24 stundir - 09.07.2008, Síða 25

24 stundir - 09.07.2008, Síða 25
24stundir MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 25 Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörns- son thorkell@24stundir.is „Við flytjum út til Bandaríkjanna fimm dögum eftir að við komum heim frá Kína. Það er rosalega spennandi að við munum búa saman og standa saman á eigin fótum,“ sagði Erla Dögg en þau Árni Már hefja nám við Nort- hfolk-háskólann í Virginíu í ágúst. Þar verða þau á fullum skólastyrk og hafa skrifað undir eins árs samning sem verður svo endur- skoðaður í lok skólaársins. „Þetta leggst rosalega vel í okk- ur. Aðstæður eru til fyrirmyndar og svo verður gaman að ferðast um gjörvöll Bandaríkin til að keppa við aðra háskóla. Það er mjög spennandi,“ sagði Árni Már um búferlaflutning parsins vestur um haf í lok sumars. „Mér líst líka mjög vel á þjálf- arana þarna. Þeir virtust mjög al- mennilegir þegar ég spjallaði við þá þegar við fórum að skoða að- stæður um daginn. Þeir eru líka vinir manns, ekki bara einhverjir þjálfarar sem setja manni fyrir og eru svo roknir,“ sagði Erla. Ástin blómstrar Árni og Erla kynntust í gegnum sundið og eru búin að vera saman núna í fjögur ár. Erla er úr Kefla- vík en Árni Már frá Mosfellsbæ. Það hefur þó ekki komið í veg fyr- ir að ástin blómstri hjá parinu. „Ég var í námi í Fjölbrautar- skóla Suðurnesja eins og Erla þar sem ég byrjaði í Íþróttaakademí- unni í Reykjanesbæ á sínum tíma, sundsins vegna. Það var reyndar frekar þreytandi að keyra á milli Mosfellsbæjar og Keflavíkur tvisv- ar á dag alltaf. Sérstaklega þar sem ég æfði með Ægi á þeim tíma og þar af leiðandi hófst dagurinn á morgunæfingu hjá Ægi eld- snemma um morguninn og síðan keyrt til Keflavíkur. Svo keyrði ég alltaf aftur eftir skóla í bæinn. Fyrir tveimur árum ákvað ég að skipta yfir í ÍRB og síðan þá hef ég nú búið bara að miklu leyti hjá Erlu,“ sagði Árni Már. Dúxaði í stúdentsprófunum Erla Dögg útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautarskóla Suð- urnesja í vor sem dúx. Spurð út í hvort hún hafi nokkurn tíma í annað en sundið og námið segir Erla að fátt annað komist að. „Ég hef reynt að vera bara með vin- konum mínum í skólanum og tala við þær þar. Það þýðir lítið að draga mig út á lífið á kvöldin því þá er ég orðin svo þreytt eftir langan og erfiðan dag sem byrjar á morgunæfingu um klukkan sex. En það er hentugt að eiga kærasta sem hefur sömu áhugamál og ég. Auk sundsins þá liggur áhugi okk- ar á svipuðum stað í náminu. Við erum því bæði skráð í almennt nám fyrsta árið með meiri áherslu á raungreinar. Hugur okkar beggja stefnir síðan á verkfræðina í kjölfarið og vonandi getum við lagt stund á hana þarna úti.“ Árna finnst gott að eiga svona klára stelpu að. „Það er gott þegar maður er í vandræðum með eitt- hvað í náminu að eiga Erlu að. Ef ég er í einhverjum vanda hjálpar hún mér alltaf. Ég hef nú verið í góðum málum hvað nám varðar og ennþá betri málum síðan Erla Dögg kom til skjalanna.“ Keppa bæði í Peking Bæði Árni og Erla Dögg verða meðal fulltrúa Íslands á Ólympíu- leikunum í Peking í ágúst. Erla keppir í 100 m bringusundi og 200 m fjórsundi. Árni Már keppir hins vegar í 50 m skriðsundi. Þessi misserin æfa íslensku sundmenn- irnir átta sem fara til Peking einir og sér og hjá sínum félögum. Ól- ympíuhópurinn heldur svo saman til Singapúr 25. júlí og verður þar við æfingar þar til farið verður til Kína í byrjun ágúst. „Við stefnum bæði að því að bæta persónulegan árangur í þess- um greinum á Ólympíuleikunum. Ég verð samt ánægð ef ég bæti Ís- landsmet á leikunum,“ sagði Erla Dögg. Spennandi  Ævintýri á Ólympíuári hjá sundparinu Erlu Dögg og Árna Má  ÓL í Peking og háskólanám í Bandaríkjunum  Ekkert mál að sameina afreksíþróttir og nám Það eru spennandi tímar framundan hjá kærustu- parinu Árna Má Árnasyni og Erlu Dögg Haralds- dóttur. Bæði verða þau meðal fulltrúa Íslands á Ólympíuleikunum í Pek- ing í ágúst þar sem þau keppa bæði í sundi. Eftir leikana munu þau svo flytja saman til Banda- ríkjanna þar sem þau verða við nám. Erla Dögg Haraldsdóttir ➤ Erla Dögg Haraldsdóttir á 5Íslandsmet í 50 metra laug. 50 m, 100 m og 200 metra bringusundi, 200 metra flug- sundi og 200 metra fjórsundi. Öll þessi met setti Erla á þessu ári. ➤ Örn Arnarson á flest Íslands-met í karlaflokki – alls 11 Ís- landsmet. ERLA Á 5 ÍSLANDSMET Árni Már Árnason 24stundir/JAK tímar ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Við stefnum bæði að því að bæta persónu- legan árangur í þessum greinum á Ólympíu- leikunum. Ég verð samt ánægð ef ég bæti Ís- landsmet á leikunum.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.