Eintak - 01.11.1993, Side 24

Eintak - 01.11.1993, Side 24
Hemmi Gunn er ekkert fífl... Sigurður Pálsson skáld ræðir hér við Hermann Gunnarsson, Hemma Gunn, manninn sem hefur haldið rúmlega hálfri þjóðinni víð skjáínn í tæp sjö ár Hann er á sjöunda ári. Þátturinn hans Hemma. Á tali. Sjöunda ári í beinni útsendingu. Virðist verða vinsælli með hverjum þætti. Þeim mun meira sem íslenska þjóðin fær af Hemma Gunn, þeim mun meira vill hún. Á fyrstu árunum var einstaka líffæri þjóðarlíkamans sem fúlsaði við honum. Núna æpir nánast hver einasta fruma hins íslenska þjóðarlíkama í kór á hálfsmánaðar fresti: Við viljum Hemma, við viljum Hemma. Sem betur fer held ég að þáttur sé ekki fíkniefni þó hann virðist vera vanabind- andi fyrir áðurnefndan þjóðarlíkama. En hann er örvandi eins og sterkt expresso-kaffi eða hressileg tjúttsyrpa. Er það ekki í góðu lagi? Dauðaskammtur af honum er óhugsandi. Mig minnir að undirtitill útvarpsþáttarins Þjóðarsálin sé: þjóðfundur í beinni útsendingu. Þáttur Hemma ætti þann titil skilinn ekki síður og kannski öllu fremur. Eða hvað? Skoðum þessa tvo þætti. Þjóðarsálin í útvarpinu gefur til kynna að íslenska þjóðin sé smámunasöm, lífsleið, þreytt, heimsk, árásargjörn, öfundsjúk, kvörtunarþyrst. Það sem verra er: það er engu líkara en þessir eiginleikar séu á sjúklegu stigi. Von um bata nánast engin. í þætti Hemma kemur fram hin hliðin á sömu þjóð: bjartsýn, glaðvær, gassafengin svo á köflum verður létt- leiki tilverunnar óbærilegur. Ég verð sí- fellt sannfærðari um þá skoðun mína að ómögulegt sé að skilja þessa þjóð án þess að líta á hana sem geðbrigðasjúka, maníó-depressíva á læknamáli. Það er tæplega nokkur hlutur í jafnvægi hér fremur en hjá geðbrigðasjúklingi. Birtan sveiflast til dæmis milli ólm- hugabirtu júnímánaðar og ar- mæðumyrkurs skammdegisins; efnahagskerfið er auðvitað geðbrigðasjúkt og sjálfsmynd þjóðarinnar líka. Eitt sönnunargagn af mörgum mögu- legum: það er sama þjóðin sem hittir sjálfa sig í Þjóðarsál og Á tali hjá Hemma. En hver er þessi Hermann bak við Hemma? Mig langaði til að skoða hann aðeins. Taka nokkrar svipmyndir af manninum sem fær athygli ótrúlega mikils hluta þjóðarinnar í bráðum sjö ár! Hlutfallstala áhorfenda er svo há samkvæmt könnunum að enn eitt höfðatöluheimsmetið er slegið. Svipmyndir. Nokkur orð. Fá kannski nokkrar myndir úr fortíðinni sem varpa hugsanlega Ijósi. Mosagrænt Sjónvarpshúsið Laugavegi 176. Ég spyr kon- una í símavörslunni hvar Hermann Gunnarsson haldi sig. Eitt augnablik ríkir spurning í andliti hennar. Hún ætlar að fara að spyrja í hvaða deild hann vinnur. Þá rofar til. Áttu við Hemma Gunn? segir hún og fer að hlæja. Hann er hérna á þriðju hæð. Þetta er lýsandi. Hemma þekkja allir og hann kallar fram bros. En í hvaða deild er þessi Hermann? Hann stendur á miðjum ganginum á þriðju hæð og bíður eftir mér. Lítur á glæsilegt úr sitt. - Hvar eigum við að spjalla saman? Við höfum ekki alltof mikinn tíma, segir hann. Hvað segirðu um kaffistofuna á efstu hæð. Það er rólegt þar núna. Svo byrja æfingar og undirbúningur niðri í stúdíói rétt bráðum. Við skeiðum af stað. Hann gengur hvatlega. Tekur stig- ann í nokkrum stökkum. Ég dregst aðeins aftur úr. íþróttamaður. Á leiðinni inn ganginn dettur mér í hug að til þess að botna í Hemma sé trúlega nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að hann nálgast veröldina eins og íþróttamaður. Hefur sterka Iíkamlega tilfmningu. Iþróttamaður á leið inn á leikvang. Alltaf á Ieið í kappleik. Finna fyrir trylltri nærveru 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.