Eintak - 01.11.1993, Page 13

Eintak - 01.11.1993, Page 13
Þrátt fyrír að Ásthildur Helgadóttir sé ekkí nema sautján ára er hún í hópi sígursælli fþróttamanna á fslandi. Þrjú síðustu árin hefur hún verið í fótboltaliði sem að loknu íslandsmóti hefur hampað meistarabikar; í fyrra og hitteðfyrra spilaði hún með Breiðabliki í fyrstu deild kvennafótboltans, en f sumar varð hún íslandsmeistari með KR. Ekki nóg með það, í vor spilaði hún sinn fyrsta landsleik og var svo komin með fast sæti í landsliði í haust, I leikjum gegn Wales og Hollandi. Ásthildur er uppalin í Kópavogi og sækir þaðan skóla niður í miðbæ, í hið gamla lærdómssetur Menntaskólann í Reykjavík. Þar er hún í fjórða bekk stærðfræðideildar, enda býst hún frekar við að í framtíðinni leggi hún fyrir sig eitthvað sem tengist raungreinum. Og úr Kópavoginum fer hún líka á æfingar vestur á KR-völlinn í Frostaskjóli, þótt reyndar sé stutt hlé á fótboltaiðkunum nú í vetrarbyrjun, En það er til marks um alvöruna í kvennaboltanum að æfingar hefjast aftur strax í nóvember, en í janúar b'yrjar af fullum krafti undirbúningur undir næsta' fslandsmót. Á meðan segist Ásthildur leikaæér í handbolta, en yfirleitt hefur hún ekki mikinn tíma fyrír annað en fótboltann og skólann-. Ásthildur byrjaði að æfa fótbolta þegar hún var tiu ára, Hún leikur á miðjunni og segir að það henti sér betur að spila í sókn en vörn, sóknin sé enda miklu skemmtilegri. Það varð ekki margt ti! að gleðja hjörtu gamalla KR-inga nú í sumar, að minnsta kosti ekki í karlafótboltanum, en þá tóku Ásthildur og stöllur hennar til við að halda uppi merki Vesturbæjarstórveldisins. Þegar leið á sumarið fóru gamlir og harðnaðir KR-ingar’að mæta á kvennaleikí og varð þá ekki síst starsýnt á þessa hávöxnu Ijóshærðu stúiku: þessir vandfýsnu áhorfendur sáu ekkí betur en að í boltatækni og almennri leikni gæfi hún karlmönnunum lítið eftir. Hún virðist hafa fótboltann í bióðinu, hreyfir sig með tign og þokka eins og snillingar á borð við Ruud Gullit og hefur næma tilfinníngu fyrír samleik og hugkvæmum sendíngum. En hvað með framtíðina? Varla getur snjöll fótboltakona á íslandi látið sig dreyma um að komast í hálaunaða atvinnumennsku eins og karlpeningurinn? Sá tími er ekki ennþá kominn að kvennafótbolti sé svo mikils metinn. Ásthildur gerir sér heldur enga drauma um fótboltaframtíð meðal knattspyrnuþjóða • í Evrópu, en hins vegar hefur hún grun um að snjallar fótboltakonur geti komist á styrk f háskólum ( Bandaríkjunum og þannig sameinað hina göfugu íþrótt og alvarlegt háskólanám. Sem er alls ekki slæmt markmið. Ásthildur fótboltamær
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.