Eintak - 01.11.1993, Page 55

Eintak - 01.11.1993, Page 55
Naumur hægrisigur! 53 þingmenn úr einmenningskjördæmum Kosningakerfi með einmennings- kjördæmum hefur bæði kosti og galla, eins og sjá má á þessum ímynduðu kosningum, - en ekki er hægt að mótmæla því að einmenn- ingskjörið er dramatískasta kosn- ingaformið. Til gagns og gamans birtist hér afrakstur af hugarflugi á ritstjórn Eintaks í tengslum við grein Marðar Árnasonar. Gert er ráð fyrir talsverðri fækkun þingmanna og um það bil 5000 kjósendum í hverju kjördæmi. Út úr því komu 52 kjör- dæmi (33 í Reykjavík og Reykjanesi) og var þá bætt við einu fyrir íslend- inga erlendis til að fá oddatölu í þinginu. Skiptingin gefur þokkalega hugmynd um hvernig einmennings- kjördæmi á íslandi gætu litið út anno 1993. Um frambjóðendur og úrslit er aftur á móti best að segja sem minnst, enda mundi nýtt kerfi nær sjálfkrafa leiða til verulegrar upp- stokkunar í flokkaskipan og fram- boðsmálum. Til þæginda er hér reiknað með því að í stórum dráttum myndist tvær blokkir, núverandi Sjálfstæðisflokkur og einhvers konar bandalag eða bræðingur annarra núverandi flokka, „félagshyggju-“ eða „vinstri“-flokka. Helstu forystu- menn flyttu sig sennilega í væn- legustu sætin án verulegs tillits til búsetu, en annars staðar yrðu grimm slagsmál milli frambjóðenda frá blokkunum tveimur. Reyndar verða mörg Ijón í veginum þegar reynt er að skipta íslenskri pólitík upp í svona blokkir. Stundum virðast „mjúkustu" Sjálfstæðismenn lengra til vinstri en ýmsir andstæðingar þeirra, og ekki síður má spyrja hvað til dæmis Jón Baldvin og Páll á Höllustöðum eiga sameiginlegt. „Úrslitin“ í þessum ímynduðu kosningum urðu naumur meirihluti „hægri“-blokkarinnar, 28 gegn 25, og munar þá aðeins tveimur kjördæm- um. Hér er miðað við stöðu mála í dag, fylgi flokkanna eins og það var í síðustu kosningum; annars vegar Sjálfstæðisflokks og hins vegar Alþýðuflokks, Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og Kvennalista. Eins og títt er í löndum þar sem er einmenningskjördæmisfyrirkomulag yrði þessi ímyndaði kosningasigur hægri manna ekki unninn með meirihluta atkvæða á landsvísu; það sem myndi skipta sköpum er sterk staða Sjálfstæðisflokks í Reykjavík þar sem hann vinnur sigur í flestum kjördæmum. heild varð að einum flókabendli. Fyrri skipan frá 1959 var þó í meginatriðum nógu einföld til að hver reikningsglöggur maður gæti reiknað úrslit- in sjálfur, þótt skipting landskjörinna þingmanna milli kjördæma væri ekki alveg einföld. Núver- andi kerfi er hins vegar öllum þorra kjósenda lok- uð bók, og jafnvel reikningshausar þurfa sérstakt forrit í tölvu. Sá byr sem hugmyndir um breytt kosningafyrirkomulag njóta nú á sér þó fjölþætt- ari aðdraganda en vitleysisganginn við málamiðl- anirnar 1983. Þar er meðal annars til að taka að pólitísk undiraida á suðvesturhorninu hefur þyngst verulega þennan áratug. REYKVÍKINGAR LOSNA VIÐ PÓLITÍSKA MINNIMÁTTARKENND Áður fyrr voru íbúar á höfuðborgarsvæðinu oftlega reiðubúnir að játast undir rök sem á ýms- an hátt réttlættu umframvöld