24 stundir - 09.07.2008, Page 11

24 stundir - 09.07.2008, Page 11
24stundir MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 11 ÁSTAND HEIMSINS frettir@24stundir.is a Svo virðist sem þessari röð spreng- inga hafi verið ætlað að hrella og hræða almenna borgara. Babar Kahttak lögreglustjóri Sex sprengingar kváðu á einni klukkustund víðs vegar um Ka- rachi, stærstu borg Pakistans, á mánudag. Yfirvöld telja að 37 manns hafi særst í sprenging- unum, þar af 8 börn. Daginn áð- ur féllu 18 manns í sjálfsvígsárás í höfuðborginni Íslamabad. Babar Kahttak, lögreglustjóri í Karachi, áætlar að hver sprengja hafi vegið rétt undir 200 grömm, svo ljóst sé að þeim hafi ekki ver- ið ætlað að valda stórskaða. Þeim var komið fyrir í íbúðahverfum og við verslunargötur. „Svo virð- ist sem þessari röð sprenginga hafi verið ætlað að hrella og hræða almenna borgara,“ segir Kahttak. Ofbeldi hefur verið títt í Karachi, sem er hafnarborg í suðurhluta Pakistans. Í október síðastliðnum létust ríflega 140 manns í borg- inni, í sprengingu sem ætlað var að granda Benazir Bhutto, fyrr- verandi forsætisráðherra. Atlagan að Bhutto bar loks árangur þegar hún var ráðin af dögum í desem- ber. andresingi@24stundir.is Röð spreng- inga í Pak- istan NordicPhotos/AFPHert gæsla Lögreglumaður á varðbergi fyrir utan þing Punjabhéraðs eftir að 37 manns særðust í sex sprengingum í Karachi. Sólskinshverfi Verkamenn leggja lokahönd á ljós í umhverfisvænu hverfi sem risið er í útjaðri Kalkútta á Indlandi. Í hverfinu eru 25 hús sem eru sjálfum sér nóg með orku – og gott betur. 60% raforkunnar sem myndast í sólarrafölunum er seld úr hverfinu. Áttu maur? Tveggja mánuða mauraætuungi leitar að gómsæti í brjóstvasa dýrahirðis í dýragarðinum í Berlín. Beðið í Bagdad Írösk kona biðst fyrir við minnismerki um Abdel Karim Qassem í miðborg Bagdad. Qassem kom á fót fyrstu lýð- ræðislegu ríkisstjórn landsins, eftir valdarán árið 1958. Fimm árum síðar var honum sjálfum steypt af stóli. Upp í geim Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, lánaðist að koma tveimur gervihnöttum á sporbaug um jörðu í gær.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.