Eintak - 01.11.1993, Side 48

Eintak - 01.11.1993, Side 48
Egill Helgason skrifar um Guðjón Þorðarson, knattspyrnuþjálfarann sem í sumar stýrði glæsilegasta féiagsliðí í fótboltasögu íslands, en söðlaði svo um og tók að sér erfiðasta verkefni í íslenskri knattspyrnu - að reyna-að gera KR að íslandsmeisturum. Af hverju? Af því þetta er metnaðarfullur maður sem þolir ekki kyrrstöðu. Það rifjast upp fyrir mér augnablik stundar- korni fyrir leik KR og í A vestur á KR-velli í sum- ar. Skagamenn standa þétt í hóp úti á vellinum, leikmennirnir sparka bolta sín á milli. Það er kátína yfir liðinu, piltarnir virðast öldungis afslappaðir fyrir átökin; þeir eru að hita upp, en það er líka eins og þeir séu að leika sér. Maður skynjar einhvern andblæ samkenndar og vin- áttu. Inni í hópnum stendur þjálfarinn, Guðjón Þórðarson, glaðbeittur og brosandi; hann virð- ist allt í senn félagi þeirra, leiðbeinandi og meistari. Hinu megin á vellinum gaufast KR- ingar með bolta hver í sínu horni, það er varla að maður sjái þá tala saman, hvað þá brosa. Tékkneski þjálfarinn er eitthvað að rjátla sér í kringum varamannabekkinn. í þessari andrá vissi ég að KR-ingar myndu tapa leiknum, þeir áttu enga von. Leikurinn byrjar. Framan af er hann í járnum. Svo, í byrjun síðari hálfleiks, skora Skagamenn þrjú mörk á tveimur mínútum, hvert öðru snjall- ara. Eftir þetta áfall var allur vindur úr KR-liðinu, þetta voru í raun endalok keppnistímabilsins vestur í bæ. Auðvitað töpuðu þeir. Og þeir héldu áfram að tapa, líka fyrir miðlungsliðum og botn- liðum; leikmennirnir gerðu ekki mikið meira en að mæta á réttum tíma í kappleiki, annars leystist allt upp í vonleysi og deyfð. Skagamenn héldu hins vegar áfram á sigurbrautinni og náðu glæsi- legasta árangri í sögu íslensks félagsliðs; unnu Is- landsmeistaratitil og settu í leiðinni markamet í fyrstu deild, urðu bikarmeistarar, komust í aðra umferð í Evrópukeppni meistaraliða og unnu þar sigur á Feyenoord, einhverju frægasta og besta félagsliði í Evrópu. Eftir þetta sumar er Guðjón Þórðarsson orð- inn þjóðsagnapersóna. Vænlegur kandídat í að hljóta sæmdarheitið maður ársins. Á þessurn dauflegu krepputímum hefur hann eiginleika sem manni finnst núorðið vera farið að sneiðast um í fari íslendinga; að því er virðist óbilandi sjálfstraust og metnað. Þetta er maður sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Og sjálfstraustið smitar út frá sér. Hjá Skagamönnum bilaði það aldrei í allt sumar, nema kannski þegar þeir voru komnir á risavaxið leiksvið á knattspyrnuvelli Feyenoord úti í Hollandi, þar var við ofurefli að etja; annars sá maður ekki að þessir piltar efuðust nokkurn tíma um það sem þeir voru að gera. Og bæjarfélagið, knattspyrnubæinn Akranes, fylgdi í humátt á eftir. Það er sagt, bæði í gamni og alvöru, að Guðjón hafi sjálfstraust sem dugi heilu byggðarlagi; hann hafi slíka ofgnótt af því að í sumar hafi hann fært Akurnesingum sjálfstraust- ið sem þeir voru að tapa á erfiðu samdráttarskeiði í sögu bæjarins. Menn hafa á orði að bjartsýni og sjálfsöryggi bæjarbúa hafi vaxið með hverjum sigri lA - og atvinnuástandið batnað í leiðinni. En nú hefur Guðjón söðlað yflr