Eintak - 01.11.1993, Side 68

Eintak - 01.11.1993, Side 68
sagt við móður sína: „Ég veit um konu sem getur hjálpað þér“. Það bendir til þess að hún hafi þá þegar séð eftir orðum sínum um móður sína og brugðið mjög að litli bróðir hennar væri svo lengi í óvissu á stofnun. Síðan fylgdist ég úr fjarlægð og í nálægð með málum Sigríðar og fór tvisvar með henni í heimsókn til sonar hennar að Hraunbergi og einu sinni í viðtal við þær Anní Haugen og Ellý A. Þorsteinsdóttur hjá Félagsmálastofnun. Ég hef því orðið vitni að mörgu af því sem Sigríður ræðir um og kynnt mér öll gögn varðandi hennar mál. Georgía vill vera með í þessu viðtali og hvatti móður sína í upphafi til að hafa samband við mig. Georgía hefur orðið: „Ég bjóst aldrei við að þetta færi svona illa. Mér þykir mjög vænt um mömmu og vil vera hjá henni, en helst ekki í þessari íbúð. Ég vil ekki fara til fósturforeldra. Ég vil að Davíð Tómas sé hjá okkur og bjóst aldrei við að við yrðum aðskilin. Ég sakna hans mikið og get ekki horft á mynd af honum án þess að gráta. Mér finnst hræðilegt að hafa svona litla umgengni við hann og vil ekki heimsækja hann upp í Hraunberg. Það er ekki eins og hann sé bróðir minn lengur. Ég sé eftir því að hafa talað við Hugó Þórisson og Guðjón Bjarnason. Þegar ég talaði við þá hélt ég að mamma gæti aldrei hætt að drekka og fordæmdi hana mjög og kenndi henni um margt sem ekki var rétt að gera. Ég skil hana betur núna og ég er mjög ánægð að hún skuli vera svona sterk að steinhætta að drekka. Úr því að henni tókst það þrátt fyrir það mikla álag að missa forræðið yfir okkur Davíð Tómasi finnst mér að hún eigi að fá annað tækifæri til að sýna að hún er góð móðir.“ Við Sigríður ákveðum að hlífa Georgíu við frekari upprifjun og hún fer heim til afa og ömmu eftir að hafa setið með okkur á heimili móður sinnar um stund. Sigríður rifjar upp mál sitt eftir að hafa borið í mig kræsingar, því hún er sérlega húsmóðurleg. „Það er mikið álag að berjast fyrir forræði barna sinna og þurfa auk þess að taka við ósann- gjarnri gagnrýni frá starfsmönnum sem hafa mál- ið til meðferðar. Friðhelgi einkalífs þeirra sem lenda í barnaverndarmálum er gjörsamlega van- virt. Það er örugglega löngu orðið tímabært að endurmeta alla vinnu starfsmanna Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur í barnaverndarmálum. Það er eins og þeir hafi misst sjónar á því sem í orðinu felst, að vernda börn. Þá fyrst fara málefni foreldra og barna að versna þegar starfsmenn Félagsmálastofnunar grípa til sinna undarlegu vinnubragða. Eftir að hafa misst börnin situr maður uppi með misjafnlega fordómafullar skýrslur um sig og fjölskyldu sína.“ VÍTITIL VARNAÐAR „Ég vil skýra frá meðferðinni á börnunum mínum sem víti til varnaðar öðrum foreldrum. Ég vildi óska að meðferð minna mála væri undantekning en ekki regla. Svo virðist þó ekki vera. Ég hef frétt af ótal málum þar sem reynsla fólks er söm og mín, en flestir bera harm sinn í hljóði eftir örlagaríkar og oít gerræðislegar ráð- stafanir yfirvalda. Að barnaverndarnefndir skuli vera pólitískt kjörnar er alvarlegt mál og kapítuli út af íyrir sig. En kannski skiptir það ekki máli, því félagsráðgjafar hafa töglin og hagldirnar, þeir stjórna ferli mála og matreiða til nefndarinnar. Þeir eru í senn rannsakendur, dómarar og framkvæmdaaðilar, þótt lög segi til um annað. Sjálfir kanna nefndarmenn ekki aðstæður og foreldrum er skammtaður naumur tími til að verja sig og ekkert mark tekið á framburði þeirra. Svo virðist sem aðeins sé verið að framfylgja lögum með því að gefa þeim þessar 10-15 mínútur sem þeim og lögfræðingi þeirra býðst. Gögn frá