Eintak - 01.11.1993, Síða 13
Þrátt fyrír að Ásthildur Helgadóttir sé ekkí nema sautján ára er hún í hópi
sígursælli fþróttamanna á fslandi. Þrjú síðustu árin hefur hún verið í fótboltaliði
sem að loknu íslandsmóti hefur hampað meistarabikar; í fyrra og hitteðfyrra
spilaði hún með Breiðabliki í fyrstu deild kvennafótboltans, en f sumar varð hún
íslandsmeistari með KR. Ekki nóg með það, í vor spilaði hún sinn fyrsta
landsleik og var svo komin með fast sæti í landsliði í haust, I leikjum gegn Wales og
Hollandi.
Ásthildur er uppalin í Kópavogi og sækir þaðan skóla niður í miðbæ, í hið gamla
lærdómssetur Menntaskólann í Reykjavík. Þar er hún í fjórða bekk
stærðfræðideildar, enda býst hún frekar við að í framtíðinni leggi hún fyrir sig
eitthvað sem tengist raungreinum. Og úr Kópavoginum fer hún líka á æfingar
vestur á KR-völlinn í Frostaskjóli, þótt reyndar sé stutt hlé á fótboltaiðkunum nú í
vetrarbyrjun, En það er til marks um alvöruna í kvennaboltanum að æfingar hefjast
aftur strax í nóvember, en í janúar b'yrjar af fullum krafti undirbúningur undir næsta'
fslandsmót. Á meðan segist Ásthildur leikaæér í handbolta, en yfirleitt hefur hún ekki mikinn
tíma fyrír annað en fótboltann og skólann-.
Ásthildur byrjaði að æfa fótbolta þegar hún var tiu ára, Hún leikur á miðjunni og segir að það
henti sér betur að spila í sókn en vörn, sóknin sé enda miklu skemmtilegri. Það varð ekki margt ti!
að gleðja hjörtu gamalla KR-inga nú í sumar, að minnsta kosti ekki í karlafótboltanum, en þá tóku
Ásthildur og stöllur hennar til við að halda uppi merki Vesturbæjarstórveldisins. Þegar leið á sumarið
fóru gamlir og harðnaðir KR-ingar’að mæta á kvennaleikí og varð þá ekki síst starsýnt á þessa hávöxnu
Ijóshærðu stúiku: þessir vandfýsnu áhorfendur sáu ekkí betur en að í boltatækni og almennri leikni gæfi
hún karlmönnunum lítið eftir. Hún virðist hafa fótboltann í bióðinu, hreyfir sig með tign og þokka eins og
snillingar á borð við Ruud Gullit og hefur næma tilfinníngu fyrír samleik og hugkvæmum sendíngum.
En hvað með framtíðina? Varla getur snjöll fótboltakona á íslandi látið sig dreyma um að komast í
hálaunaða atvinnumennsku eins og karlpeningurinn? Sá tími er ekki ennþá kominn að kvennafótbolti sé
svo mikils metinn. Ásthildur gerir sér heldur enga drauma um fótboltaframtíð meðal knattspyrnuþjóða •
í Evrópu, en hins vegar hefur hún grun um að snjallar fótboltakonur geti komist á styrk f
háskólum ( Bandaríkjunum og þannig sameinað hina göfugu íþrótt og alvarlegt háskólanám.
Sem er alls ekki slæmt markmið.
Ásthildur fótboltamær