landsbyggðar- manna. Sjálfsmynd Reykvíkinga og nærsveitunga þeirra hefur aldrei verið sérlega skýr, og ákveðnar aðstæður valdið því að þessi íbúahópur - sent nú er orðinn meirihluti íslendinga - hefur þjáðst af eins konar pólitískri minnimáttarkennd. Orsakirnar eru að minnsta kosti tvær. Önnur er ætterni. Fyrst nú á dögum er komin til áhrifa heil kynslóð af hreinræktuðum höfuðborgarbú- um, börnum þeirra sem fluttu suður kringum stríðið og ætluðu alltaf aftur heim. Hin orsökin felst í vinsældum íslensku framleiðsluhyggjunn- ar, þjóðlegum þriðjaheims-popúlisma sem allir íslenskir flokkar hafa boðað og gengur í stuttu máli út á að enginn sé túskildingsvirði nema hægt sé að telja fram í beinhörðum þann gjaldeyri sem hann hafi skapað þjóðinni síðasta vinnudaginn. Samkvæmt þessari þráhyggju er höfuðborgarfólk í viðskiptum, menntalífi og þjónustu lítils vert - sama hversu þarfar þessar greinar kunna að vera fyrir framleiðslu og gjaldeyrissköpun. Kannski eru íslendingar líka að verða lausir við þá ósjálf- ráðu tilflnningu að fólk sem búi á stóru land- flæmi sé eitthvað markverða en fólk sem býr í hundrað fermetra íbúð, og hljóti því að eiga að hafa meira að segja um landsmálin. Nú eru aðrir tímar. Þeir hafa breytt þessari mynd og aukið pólitískt sjálfstraust á höfuðborg- arsvæðinu. Þar hjálpar líka til að byggðastefna undanfarinna áratuga með miklum opinberum stuðningi út á landi hefur hvað eftir annað farið út í dellumakerí og peningaaustur, þannig að höfuðborgarfólki finnst með réttu eða röngu að það sé sífellt verið að spila með skattpeningana þess. Slíkar tilfmningar magnast mjög við síend- urteknar kjördæmaæfingar á Alþingi, þar sem einstakir þingmenn og þingmannahópar leggjast í veg fyrir almenn pólitísk mál til að láta kaupa stuðning sinn með staðbundnum aðgerðum í héraði. ÝKT LANDSBYGGÐARFYLGI STJÓRNMÁUXFLOKKANNA 1 innsta hring pólitíkurinnar líta rnenn einnig til þess misvægis sem kosningakerfið skapar í þingliði flestra flokkanna, eins og sjá má af fylgj- andi samanburðarmynd. I öllum flokkunum er þingflokkurinn þungamiðja valda og stefnumót- unar, og í krafti kosningakerfisins er staða lands- byggðarinnar feykisterk í flestum þeirra. Dærni: Alþýðubandalagið. Síðast fékk flokkurinn sam- tals um 12.700 atkvæði í Reykjavík og Reykjanesi, en tæp 10 þúsund í landsbyggðarkjördæmunum. í þingliðinu eru hins vegar aðeins þrír fulltrúar Reykjavíkur og Reykjaness á móti sex lands- byggðarmönnum. í fjölmennustu kjördæmunum gefst þessum flokki því lítið svigrúm til endurnýj- unar í þingsætum, sem aftur spillir eðlilegri fram- þróun og flokksstarfi meðal flokksfélaga og stuðningsmanna á því svæði. Raunin hjá Alþýðu- Spennandi kosningabarátta Hér má sjá fjögur ímynduð dæmí kosningabáráttu í einmenningskjördæmum. Grafarvogur Steingrímur Hermannsson sigrar Pál Kr. Pálsson Réttarholt Sólveig Pétursdóttir sigrar Kristínu Ástgeirsdóttur Gufunes Jón Ásbergsson sigrar Finn Ingólfsson Hafnarfjörður Guðmundur Árni Stefánsson sigrar Þorgils Óttar Mathiesen n ö v E BER EINTAK 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.