og er genginn í KR. Akurnesingar sitja eftir með sárt ennið og telja sig hafa verið illa sviknir, að minnsta kosti þeir sem telja fótbolta upphaf og endi tilverunn- ar. KR-ingar spyrja sig hins vegar hvort hér sé loks kominn maður sem geti dugað þeim og skil- að langþráðum bikar, eða hvort þetta sé enn ein patentiausnin sem reynist svo tóm della og verð- ur mótherjum efniviður í nýjar gamansögur um vandræðaganginn í Vesturbænum. Hvernig sem litið er á málið er Guðjón undir miklu álagi. Guðjón Þórðarson er svosem enginn nýgræð- ingur í fótboltanum og ekki óvanur því að vinna glæsta sigra. Hann var árum saman leik- maður með meistaraflokki Skagaliðsins og marg- oft íslandsmeistari. Hann spilaði alla tíð í vörn og þótti með fádæmum harður af sér og mikill bar- áttumaður, en kannski ekkert sérstaklega leikinn eða fimur með knöttinn. Hann var harður nagli, eins og það heitir á fótboltamáli. Sjálfur segist Guðjón hafa alist upp á tíma þegar þjálfun var ekki mikið alvörumál, þótt vitaskuld hafi menn getað sótt í hina ríkulegu knattspyrnuhefð á Akranesi. „Ég varð mér aldrei úti um þennan grunn sem strákarnir fá núna. Bæði árin sem ég var í þriðja flokki var ég á sjó, þótt ég hafi reyndar komið í land annað slagið og spilað fótbolta. Nú er þriðji flokkur einn mikilvægasti vettvangurinn fyrir knattspyrnumenn ef þeir ætla sér að ná langt. Ég þurfti semsagt að hafa mikið fyrir hlutunum, Það er sagt, bæði í gamni og alvöru, að Guðjón hafi sjálfstraust sem dugi heilu byggðarlagi; hann hafi slíka ofgnótt af því að í sumar hafi hann fært Akurnesingum sjálfstraustið sem þeir voru að tapa. þetta var alltaf erfitt, og ég er viss um að þetta mótlæti var að ýmsu leyti hollt. Ég gerði mér full- komlega grein fyrir takmörkunum mínum sem leikmaður og vissi hvað ég hafði ekki og gat ekki. Ég heid að þetta hafi að ýmsu leyti orðið mér til skilningsauka og þannig komið mér að góðum notum í þjálfarastarfmu.“ Þeir sem hafa minnstu snoðrænu um knatt- spyrnu ættu að vera farnir að kannast við svipinn á Guðjóni þegar hann fylgist með leikmönnum sínum í keppni; einbeitingin er algjör, hann kipr- ar saman augun sem eru dökk og sterk, stundum virðist hann úr hófi áhyggjufullur, stundum kankvís, - kannski af því honum finnst þetta svo skemmtileg íþrótt, - en svo er skorað mark og þá kemur fram sigurvímusvipur sem er orðinn kunnuglegur af myndum; augun leiftra og kiprast ennþá meira saman, brosið eins og brýst fram á andlitið. Þeir sem muna dálítið aftur í tímann þekkja þessi svipbrigði frá því Guðjón var sjálfur Ieikmaður. Kannski heitir það ekki síður að vera glaðbeittur en einbeittur. Samt er líka eitthvað hörkulegt í fasi hans; maður myndi ekki vilja abbast upp á þennan mann. Því kemur það varla á óvart að heyra að metn- aður sé einn ríkasti eiginleikinn í fari hans. Gam- all Skagamaður sagði í samtali við mig að hann væri baráttuhundur og svo metnaðargjarn að ýmsum fyndist það jafnvel taka út yfir allan þjófabálk. Sjálfur er Guðjón heldur ekkert að draga dul á að hann álíti metnað góðan og já- kvæðan eðliskost: „Ég er ekki í þessu öðruvísi en til að ná árangri. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir sig- urinn mestu máli. Mér finnst fráleitt að vera í starfi til þess eins að sitja einhvers staðar; maður fer til að ná árangri eða þá að minnsta kosti til að gera sitt besta. Það er ekkert gaman að hugsa alltaf „you win sorne, you loose somé', eins og sagt er - ég er ekki sú týpa.“ Sigur. Hann skiptir mestu máli. Auðvitað. Hvað annað? Og Guðjón ætti svosem að kannast við þá tilfinningu. En eitt er að gera stór- lið sem inniheldur meginspámenn eins og Sigurð Jónsson Ólaf Þórðarson og Harald Ingólfsson að meisturum; annað að taka að sér miðlungslið eins og KA og færa Islandsmeistara- titil í fyrsta sinn norður á Akureyri. Fyrir þá sem fylgjast með fótbolta er það nánast kraftaverk. Akureyrarliðið reyndist heldur ekki burðugra en svo að fáum árum eftir að Guðjón fór þaðan féll það ofan í aðra deild. Það var þarna fyrir norðan að menn sáu að korninn var fram knattspyrnu- þjálfari sem þyríti að reikna með. „Við vorum kannski ekki flinkustu og bestu knattspyrnumenn landsins," segir Guðjón. „En við vorum mjög samstiga og góð samheldni milli mín, stjórnarinnar og liðsins. Það tókst að ná upp sjálfstrausti, að fá leiknrennina til að trúa á sjálfa sig, sem skiptir auðvitað höfuðmáli. En samt höfðu menn efasemdir um að þetta væri hægt; þegar ég kom fyrst til Akureyrar hafði enginn trú á að við gætum náð Evrópusæti. Sumarið eftir vorum við svo hársbreidd frá því. Evrópusætið var svo markmiðið næsta sumar, en þá duttum við óvænt í það að vinna mótið. Það hafðist með mjög skipulögðum leik. Við spiluðum sterka vörn, sóttum svo hratt fram og tókst að klára sóknirnar, en auðvitað tókum við ekki völdin í leikjum eins og lA-liðið. Þetta var gerólíkt dæmi. Við vorum að vinna tiltölulega jafna leiki í jafnri deild þar sem öll liðin sigruðu og töpuðu á víxl. Ef ég man rétt gerðum við 29 mörk og fengum á okkur 16 og unnum mótið með 34 stigum. Það þykir ekki mikið.“ Þetta var 1989. Þremur árum síðar er Guðjón kominn aftur heim á Skaga og verður Islands- meistari, nú með lið sem hafði komið upp úr annarri deild sumarið áður. Það hafði heldur ekki gerst áður í íslenskri fótboltasögu. Var hægt að stefna hærra? Jú, á nýjan Islandsmeistaratitil, bik- armeistaratitil, Evrópukeppni, að leyfa sér helst ekki þann munað að tapa leik, skemmtilegri fót- bolta, fleiri mörk. Allt þetta gekk eftir. Marka- metið í fyrstu deild var slegið þannig að það verð- ur varla leikið eftir í bráð. En umfram allt var þetta glatt og skemmtilegt, bæði fyrir strákana í liðinu og áhorfendur sem gátu ekki annað en hrifist með. Líka þeir sem finnst út í hött að halda með Skaganum. M- IA-liðið 1993 var auðsjáanlega betra en liðið 1992. Það breytti engu þótt skrautfjaðrirnar hefðu verið reyttar úr framlínunni, tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir. Guðjón fann bara nýja menn sem reyndust ennþá betur, son sinn Þórð og Serbann Mikhailo Bibercic. Allt einhvern veginn smellpassaði, alveg frá fyrsta leik, og eftir það var aldrei spurning hvernig mót- ið færi. Af áhorfendapöllunum séð var eins og liðið væri gætt einhverjum töframætti; þetta var 48 EINTAK NÖVEMBER
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.