Eintak - 01.11.1993, Qupperneq 12
ástarinnar |
Alvaro Texeira er 23 ára Portúgali sem segir
að ástin hafi kallað sig til íslands. Hann var að
vinna á næturklúbbi í Portúgal þegar hann
kynntist íslenskri stúlku sem var í fríi í því heita og
fagra landi. Það varð úr að Alvaro kom í humátt á
eftir stúlkunni tíl íslands síðastliðið haust og hér
hefur hann verið síðan, utan hvað hann brá sér
stuttlega á heimaslóðir í sumar. Alvaro starfar nú
sem þjónn á Sólon íslandus, hann stendur þar j
bak við barinn fiest kvöld og hrokkið svart hárið I
á honum, aðlúðlegt viðmót og góðlátlegt bros
eru óneitanlega hluti af því sem gefur staðnum
lit og sjarma.
Alvaro segir að í upphafi hafi sér fundist kalt
á íslandi, náttúrlega í veðri en líka í hjörtum
eyjaskeggja. Svo hafi hlutirnir farið að breytast á
betri veg: „Ég held að fólk hafi farið að sjá að
það þyrfti að lifa með þessum manni. Það
hefur líklega áttað síg á því að það ætti ekki
annars úrkosta en að tala við mig."
Alvaro segist heldur ekki hafa yfir neinu að
kvarta á Fróni og er ekki á förum: „Hér hef ég
félagsskap, skemmtanalíf, góða unnustu og
vinnu - ég þarf ekki meira."
AUir mínir synir
og lengaaaoit
Þótt Þjóðleikhúsið sverji sig i ætt við aðrar
íslenskar stofnanir kemur fyrir að ný og ný
andlit sjáist þar i stórum rullum á fjölunum í
upphafi leikárs. í leikriti Arthurs Miller Allir
synir mínir, sem er að hefja göngu sína á
stóra sviðinu, fer Erla Ruth Harðardóttir
með eitt af stærri hlutverkunum. Hún er svo-
sem enginn nýgræðingur lengur, því hún
hefur leikið sæmilega veigamíkil hlutverk bæðí
á litla og stóra sviðinu. „í Madame Butterfly lék
ég til dæmis Rene, danska stúlku sem átti
vingott við aðalkallinn i leíkritinu,” segir hún.
I Allir synir mínir leikur Erla stúlku sem hafði
veríð trúlofuð yngri syni Joe Keller, en hans er
saknað úr stríðinu. Leikritið fjallar einmítt um
sögu Keller fjölskyldunnar og sálarkreppu sem
hún lendir í undír lok seinni heimstyrjaldar-
innar. Þetta er mikið drama og geysihagan-
lega skrifað, eins og vænta má þegar Arthur
Míller á í hlut.
Þetta er stærsta hlutverk Erlu hingað til á
ferlinum. „Það er mjög krefjandi og reynir á all-
an tilfinningaskalann," segir hún, Erla er 32
ára og lauk leíklistarnámi frá Guiidford School
ofActing and Dance í Bretlandi. Síðan þ'á eru
liðin sex ár og á þeim tíma hefur Erla meðal
annars leikið hjá Leikfélagi Akureyrar, leik-
hópnum Þíbylju og í Borgarleikhúsinu, en þar
kom hún fram í Ljósi heímsins sem var byggt
á sögu Halldórs Laxness og í Gleðispili eftir
Kjartan Ragnarsson Áður en hún fór til
náms starfaðí hún reyndar í Stúdentaleikhús-
inu og tók þár meðal annars þátt í þeirri marg-
umtöluðu sýningu Láttu ekki deigan síga
Guðmundur.
Eftir það sótti Erla tvívegís um að komast í
Leiklistarskólann hér heíma. ( bæði skiptin
komst hún f sextán manna úrtakshóp, en ekki
alla leið, Þá fór hún tíl Bretlands og lauk þar
þriggja ára námi. Henni sóttist það nám vel.
„Ég sótti um styrk úr sjóði sem er kenndur við
leikarann fræga, Michael Redgrave, og
fékk hann. Auk þess fékk ég tvenn verðlaun
frá skólanum, bæðí á öðru og þriðja ári. (
seinna skíptið fékk ég „the principle award for
acting", en það eru verðlaun sem eru veitt af
skólastjórn,"
Að námi loknu fékk Erla umboðsmann í
Bretlandi sem hvatti hana til að vera þar
áfram. Hún ákvað þó að fara heim á vit fjöl-
skyldunnar, en hún er gíft Jakobi
Þorsteinssyni flugvirkja og á með honum
sonínn Elfar Elí sem varð þriggja ára 23
október. Erla segir að þótt það sé heíllandi
tílhugsun að komast eínhvern tíma út að leika,
þá stefni hún ekki á það. „Hér vil ég vera sem
mest. Það eru góðir hlutir að gerast í
leikhúsinu á íslandi."
12
EINTAK NÓVEMBER