Eintak


Eintak - 01.11.1993, Qupperneq 38

Eintak - 01.11.1993, Qupperneq 38
1967 Appelsínustríðið með stofnun matvönudeildar í kjöl- farið. Lilja Sigurlína Pálmadóttir fædd 10. desember. 1969 Pálmi stofnar Loðskinn hf. á Sauðárkróki og á tæpa 3/4 hlutabréfa. 1970 Miklatorgsverslunin flyst í Skeifuna 15. 1973 Pálmi tekur þátt í endurskipulagningu Kaupfélags- ins Hafnar á Selfossi, sem verður Höfn hf., síðar Höfn-Þríhyrningur hf. 1974 Helmingur jarðhæðar Kjörgarðs tekinn á leigu. Sykurstríðíð. Fullur sigur. 1976 Allsherjar endurskipulagning hefst undir handleiðslu Stanley Carter. Rekstur hefst á kjúklingabúi að Skeggjastöðum í Mosfellssveit, lýkur 1978. 1980 Stórmarkaður opnaður á Akureyri, Hagkaup breytt um sumarið úr einkafyrirtæki Pálma í hlutafélag. 1981 Ikea-deildin opnuð í Skeifunni 15. Bóksölustríðið í desember. Hálfur sigur. 1983 Jógurtstríðið hefst í maí. Sigur í júní. Samvinna um sumarið við franskt flugfélag um leiguflug milli Reykjavíkur og Parísar. Stríðið um opnunartíma hefst í október. Sigur 17. nóvember. Stórmarkaður opnaður í Njarðvík í júlí. 1984 Gleraugnastríðið hefst um vorið. Lagalegur ósigur, en nýsett lög óvirk. Kartöflustríðið hefst um sumarið. Fullur sigur, Bygging Kringlunnar hefst. 1985 Miklatorg sf. stofnað í kringum rekstur Ikea. 1986 Ikea-búðin í Húsi verslunarinnar opnuð í ágúst. Jari sf. stofnað af Hagkaup, Vífilfelli og Skúla Þor- valdssyni á Holtinu. 1987 Opnun Kringlunnar í ágúst. 1988 Hagkaup kaupir í janúar spildu í Smárahvamms- landi ásamt Byko. 1989 Þróun og ráðgjöf hf., síðar Þor hf., stofnað í júní af Hagkaup ásamf Hagvirk. og Ragnari Atla Guð- mundssyni. 1990 Þórsbrunnur hf. stofnað í desember af Hagkaup, Vífilfelli og Vatnsveitu Reykjavíkur. 1991 Eignarhaldsfélagið Hof sf. stofnað í nóvember og er alfarið í eigu fjölskyldunnar. Þyrping hf. stofnað í desember af Hagkaupsfjöl- skyldunni sem eignarhalds- og fasteignafélag. Pálmi Jónsson deyr. 1992 Jörðin Skeggjastaðir seld. Álfheimar hf. stofnað í júlí utan um verslunina Kosta Boda. Hof kaupir óvænt helminginn í Bónus í ágúst. 1993 Þarfaþing hf. stofnað í janúar utan um viðhalds- þjónustu og aðra verktakastarfsemi. Futura hf. stofnað í janúar utan um Dómínós-pizzur. Hagkaup á þriðjung á móti Skula Þorvaldssyni og Sigurjóni Sighvatssyni. Baugur sf. stofnað í mars utan um innkaup og dreifingu Hagkaups og Bónus. Hagkaup/Hof leigir húsnæði Miklagarðs. JÓN ÁSBERGSSON Frændinn sem hætti og réð sig til Útflutings- ráðs. lögðum hrúgum, en nú var farið að raða þeim skipulega í hillur, um leið og vöruúrval jókst og þjónustan hatnaði. A næstu árum var meðal annars gerð tilraun með rekstur kjúklingabús að Skeggjastöðum í Mosfellssveit, en það entist aðeins í þrjú ár. Árið 1980 gerist það að stofnað var sérstakt hlutafélag fjölskyldunnar utan unt fyrirtækið, sem fram að þeirn tíma var einkafyrirtæki Pálma. Um leið hætti Pálmi að vera skattakóngur Reykjavíkur, en það hafði hann verið nokkur ár á undan. Sama ár opnaði Hagkaup svo stórmarkað á Akureyri og þar með nýja víglínu í samkeppn- inni við SÍS-risann. Hið nýja hlutafélag hélt áfram að bæta við sig og 1981 hófst innflutningur og sala á Ikea- húsgögnum, sem strax varð mikil- vægur hlekkur í keðjunni. 