMARRÉTTAÞEMA Kjúklingur Satay Soja-sesamdressing (hráefni): 500 ml Kikkoman-sojasósa 65 g Dijon-sinnep 5 g sesamolía 10 g sesamfræ Núðlur: Soðnar eins og venjulegt pasta í um 5-6 mínútur (ekki of lengi). Aðferð: Öllu hráefninu blandað saman í skál og þeytt saman eða blandað með töfrasprota. Grænmeti (kúrbítur, gulrætur, mini-aspas og mini-maís) steikt létt á pönnu. Kengúrukjöt: Fæst núna víða í betri búðum, en oftast nær er það frosið. Best er að láta það þiðna í einn eða tvo daga. Einnig er gott að marínera keng- úrukjötið í kryddblöndu til að gera það enn mýkra og bragðmeira. Kryddblanda (hráefni): 100 g ólífuolía 20 g truffluolía 5 g mulinn anís 10 g kryddjurtir, t.d. rósmarín, garðablóðberg eða jafnvel kórían- der. Aðferð: Gott er að láta kjötið liggja í um einn sólarhring. Matreiðsla: Best er að elda keng- úrukjötið á grilli til þess að fá þessa grillskorpu sem er svo góð. Grillið kjötið í um 2-3 mínútur á hvorri hlið og látið það svo hvíla í nokkr- ar mínútur áður en það er skorið. Best er að borða þennan rétt heit- an en það er ekkert skilyrði. Skammtur: 400 g kengúrukjöt miðað við fjóra (100 g á mann) og um það bil sama magn af núðlum (100 g af mann). SUMARRÉTTAÞEMA Grilluð kengúra á udon-núðlusalati 24 stundir/Valdís Thor

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.