faglærðum stuðningsmönnum fólksins eru jafnvel hunsuð. Til dæmis hefur Ellý A. Þorsteinsdóttir, yfir- félagsráðgjafi hjá Félagsmálastofnun, margítrek- að að þau hjá stofnunni taki ekkert mark á þeim gögnum sem ég lagði fram, þar á meðal álitsgerð sálfræðings sem þekkir hagi mína mjög vel og mati geðlæknis sem þó var valinn af Félagsmála- stofnun til að kanna hæfni mína sem móður. Geðlæknirinn lét gera á mér sálfræðipróf. Hann lagði ekki til að ég yrði svipt forræði ævilangt heldur tímabundið í sex mánuði til eitt ár og skrifaði ítarlega greinargerð um allt mitt líf og fjölskyldusögu. Greinargerðin er samantekt eftir þrjú viðtöl hjá honum haustið 1990, en þá var ný- búið að vista fjögurra ára son minn gegn vilja mínum á vistheimili barna að Hraunbergi 15 í Reykjavík. Af skiljanlegum ástæðum leið mér ekki vel á þeim tíma. Ég var ekki búin að jafna mig eftir erf- iða sambúð með seinni barnsföður mínum og ekki búin að ná tökum á áfengisvanda mínum sem þó er stórlega ýktur í öllum gögnum um mig. Ég viðurkenni að ég átti við áfengisvanda að stríða, en ég vanrækti börnin mín aldrei. Börnin bera sjálf best vitni um það, auk umsagna skóla og dagheimilis. Ég fékk alls staðar góða dóma um að þau séu í góðu jafnvægi, vel hirt og hafi ekki þurft að líða fýrir umhyggjuleysi, hvorki andlega né líkamlega. Ég viðurkenni þó að eflaust hefur dóttir mín liðið fyrir minn vanda, því hún er á viðkvæmum unglingsárum þegar foreldrar eru sérstaklega óvinsælir. Flestar mæður þekkja þann tíma í lífi sínu þegar dæturnar hafna þeim tíma- bundið. Það sorglega við mitt mál er að fram- burður hennar gegn mér er notaður sem aðal- vopnið til forræðissviptingar yfir henni og syni mínum.“ ÓDAGSETT BRÉF MEÐ EILÍFÐARGILDI „Hugó Þórisson sendi yfirlýsingu, ódagsett bréf með engum haus, eftir örfá viðtöl við dóttur mína. Þar segir hann meðal annars: „Georgía hef- ur í gegnum tíðina þurft að bera mikla ábyrgð á heimili og fjölskyldu, sérstaklega eftir fæðingu bróður síns. Þessi ábyrgð er alltof mikil fyrir svo unga stúlku og er staðan í máli hennar sú að hún hefur algjörlega gefið upp alla von og væntingar um það að móðir hennar geti staðið sig sem upp- alandi og hefur engan áhuga á henni lengur. Sterkasta ósk stúlkunnar er að komast til fóstur- foreldra sem geti gefið henni þá festu, hlýju, um- hyggju sem hún saknar svo sárlega. Georgía hefur auk þess miklar áhyggjur af bróður sínum Davíð Tómasi sem hún er hrædd um að lendi í sömu vonbrigðum og sárindum og hún. Von hennar er sú að móðir þeirra missi forræði yfir báðum börnunum, þar sem að fullreynt sé að hún haldi sig frá áfengi. Georgía hefur mestan áhuga á að komast í fóstur þar sem þau systkinin geti verið saman.“ Ef eitthvað er hef ég sennilega látið of mikið eftir dóttur minni. Að hún hafi borið ábyrgð á heimilinu eru örugglega ekki hennar orð, heldur túlkun Hugós Þórissonar. Dóttir mín er heilu ári á undan í skóla og hefur ávallt haft allan þann tíma sem hún vill fyrir sig sjálfa. Það er sjálfsagt að börn hjálpi til við yngri systkinin sín og það gerði hún af fúsum og frjálsum vilja, en auk þess var Davíð Tómas á barnaheimili allan daginn og ég í vinnu. 