24 stundir - 08.07.2008, Side 19

24 stundir - 08.07.2008, Side 19
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 19 Framleiðslu- og rekstrarumhverfi bílaiðnaðar verður æ flóknara og breytist hratt með viðbótum og endurbótum á reglugerðum til verndar umhverfinu. Einn af þeim sem hefur látið í sér heyra um að- stæður í bílaiðnaði er forstjóri Daimler AG, Dieter Zetsche. „Það er afar sérkennilegt að bílaiðnaður sæti harð- ari reglum um útblástur en aðrir sem menga and- rúmsloftið,“ segir svekktur forstjóri um ósamræmið í þeim kröfum sem gerðar eru til bíla og bílaiðnaðar og annars iðnaðar sem mengar. „Á heimsvísu gefa bílar aðeins frá sér um 10% þess koldíoxíðs sem verður við brennslu eldsneytis,“ útskýrir hann nánar. „Verkfræðingum okkar finnst stundum eins og þeir séu að leika fótbolta eftir evrópskum reglum á hafnaboltavelli með súmóglímukappa sem liðs- menn,“ sagði Zetsche á ráðstefnu Automotive News í Genf nýlega og uppskar mikinn hlátur fundargesta. „Reglurnar eru of strangar, ruglingslegar og þær ein- kennast af skriffinnsku,“ bætir hann við. Sala á dísilbílum Zetsche vonast til þess að sala á dísilbílum aukist í Bandaríkjunum og telur þá þróun vera óskalausn á þeim vanda Bandaríkjamanna að vera ofurseldir Sádi- Arabíu um olíudropann. „Aðeins með því að breyta hlutföllunum á þann máta geta Bandaríkjamenn frelsað sig undan oki olíunnar, ef einungis einn þriðju hluti bíla í Banda- ríkjunum verða dísilbílar þarf ekki að flytja inn einn einasta dropa frá Sádi-Arabíu,“ klykkti hann út með og uppskar mikið lófaklapp enda hörkuræðumaður. dista@24stundir.is Forstjóri Daimler AG hefur fengið nóg af skriffinnsku Reglur sem enginn skilur Bílaiðnaðurinn þarf að breytast til að mæta nýjum kröfum til verndar um- hverfinu Dieter Zetsche forstjóri Daimler AG spyr þó hvort þeir séu þeir einu sem þurfi að breytast? GPS staðsetningartækið The WorldNav 3300 See frá Garmin er sérstaklega hannað með vöruflutn- ingabílstjóra í huga. Búnaðurinn er tvíþættur. Annars vegar geta þeir sem flytja spilliefni séð á hvaða götum æskilegt þykir að slíkar bif- reiðar aki ekki. Hins vegar er hægt að slá inn í tækið hæð, lengd og breidd flutningabílsins og þannig leiðir það bílstjóra á bestu vegina fyrir þeirra bílategund. Sérhannað fyrir flutningabíla Indverskir vörubílstjórar hafa nú látið í sér heyra til að mótmæla háum sköttum og hækkandi bens- ínverði. Í kringum 4,5 milljónir bílstjóra mótmæltu í vikunni sem leið og stöðvaðist allur flutningur á meðan á þeim stóð. Vörubílar og flutningar eru lífæð indverska hag- kerfisins og óttast yfirvöld löng verkföll flutningabílstjóra þar sem það myndi hafa víðtæk áhrif á dag- legt líf og viðskipti. Víðtæk áhrif á hagkerfið Bandaríska snyrtivörufyrirtækinu Conair munar ekki um heilan vöruflutningabíl til að kynna vörur sínar. Inni í bílnum hefur verið komið fyrir lítilli snyrtistofu og er bíllinn síðan keyrður um alla New York-borg til að kynna vörurnar ritstjórum og auglýsendum. Flutn- ingabíll sem vekur sannarlega at- hygli. Vörubíll fullur af snyrtivörum Gerum gott úr flessu Árlega berst miki› af prentu›um pappír inn á heimilin í landinu en kosturinn er sá a› hann má endurn‡ta. Leggjum okkar af mörkum fyrir náttúruna og skilum honum í næsta pappírsgám e›a endurvinnslutunnu. S am tö k ið na ða rin s og S V Þ -S am tö k ve rs lu na r og þ jó nu st u / S já ná na r um en d ur vi nn sl u p re nt m ið la á w w w .s i.i s – H ön nu n H ví ta hú si ð/ S ÍA

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.