Eintak - 01.11.1993, Page 28
einhver stærsti sigur í þeim efn-
um var þegar Margrét Indriða
og sjálfur Andrés Björnsson
útvarpsstjóri voru farin að hlusta
á laugardagssyrpurnar mínar.
Þegar útvarpslögunum var breytt og
nýjar stöðvar komu til sögunnar var ég
þátttakandi sem þáttagerðarmaður hjá
Bylgjunni. Helgarstuð með Hemma Gunn var á
tíma sem RÚV hafði aldrei nýtt sér sem skyldi að
mínu viti, það er að segja milli eitt og þrjú á
sunnudögum. Nú, ég var vel settur að því leyti að
ég var þrælvanur beinum útsendingum úr íþrótt-
unum og grundvallarbreytingin með nýju stöðv-
unum var hvað þáttur beinna útsendinga jókst.
Við erum alls ekki búin að vinna úr því enn.
I stuttu nráli sló þessi Bylgjuþáttur minn gjör-
samlega öll met sem mæld hafa verið í hljóðvarpi.
En sjónvarp hafði aldrei höfðað til mín. Ég
hafði að vísu verið kynnir í sjónvarpi 1980 en ekk-
ert mikið meira en það. Stór hluti af áhugaleysi
mínu á sjónvarpi kom held ég til afþví að það var
nánast ekkert í beinni útsendingu.
En svo gerðist það fyrir sjö árum að Hrafn
Gunnlaugsson hafði samband við mig og
við spjölluðum mikið saman. Hann vildi
absólút fá mig til samstarfs hér í Sjón-
varpinu; var þá dagskrárstjóri. Ég
vildi beinar útsendingar og hann
reyndar líka. Ég var þá um sumarið
að fara til starfa sem fararstjóri á
Spáni og tók hugmyndina að
þættinum með mér þangað. Um
haustið byrjaði ég svo.
- Og ert hér enn.
— Og er hér enn. Og það verð
ég að segja að fyrir utan þau
Sigurð Sigurðsson og Margréti
Indriðadóttur hef ég lært mikið af
Hrafni Gunnlaugssyni í sambandi
við fjölmiðla. Mér fannst mjög gott
að fara af stað með þáttinn í sam-
ráði við hann. Hann gaf mér alveg
grænt Ijós og bað mig blessaðan að
hafa engar áhyggjur af yfirmönnum og
útvarpsráði og öllu þessu, hann myndi
verja mig á hverju sem gengi. Við fórum í
gang með þáttinn með það í huga að hætta ef
þetta gengi bara alls ekki. Vissulega hefur þáttur-
inn breyst mikið og þróast í öll þessi ár, þó það
nú væri. Ég held við höfum lært oft af mistökum,
ég vona það að minnsta kosti, ég vona líka að mér
hafi tekist að ná betra valdi á þessu. Þá má alls
ekki gleyma Agli Eðvarðssyni sem auk þess að
vera vinur minn hefur kennt mér hvað sjónvarp
gengur út á.
f upphafi var svolítið erfitt að það var svo lítið
hægt að leita með aðstoð og ráðleggingar. Það
hafði ekkert svona verið reynt hér fyrr. Auðvitað
eru til ýmsir hiutir erlendis sem maður hefur haft
til viðmiðunar en við ætluðum aldrei að líkja eftir
einhverjum breskum eða bandarískum þáttum.
Þannig að framan af hlupum við á veggi og gerð-
um milljón mistök. Svo hafa tveir upptökustjórar
verið í þættinum, fyrst Björn Emílsson og núna
Egill Eðvarðsson. Þeir
eru báðir mjög hæfíleika-
ríkir, mjög svo, en afar
ólíkir og það hefur líka
haft sín áhrif á breytingar
á þættinum. En það er
ekkert föndur að vera á
hálfsmánaðar fresti með
rúmlega klukkutíma
beina útsendingu á
jafnviðamiklu efni
og þessum þætti.
Þetta myndi aldrei
hafast nema vegna þessa frábæra fólks sem
hérna starfar. Margir hafa verið hér lengi og
vinna alltaf jafnvel. Algjörir gullmolar eins
og sviðsstjórarnir okkar, Helga Pálma-
dóttir og Guðmundur Guðjónsson. Ég
gæti nefnt ótalmarga fleiri en nefni þau
vegna þess að í þætti í beinni útsend-
ingu er lífsspursmál að hafa sviðsstjóra
sem halda ró sinni og skila þátttakendum róleg-
um í hendurnar á manni. Nógu stressað er nú
blessað fólkið samt!
- Þú hefur aldrei farið á taugum sjálfur í miðj-
um hasarnum og fengið blakkát?
- Ekki alveg. En ég hef auðvitað gleymt nöfn-
um og ruglað svoleiðis hlutum fram og til baka.
En það sem ég þjálfaðist að gera í íþróttalýsing-
unurn í útvarpinu situr enn í mér. Maður hélt
alltaf áfram með lýsinguna þótt maður sæi ekki
Ljósmyndir Bonni
Trúðsbúningur Búningaleigan Spor í rétta átt
neitt hvað var að gerast og þjálfaðist líka að grípa
í alls konar varaskeifur og innskot meðan maður
var að fá atburðarásina á hreint.