13 ára stúlka veit ekki hvað felst í for- ræðissviptingu og gerir sér litla grein fyrir því hvað um er að ræða þegar börn fara í fóstur. Ósk hennar gæti hafa byggst á ráðleggingum Hugós sjálfs eða einhverjum væntingum sem hún hefur haft um öðruvísi fjölskyldulíf. Börn læra oft ekki að meta foreldra sína fyrr en löngu eftir að þau eru farin að heiman og orðin fullorðin. Enda gekk þetta allt eftir, ég missti forræðið, en sú stutta er einmitt sú sem þverneitar að fara til fóst- urforeldra og vill draga orð sín til baka og að ég fái þau bæði aftur til mín. Hún gerði sér enga grein fyrir því hversu örlagarík orð hennar voru og síst vildi hún missa sjónar á bróður sínum. Ég áfellist hana þó ekki fýrir þessi orð og hef fyrir- gefið þau, en að viðbrögð barnaverndaryfirvalda hafi verið svo grimmúðleg er vart hægt að fyrir- gefa. Til staðfestingar á framburði dóttur minnar var Guðjón Bjarnason fenginn til að ræða við hana og á hans skýrslu er úrskurðurinn byggður. Þá skýrslu fékk ég ekki að sjá, en þó er aðalreglan sú að láta nrálsaðilum í té öll gögn í málinu. Þær skýringar voru gefnar að það geti verið skaðlegt fyrir samband okkar dóttur minnar í framtíðinni að ég viti hvað hún hafi sagt um mig. Hún hefur þó örugglega ekki sagt neitt sem ég hef ekki sjálf heyrt hana segja við mig eða aðra mér nákomna. Ég hlýt að eiga rétt á að fá að vita hvernig er unn- ið úr þeim upplýsingum sem hún veitir í viðtali við Guðjón Bjarnason og hvernig hann vinnur sitt mat. Hann var einnig látinn meta líðan sonar míns í Hraunbergi, en þá var hann framkvæmda- stjóri barnaverndarráðs. Hann skrifaði skýrslu um heimsóknina þangað. Lokaorðin hljóða svo, orðrétt: „Það veldur einnig erfiðleikum, líkt og með börn sem dvelja lengi á stofnun, að drengur- inn er smám saman að tengjast tilsjónarmanni sínum tilfinningalega. Gangi þau tengsl „of langt“ verður það óhjákvæmilega áfall fyrir drenginn að skilja við þessa nýju móðurímynd. Því lengur sem mál þetta dregst á langinn, þeim mun hættara er drengnum við tilfinningalegu áfalli, sem ef til vill má enn komast hjá.“ Syni mínum var þó haldið í þessu stofnana- fangelsi í íjóra mánuði til viðbótar og það getur sérhver heilbrigður maður ímyndað sér hversu langir tíu mánuðir eru að líða í vitund barns sem spyr daglega hvenær hann megi fara heim til mömmu sinnar og stóru systur. Barns sem hefur sjaldan farið frá móður sinni, en synir eru að mínu mati miklu háðari mæðrum sínum á fýrstu sex til átta árum ævinnar en dætur. Guðjón lýsir syni mínum svo: „Þetta er þrekvaxinn og frekar hvatvís ljóshærður strákur, sem kraftur virðist vera í. Hann talar mikið og fylgist vel með öllu sem fram fer í umhverfinu. Manni kemur dreng- urinn þannig fyrir sjónir að hann sé ágætlega greindur. Eftirtekt, tal, orðanotkun, útskýringar og minni bera vott um það. Starfsmenn eru aðspurðir á sömu skoðun. Hann tók undirrituð- um strax vel og lét gamminn geysa. Af svörum hans að dæma lítur hann á heimili sitt hjá móður sinni. Hann sagði mér að móðir sín væri veik og þess vegna væri hann í Hraunbergi. Þegar henni væri batnað færi hann heim til sín aftur.“ Það hefur bjargaði miklu fyrir líðan hans í Hraunbergi að hann var á einkareknu barna- heimili og hélt áfram dvöl þar á daginn. Hefði hann ekki verið á barnaheimili væri meðferð barnaverndaryfirvalda á honum örugglega búin að skaða hann fyrir lífstíð og vera má að svo sé.“ NAUMT SKÖMMTUÐ UMGENGNI „Ennþá þráir hann að koma til mín og ég er löngu hætt að bragða áfengi og hef fasta vinnu. Ég er sjúkraliði og tannsmiður að mennt og hef ávallt unnið hörðum höndum, kannski of mikið og þá var flóttinn í áfengið. Ég get þó aldrei fallist á að þótt fólk eigi við tímabundin áfengisvanda- mál að etja þurfi það að missa börnin sín fyrir lífstíð. Ég drakk og það aðallega ein sem er auð- vitað hættumerki, en ég skildi börnin mín ekki eftir í reiðileysi og fór út að skemmta mér. Ég fór ekki út á lífið, eins og kallað er, og hef alltaf verið heimakær. Dóttir mín hefur verið mikið hjá for- 68 EINTAK NÓVEMBER
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.