Eintak - 01.11.1993, Side 16

Eintak - 01.11.1993, Side 16
Röddín hennar Ellenar hefur verið allt í kringum okkur í ein fimmtán ár. Hún hefur hljómað úr óteljandi óskalagaþáttum, við þekkjum hana án þess að hugsa okkur um; kvenlega og seiðandi, dálítið við- kvæma - stundum næstum brothætta. Þessi rödd hefur verið hljóðrituð og sett á ótal plötur, hún hefur sungið með fleiri hljómsveitum en Ellen hefur tölu á. En hún segist alla tíð hafa verið gestur, á plötum og í hljómsveitum. Nú er hún í fyrsta skipti farin að gera eitthvað sjálf, segir hún. Það sem hún vill. Ellen er búin hóa saman mönnum í hljómsveit. Hún segir að það sé í fyrsta skiptí sem hún stofni hljómsveit upp á eigin spýtur. Sveitin heitir einfaldlega Kombó Ellenar Kristjánsdótttur. Með henni spila Eðvarð Lárusson gítarleikari, Þórður Högnason bassaleikari og Birgir Baldurson trommari. Allt vanir menn og hæfileikaríkir, Þau spila tónlist sem er svolítið á skjön við hið háværa rokk sem er víðast hvar, eða eins og Ellen orðar það: „Við erum svo pínulítil og lágvær.11 Músíkin ætti samt að kveikja í mörgum, ef ekki flestum, því þetta eru að dtjúgum hluta blíð og þægileg lög eftir tónmæringa á borð við Burt Bacharach. Og svo eru í bland lög sem hljómsveitin semur sjálf, og Ellen. Þau eru að prófa sig áfram með þessi lög; sumum er hent þegar hljómsveitin finnur að lögin eru kannski ekkert sérstaklega skemmtileg, sum slípast til og endurnýjast smátt og smátt þegar þau finna að þau geta bætt við og snurfusað. Kombóið hennar Ellenar er rétt að fara á stjá. Þau ætla að gefa út plötu, en varla fyrr en undir páska. Jólahasarinn má eiga sig. En Ellen er full af krafti og lætur sér ekki nægja að syngja með hljómsveitinni sinni. Hún hefur stofnað söngsveit í félagi við vinkonur sínar, Andreu Gylfadóttur og Berglindi Björk Jónas- dóttur, Þær klæða sig upp í tísku stríðsáranna og kalla sig Borgardætur; lög sem þær syngja enduróma Andrews-systur og árin þegar vatnsgreiddir liðsforingjar í gljáburstuðum skóm og stífpressuðum buxum svifu í dansi um sali Hótel Borgar með íslenskar draumadísir í fanginu. Það á að gefa út plötu sem kemur út bráðum; lögin eru útlend, en textarnir íslenskir. En hvernig var það? Var ekki búið að gefa einhvern ádrátt um að Ellen syngi inn á plötu með bróður sínum, honum KK? „Við vorum komin hálfa leið með að vinna hana," segir Ellen. „Svo áttaði ég mig á því að þetta yrði varla annað en KK-plata með minni rödd. Þá ákváðum við að bíða með þetta. Það er gaman að vinna með Kristjáni, en hann er bara að fást við allt aðra hluti en ég.“ Þú ert ekkert að flýta þéh? „Það væri gaman að geta skilað frá sér sólóplötu, sérstaklega núna þegar ég veit hvað ég vil“ Þú veist það þá núna? „Að mínnsta kosti veit ég nokkurn veginn hvað ég víl ekki eftir öll þessi ár"
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.