En það hafa komið alls konar hlutir upp á. Þó
það nú væri. Áttatíu þættir í beinni útsendingu!
Tæki hafa til dæmis bilað á óþægilegum augna-
blikum, sérstaklega hljóðið. Það er rosalega við-
kvæmt mál og viðamikið vegna þess að við leggj-
um áherslu á live-flutning á tónlist. Bara það
atriði er tæknilega óhemju flókið svo vel fari.
- Manstu sérstaklega eftir einhverjum slíkum
uppákomum?
- Nei, ég reyni auðvitað að gleyma þeim.
Mér er þó minnisstætt þegar grænlensk
hljómsveit kom fram og spilaði lengi vel
alveg yndislega hljóðlaust, nánast á
táknmáli.
Ég á auðvitað óteljandi svona minningar
úr áttatíu þáttum.
- Hvaða augnablik hefur verið einna
óþægilegast?
- Ég held það sé þegar ég var með Ingi-
mar heitinn Eydal sem aðalviðmælanda.
Hann fékk niðurstöðu úr krabbameinsrann-
sóknum rétt fyrir beina útsendingu. Við
töluðum saman voða hressir í þessum skelfilega
skugga dauðans. Þannig er þetta oft...
Einu sinni fékk ég tvo hunda til að leika listir
sínar; ég held það hafi verið fyrsta árið, og þetta
voru ansi miklir hundar, nánast eins og kálfar.
Þeir áttu að kunna allt þessir hundar. Nema þeg-
ar komið var í beina útsendingu þá kunnu þeir
ekki neitt. Hundatemjarinn reif þá í annan
svolítið pirraður og hundurinn brást ókvæða við
og leit svo á að ég væri vondi kallinn. Það hefði
verið í lagi nema ef bróðir hans
hefði ekki verið sama sinnis.
Ég held ég hafi sjaldan verið
nær fáránsdauða en með
þessa tvo trylltu hunda í fang-
inu á mér. Eftir þessa uppákomu
hélt þátturinn áfram en við vorum
öll í þvílíku taugalosti að tímaskyn-
ið var farið. Við héldum bara
áfram og áfram. Ég held við höf-
um lokið þættinum um mið-
nætti.
Nú þarf Hemmi víst
að vera kominn fyrir
nokkru niður í stúdíó. Við erum farnir
að vekja athygli á kaffistofunni á efstu
hæðinni vegna þess að ég hlæ tryll-
ingslega eins og Hemmi Gunn í
þáttunum meðan Hemmi segir
mér sögurnar af Hemma Gunn
og haggast ekki.
Við göngum inn í upptöku-
salinn.
- Þetta verður skrautlegt í
kvöld, segir Hemmi.
- Nú af hverju?
- Núna er leikmyndin úr
Dagsljós-þættinum í stúdíóinu
og þeir hafa svona tíu mínútur
snillingarnir að koma leik-
myndinni í mínum þætti fyrir
með bekkjum fyrir sjötíu áttatíu
manns fyrir jafnmarga stuðbolta úr
Keflavík sem verða hérna í kvöld.
Þarna í upptökusalnum geri ég mér
grein fyrir að þetta viðtal verður ekki
lengra vegna þess að nú talar Hermann við
fimm manns í einu. Allt fer samt fram undar-
lega fumlaust. Það stendur til að æfa dansatriði
fyrir kvöldið með nokkrum pörum úr Dansskóla
Jóns Péturs og Köru á aldrinum tíu til fimmtán
ára. Helga sviðsstjóri gengur um með labb-rabb-
tæki og talar næstum stöðugt í það. Uppi í rjáfri
sitja tveir ljósamenn með eltikastara. Tíu pör
dansara gera sig klár. Hljómsveit Viljhjálms gít-
arleikara Guðjóns með Magnús og Finnboga
Kjartanssyni innanborðs og síðast en ekki síst
Rúnar Georgs saxófónleikara gerir klárt. Þeir ætla
að taka hið sígilda lag Tequila.
Hemmi kemur til mín og afsakar að hann geti
ekki talað mikið lengur við mig.
- Hustaðu á Rúnar, maður, hvíslar hann svo
allt í einu. Hann er einn af þessum snillingum
okkar. Það þarf ekkert að minnast á heimsmæli-
kvarða í sambandi við hann.
- Ekki ffekar en í sambandi við þig, segi ég.
Hann heyrir það ekki. Hljómsveitin er
byrjuð á Tequila. Dansararnir streyma hálf-
naktir inn á sviðið. Helga sviðsstjóri talar
ekki lengur í tækið. Rúnar spilar. Dansinn
heldur áfram...
Sigurður Pálsson erskáld ogkvikmynda-
gerðamaður. íjólabókaflóðinu verða tvœr
bœkur frá honum; Ijóðabók ogþýðing.
Sigurður er tilnefndur af íslands hálfu til
bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár.
28
EINTAK NÖVEMBER