Eintak - 01.11.1993, Síða 8
höfundar
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur dvaldi á
Akureyri í æsku og hefur ekki borið þess bætur. Hér gerir hann
upp sakirnar við Akureyringa, kemst að þeirri niðurstöðu að
þeir séu mestu Skandínavar Islands, en um leið að Akureyri sé
eini staður á Islandi sem rísi undir því nafni að heita borg.
Linda Vilhjálmsdóttir skáld skrifar um reiði í umfjöllun
EINTAKS um sjö dauðasyndir. Kveðskapur Lindu hefur vakið
mikla athygli undanfarin ár, reyndar svo mikla að nú er hún á
ferðalagi erlendis þar sem hún les upp ljóð eftir sig.
Matthías Viðar Sæmundsson dósent í bókmenntafræði
skrifar um eina dauðasyndina, lostann. Þessi synd er ekki alveg
framandleg Matthíasi, því í fyrra tók hann saman bókina
Galdrar á íslandi, en þar komu ýmisleg lostabrögð mjög við
sögu.
Þórarinn Eldjárn
rithöfundur skrifar um
letina sem er allra lasta
móðir. Þórarinn er aftur á móti
faðir fimm sona og býr í Vesturbænum.
Mörður Árnason íslenskufræðingur er Reykvíkingur sem þarf að
sætta sig við að atkvæði hans er margfalt minna metið en atkvæði
frændfólks hans vestur í Dölum. Mörður veltir því fyrir sér hvort
þetta sé eitthvert náttúrulögmál og spáir í hugmyndir um nýja
skipan, landslista og einmenningskjördæmi.
Bragi Ólafsson er vísast kunnastur fýrir að hafa leikið á
bassagítar í hljómsveitunum Purrki Pilnik og Sykurmolunum. En
það er þó varla nema aukageta frá ritstörfum, því Bragi er í hópi
bestu Ijóðskálda af yngri kynslóð og löngu hættur að vera bara
efnilegur. Á hljómleikaferðum hefur Bragi kynnst mörgu dramb-
sömu fólki, enda skrifar hann um útbreidda dauðasynd - dramb.
Páll H. Hannesson félagsfræðingur skrifar umbörn Pálma Jónssonar,
Hagkaupsveldið og endurskipulagningu þess. Páll starfaði um árabil sem
blaðamaður, en var til skamms tíma skólastjóri Bankamannaskólans og þekkir
því gjörla innviði viðskiptalífsins.
Guðlaugur Arason rithöfundur varð frægur á svipstundu þegar hann sendi
frá sér skáldsöguna Eldhúsmellur fyrir rúmum áratug. Undanfarin ár hefur verið
heldur hljótt um Guðlaug, en á næstu vikum kemur út eftir hann skáldsagan
Hjartasalt. Guðlaugur skrifar um öfundina, eina af dauðasyndunum sjö.
Dóra Einarsdóttir hefur hannað búninga fyrir íjölda bíómynda og leik-
sýninga. Hún er einnig hagvön á fjölmiðlum og hefur hvort tveggja starfað á
blöðum og á ljósvakanum. Dóra hefur farið víða um lönd með litlu kassamynda-
vélina sína og tekið myndir af ótal vinum og kunningjum. Hún opnar ljósmyndaalbúmið sitt í fyrsta
tölublaði EINTAKS.
Sigurður A. Magnússon rithöfundur skrifar um græðgi í greinasafni
EINTAKS um dauðasyndirnar. Sigurður er ekki óvanur því að skrifa í tímarit, því
á sínum tíma ritstýrði hann Samvinnunni sem þá vakti forvitni almennra lesenda
en gremju samvinnumanna. Sigurður er að ljúka við þýðingu sína á seinni hluta
Oddyseifs eftir James Joyce.
Guðbjörg Guðmundsdóttir tekur viðtöl við foreldra sem hafa orðið að sæta
því að hið opinbera hefur svipt þá forræði barna sinna. Guðbjörg hefur viðað að
sér efni um þessi mál undanfarin misseri, haft persónuleg kynni af einstaklingum
sem hafa mátt sjá á bak börnum sínum og séð að á tíðum virðist nokkur skortur á
skiningi og mannúð hjá .barnaverndaryfirvöldum.
Sigurður Pálsson skáld hefur reyndar gert sitthvað fyrir sjónvarp, en þó
ekki með sama árangri og Hermann Gunnarsson, enda er slíkt varla von.
Sigurður tekur sér frí frá öðrum ritstörfum til að taka viðtal við Hemma, en
það aftrar honum þó ekki frá því að senda frá sér ljóðabók og tvær þýðingar
á næstu vikum.
Friðrik Þór Guðmundsson er gamalreyndur blaðamaður og hefur
starfað á Alþýðublaðinu, Helgarpóstinum og Pressunni. Friðrik er annar
höfunda greinar um erfingja Hagkaupsveldisins og hamskiptin á
fyrirtækinu.
Ólafur Gunnarsson skrifaði einu sinni bók um mikla óhófsmenn,
Milljónprósentmenn, eins og hann kallaði það. Einhvern tíma langaði hann
líka að skrifa sagnaflokk sem byggði á dauðasyndunum sjö. I EINTAK
skrifar hann þó aðeins um eina þeirra - óhófið.
8
HEINTA K
nr. 1 1. tbl. 1. árg
Gefið út af Nokknjm íslendingum hf.
Ritstjóri og útgefandi
Gunnar Smári Egílsson, ábm.
Ritstjóri
Egíll Helgason
Ritstjóri Ijósmynda
EJonni
Útlitshönnuður
Jón Magnússon
Höfundar efnis í þessu hefti
Bragi Ólafsson, Dóra Einarsdóttir,
Friðrik Þór Guðmundsson, Glúmur Baldvinsson,
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Guðlaugur Arason,
Guðmundur Andri Thorsson, Linda Vilhjájmsdóttir,
Matthías Viðar Sæmundsson, Mörður Ámason,
Ólafur Gunnarsson, Páll H. Hannesson,
SígurðurA. Magnússon, Sigurður Pálsson
og Þórarinn Eldjárn.
Höfundar Ijósmynda
Bonni, Jim Smart, Jói Dungal
Myndskreytingar
Jón Magnússon
Gröf
Andrés Magnússon, Kristján Karlsson
Stílistar
Anna Gulla, Bonni, Gunna Magga
Förðun
Laufey BirMsdóttir
Hár
Ari Alexander, Rut hjá Hárstofu Bigga
Fyrirsætur
Anna Gerður, Amý, Birna Bragadóttir,
Halli Hólmgeirs, Harpa Hjartardóttír, Hlaðgerður íris,
Hlín Mogensdóttir.Hrafnhildur Sigurðardóttir,
Róbert Róbertsson og Steinunn Hauksdóttir
Hljómsveit þessa heftis
Páll Óskar og Milljónamæringamir
Umsjón með matarþætti
Rúnar Guðmundsson
Nokkrir Islendingar
Vatnstíg 4 101 Reykjavík
sími 1 68 88 sími Ijósmyndara 2 38 01
Framkvæmdastjóri
Níels Hafsteinsson
Auglýsingadeild
Lára Gyða og Tómas Ingi Tómasson
Tímaritið Eintak kemur út mánaðarlega
-tólf sinnum á ári.
Verð hvers Eintaks er 599 krónur með virðis-
auka. Áskrifendur fá 30 prósent afslátt.
Óheimilt er að afrita eða ptalda etni tímaritsins
án skriflegs leyfis ritstjóra.
EINTAK UOVEMR