1983 var opnaður stór- markaður í Njarðvík og um sama leyti var að hefjast fyrir alvöru undirbúningurinn undir stærsta stökkið af mörgum stórum; byggingu Kringlunnar. Kringlan er sá biti sem komst næst því að standa í Hagkaupsmönnum og sveimuðu gróu- sögur urn allan bæ þess efnis að byggingin yrði um leið minnismerki um rangar fjárfestingar og Iegsteinn yfir moldum fyrirtækisins. En eftir að Albert Guðmundsson, þáverandi fjármálaráð- herra, gaf grænt ljós á opnun áfengisútsölu ÁTVR og Birkir Baldvinsson, flugrekandi í Luxemborg, fjárfesti í einingum í húsinu fór boltinn að rúlla. Eða eins og einn af forystu- mönnum Hagkaups orðaði það: „Peningamenn- irnir í bænum vildu ekki sýnast minni menn en Birkir." SAMNINGAÞREF UM KAUP Á HOLTAGÖRÐUM Áður en byggingunni lauk var sameignarfé- lagið Miklatorg stofnað utan um Ikea-umboðið og verslun opnuð í Kringlunni 7. Það er einnig til marks um útþenslustefnu þessara ára að í janúar 1988 keypti Hagkaup ásamt Byko 11,7 hektara af landi Smárahvamms í Kópavogi, en SÍS hafði haft augastað á sama landi. Ekkert hefur þó orðið af uppbyggingu á því svæði, þótt afborganir kaupverðsins, um 77 milljónir að núvirði, hafi verið greiddar. Ætlunin var að reisa þar húsnæði undir Ikea-verslunina, en nýlega var gengið frá samningum milli Landsbanka og Hofs unt leigu á Holtagörðum, sem áður hýstu Miklagarð. Kaup á húsnæðinu komu til tals, en mikið bar á milli. ÓSKARMAGNÚSSON Honum er ætlað að vera andlit Hagkaups á sama hátt og Jón. Samkvæmt heimildum höfunda mun bank- inn hafa viljað fá sem næst því verði sem hann greiddi þrotabúinu fyrir, um 60 þúsund krónur á fermetra, en Hagkaupsmenn töldu það verð ríf- lega tvöfalt of hátt. Nú mun vera farið að gæta talsverðrar óþolin- mæði hjá stjórnendum Kópavogskaupstaðar vegna tafa á framkvæmdum á Smárahvamms- landi, og hafa Kópavogsmenn haft á orði að tími sé koniinn til að grípa til ráðstafana. Spurning er hins vegar hvort Kópavogskaupstaður hefur fjár- hagslegt bolmagn til að kaupa landið aftur. Næsta stóra ákvörðunin innan herbúða Hag- kaups var að taka þátt í stofnun Þórsbrunns með Vífilfelli og Vatnsveitu Reykjavíkur árið 1990. Það fyrirtæki hefur síðan reynt að hasla sér völl í Bandaríkjunum. Eftir tveggja ára tap er það nú rekið réttu megin við núllið og er í þeirri aðstöðu að geta staðið undir 50 milljóna króna auglýs- ingaherferð vestra. Pálmi Jónsson dó 1991 og síðan hefur staðið yfir hin mikla uppstokkun fyrirtækisins sem minnst var á í upphafi greinarinnar. KEPPINAUTARNIR TÝNA TÖLUNNI Fyrir utan þá uppstokkun hefur einkurn tvennt gerst sem hefur gerbreytt stöðu Hag- kaups. Annars vegar keypti fjárfestingafélag Hag- kaups, Þor, helmingshlut í skæðasta keppinautn- um, Bónusi, fýrirtæki sem á örskömmum tíma var komið með veltu upp á 3 milljarða. Þessi kaup voru og eru mjög umdeild og komu fram miklar efasemdir unt réttmæti þeirra út frá sam- keppnissjónarmiðum. Dalaði Hagkaup nokkuð á listanum yfir vinsælustu fyrirtæki landsins í kjöl- farið. Ekki munaði minna um þegar Mikligarður fór á hausinn síðastliðið suntar og hvarf þá af yf- irborði jarðar stærsti keppinauturinn - og enn dró úr samkeppninni. Telja menn að markaðs- hlutdeild samsteypunnar í matvöru á höfuðborg- arsvæðinu sé núorðið hið minnsta tæplega 40 prósent, en ýmsir viðmælendur nefndu tölu upp á um eða yfir helming. Rétt er síðan að bæta við stofnun innkaupa- og dreifingarfyrirtækisins Baugs í Garðabæ, sem þjónar bæði Hagkaupi og Bónus, og stofnun Fut- ura hf. (Dómínós-pizza) ásamt Skúla Þorvalds- syni á Holtinu og Sigurjóni Sighvatssyni, sem markar innreið Hagkaups inn á skyndibitamark- aðinn. 38 EINTAK NÖVEMBER
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.