24 stundir - 08.07.2008, Page 8

24 stundir - 08.07.2008, Page 8
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Formaður Félags íslenskra einka- flugmanna, Valur Stefánsson, hefur sent Fluglækningastofnuninni í Reykjavík fyrirspurn um hvernig standi á nær 100 prósenta hækkun á almennri læknisskoðun og útgáfu heilbrigðisvottorðs fyrir einkaflug- menn frá því í fyrra. Þá kostaði grunnskoðunin rúmar 8 þúsund krónur fyrir einkaflugmenn en nú kostar hún 16 þúsund krónur. „Hækkanir undanfarinna ára hafa verið miklar en þetta er drop- inn sem fyllti mælinn. Þessi hækk- un er forkastanleg,“ segir Valur. Hálfdrættingur á við suma Samúel J. Samúelsson, einn læknanna sem reka Fluglækninga- stofnunina, kveðst geta fallist á að hækkunin þyki mikil. „Við breytt- um gjaldskránni til samræmis við nágrannalöndin. Við tökum fyrir rannsóknir sem voru bara fríar áð- ur. Við erum ekki nema hálfdrætt- ingur á við suma,“ segir Samúel. Við almenna læknisskoðun í fyrra, sem kostaði rúmar 8 þúsund krónur, var sjónin rannsökuð, þvagprufa tekin og heyrnin mæld auk þess sem flugmenn fóru í blásturspróf, að sögn Samúels. Nú kostar það 3 þúsund krónur til við- bótar 16 þúsundunum, sem al- menna læknisskoðunin kostar fyrir einkaflugmenn, atvinnuflugmenn og flugumferðarstjóra, að fara í heyrnarmælingu. Hjartalínurit kostar 3 þúsund krónur og sérstakt öndunarpróf kostar einnig 3 þús- und krónur. Blóðprufa kostar 1 þúsund krónur. Heildarkostnaður- inn getur því farið upp í 26 þúsund krónur en samkvæmt upplýsing- um frá Flugmálastjórn fer það eftir aldri og tegund vottorðs hversu oft skírteinishafar þurfa að fara í allar rannsóknirnar. Færri skoðanir Einar Örn Héðinsson, fram- kvæmdastjóri flugöryggissviðs Flugmálastjórnar, segir að slakað hafi verið á kröfum um skoðanir fyrir atvinnuflugmenn samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi í lok mars síðastliðins. „Atvinnuflug- menn á aldrinum 40 til 60 ára sem eru í fjölstjórnaráhöfnum eiga nú að fara í læknisskoðun á 12 mán- aða fresti í stað 6 mánaða áður. Þetta gildir um meirihluta atvinnu- flugmanna.“ Valur Stefánsson segir það umhugsunarvert að fluglækn- arnir í Reykjavík skuli hafa hækkað gjaldið í kjölfar breytinganna á reglunum. „Það er spurning hvort verið sé að láta einkaflugmenn borga fyrir færri komur atvinnu- flugmanna.“ Fásinna að hækka Þorsteinn Jóhannesson, flug- læknir á Ísafirði, kveðst ekki hafa hækkað gjaldskrá sína í mörg ár. „Mér finnst það fásinna að hækka gjaldskrá á þessum tímapunkti í ljósi efnahagsástandsins í landinu,“ segir Þorsteinn. Jón Þór Sverrisson, fluglæknir á Akureyri, kveðst hafa hækkað verð fyrir læknisskoðun fyrir flugmenn en hyggst fara ein- hvern milliveg, eins og hann orðar það. Stefán Þórarinsson, fluglæknir á Egilsstöðum, hefur heldur ekki tekið upp nýja gjaldskrá Fluglækn- ingastofnunarinnar í Reykjavík. Forkastanleg hækkun á læknisskoðun  Einkaflugmenn ósáttir við nær 100 prósenta hækkun á læknisskoðun hjá fluglæknum í Reykjavík  Fluglækni á Ísafirði þykir það fásinna að hækka nú í ljósi efnahagsástands ➤ Fluglæknar eiga að hafa hlot-ið þjálfun á sviði fluglækn- isfræði. ➤ Samkvæmt upplýsingum fráFlugmálastjórn voru lækn- isskoðanir á skírteinishöfum í Reykjavík 1550 í fyrra en um 100 á landsbyggðinni. ➤ Vinnuveitandinn borgarlæknisskoðun fyrir atvinnu- flugmenn. HEILBRIGÐISSKOÐANIR 24stundir/RAX Lent í Fljótshlíð Einkaflugmenn undrast mikla hækkun á læknisskoðun. Lögfræðingar verða fengnir til að meta hvort bann Kerfélagsins við því að rútur leggi í stæðið við Kerið í Grímsnesi stenst. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustu og talsmenn bæði Ferðamálaráðs og Vegagerðar hafa lýst efasemd- um um að bannið samrýmist lögum. Eigendur Kersins segja átroðning ferðamanna við Kerið spilla landinu. Þegar ekki náðist samkomulag við stærstu ferðaskrifstofurnar á svæðinu um gjald fyrir hvern rútufarþega brugðu landeig- endur á það ráð að banna rútum aðgang að bíla- stæði Vegagerðarinnar við Kerið. Sjö ára gamalt bílastæði Ferðamálaráð og Vegagerðin gerðu bílastæði og stíga við Kerið fyrir sjö árum í samráði við landeigendur. Ferðamálaráð átti frumkvæðið og kostaði mestan hluta verksins, en Vegagerðin sá um framkvæmdina og tók á sig hluta af kostn- aðinum. Svanur Kristjánsson svæðisstjóri Vega- gerðarinnar á Selfossi veit varla hvað segja skal um ákvörðun Kerfélagsins. „Ég geri mér ekki grein fyrir því hvaða heimildir landeigendur hafa til að loka bílastæði Vegagerðarinnar og man ekki til þess að neitt þessu líkt hafi komið upp áður. Svanur segir sjaldan reyna á samskipti við landeigendur, því núorðið sé algengast að Vegagerðin kaupi land undir framkvæmdir. „Oftast eru bílaplönin það lítil að þau eru inni á vegsvæðinu sjálfu. Landeigendur samþykktu þetta stæði og ef auka þarf eftirlit og bæta að- stöðuna gætum við og Ferðamálaráð gert það, en ég veit ekki til að þess hafi verið óskað. Vega- gerðin hlýtur að reyna að tryggja að ekki verði hægt að loka bílastæðum sem gerð eru fyrir al- mannafé. beva@24stundir.is Vegagerð og Ferðamálaráð vilja tryggja umgengni við Kerið Rútubannið við Kerið óvenjulegt mál ÞÖK Vegagerðin Sumir ferðamenn virða ekki stígana og mynda moldargötu með utanstígagöngu. 8 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 24stundir · Hentar fartölvum með allt að 17“ skjá · Nylon efni · Svartur og silfurgrár DELL BAKPOKI FYRIR FARTÖLVUR 3.990 KR. Fullt verð: 5.990 kr. VA RA VIK UN NA R Grensásvegi 10, 108 Reykjavík // Sími 563 3000 Tryggvabraut 10, 600 Akureyri // Sími 463 3000 // www.ejs.is 2.000 kr.afsláttur Ti lb oð ið gi ld ir frá 7. til 12 .j úl í Fæðingadeildum LSH voru gefnar nýir hægindastólar síð- astliðin föstudag. Stólarnir eru kærkomnir fyrir nýbak- aðar mæður sem nú geta tyllt sér með nýbura sína, en áður voru tveir stólar til taks sem voru orðnir lúnir. Guðmundur H. Jónsson, að- stoðarforstjóri Norvik og Val- geir Ólafsson, verslunarstjóri Húsgagnahallarinnar, gáfu stólana. áb Norvik gaf stólana Nýir hæginda- stólar á LSH Náttúrverndarsamtökin Sav- ing Iceland verða með mót- mælabúðir gegn stóriðjuvæð- ingu og kapítalisma í sumar. Þær verða opnaðar 12. júlí. Nákvæm staðsetning búðanna verður auglýst á vefsíðu sam- takanna, savingiceland.org, þegar nær dregur. ejg Saving Iceland Mótmælabúðir um helgina STUTT ● Vogar Bæjarfulltrúar H-listans í Vogum vilja að þar fari fram íbúakosning um nýjar raflínur í landi sveitarfélagsins að því er segir í bókun listans frá síðasta bæjarstjórnarfundi. Telja þeir einnig að bæjarstjórnin sé bundin af þeim vilja íbúa að leggja allar nýjar raflínur í jörð, sem fram kom á íbúafundi sl. sumar. ● Kjötvörur Unnar Goða- kjötvörur Norðlenska eru nú án allra mjólkurprótína, að lifrarpylsunni undanskilinni. Hefur fyrirtækið unnið við að breyta uppskriftum í þessa átt undanfarið ár. ● Vestmannaeyjar Fram- kvæmdum við lagningu nýrrar tólf km vatnsleiðslu til Vest- mannaeyja ætti að vera lokið en þær hófust í gærmorgun og átti að ljúka í nótt. Leiðslunni var fyrst komið í land í Bakkafjöru og síðan haldið til Eyja. þkþ

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.