Eintak - 01.11.1993, Side 70

Eintak - 01.11.1993, Side 70
Einar Ingvi Magnússon rir enka i „Ég og fyrrverandi kona mín vorum svipt forsjá barna okkar 9. mars 1990 af barnavernd- arnefnd Reykjavíkur. Félagsráðgjafi, Ingibjörg Flygenring hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur, ráðlagði mér að fara ekki með málið í blöðin, en ég reyndi að standa á rétti mínum og skrifaði um það lesendabréf í DV og fékk mikil við- brögð. Sá sem sér um lesendabréfin kom mér í fyrstu í samband við fólk sem hringdi á DV vegna svipaðara mála, en þar kom að síminn varð rauðglóandi og fleiri lesendabréf ekki birt frá mér. Eftir sársaukafulla baráttu fyrir börn- unum gafst ég upp, enda sama hvað ég reyndi, allar bjargir virtust bannaðar. Okkur hjónunum sinnaðist eitt sinn svo mik- ið að ég gekk berserksgang á heimili okkar. Ná- grannarnir kölluðu á lögreglu. Skýrsla Iögregl- unnar um þennan örlagaríka atburð var síðar notuð gegn okkur. Félagsráðgjafi hjá Félagsmála- stofnun setti konu minni þau skilyrði að skilja við mig eða missa börnin. Við vorum búin að vera að basla með börnin og vorum atvinnulaus á þess- um tíma. Við höfðum leitað aðstoðar hjá Félags- málastofnun, en það var smánarlega lítið sem við fengum og erfitt að ná endum saman. Við bjugg- um í fyrstu í lélegu húsnæði og fengum ekki að- stoð frá Félagsmálastofnun fyrr en við vorum bókstaflega á götunni. Við fengurn ekki dag- heimilispláss, því við vorum hjón og höfðum ekki forgang. Við vorum því bundin yfir börnun- um heima allan sólarhringinn og hugsuðum eins vel um þau og við gátum. Þau voru þriggja ára og eins árs þegar við misstum þau og eru því sex ára og fjögurra ára í dag. Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum og okkur var mikið í mun að halda þeim hjá okkur. Effir að börnunum var komið í fóstur fékk ég aðeins umgengni við þau tvisvar á ári í örfáar klukkustundir undir eftirliti. Ég hætti að þiggja slíka smán eftir tvö ár, enda er það engin um- gengni að fá ekki að vera einn með börnunum sínum og hafa þau í að minnsta kosti heilan dag eða yfir helgi. Núna hef ég ekki séð þau í rúmt ár. Mér fannst mjög erfitt að sjá þau svona stutt og vera neyddur til að vera þátttakandi í að klippa á öll tilfinningatengsl eða beinlínis notaður til þess. Maður var vanur að taka börnin sín í fangið og sýna þeim hlýju og föðurást, en að sjá þau undir eftirliti tvisvar á ári er hvorki mér né þeim til góðs. Strákurinn þekkti mig varla orðið og þetta var mjög erfitt fyrir okkur öll. Við barnsmóðir mín höfum ekkert samband núna eftir að við skildum. Skömmu eftir að ég gekk berserksgang í júní 1989 kom Ingibjörg félagsráðgjafi á heimili okkar og við þáðum þá tímabundna vistun á Mánagötu til að hvílast og vinna í okkar sambúðarvanda. Guðlaug móðir þeirra var þar frá því snemma á morgnana og fram á kvöld. Það var þegar þau voru þarna að henni voru sett þau skilyrði að annað hvort héldi hún börnunum og skildi við mig eða missti börnin. Hún valdi að halda börn- unum. Ég fór til systur minnar á Isafirði, því mér leið bölvanlega í þessum aðstæðum. Hún setti mér þau skilyrði að hætta áfengisneyslu og ég hætti einnig að mestu á lyfjunum, tók bara það vægasta og leið miklu betur, sótti AA-fundi þar og náði mér vel. Ég frétti að það gengi ekki vel hjá Guðlaugu með börnin, þá voru þau ennþá á Mánagötu. Það var farið að kvarta um að hún væri ekki hæf móðir. Það var sama hvað hún reyndi að gera þeim til geðs á Mánagötu, ekkert var nógu gott - þeir ætluðu að kenna henni að ala upp börnin. Hún var einnig fordæmd vegna fyrra hjónabands síns, en hún hafði verið gift í tólf ár úti á landi og átti fjögur börn í því hjónabandi. Við skilnað þeirra var manninum dæmt forræði barnanna, því hún hafði yfirgefið heimilið og haldið til Reykjavíkur. Guðlaug hafði því í raun mikla reynslu af uppeldi barna og okkur kom ekki til hugar að við myndum missa börnin. Móðir mín bauðst til að ala þau upp á heimili sínu. Ég skrifaði því bréf í september 1989 til barnaverndarnefndar Reykjavíkur og sagði að þar sem við værum að skilja mælti ég með því að börnin yrðu í fóstri hjá móður minni.“ LÆKNAR BRJÓTA TRÚNAÐ „Þegar ég kona mín taka saman við mig aftur, hún var hrædd um að missa börnin og að ég færi í forræðismál við sig. Ótti hennar var eðlilegur, því Ingibjörg Flygenring, félagsráðgjafi okkar, skrifar eftirfarandi í greinargerð til barnaverndarnefndar í mars 1990: „Guðlaug sagði að hún væri samþykk tillögunni sem Sigurður Baldursson lögfræðingur myndi bera upp, þ.e. að Einar fengi forsjá barnanna og móðir hans aðstoðaði hann við uppeldi þeirra. Undir- rituð tjáði Guðlaugu að starfsmenn hefðu enga trú á því að þau hjónin væru í skilnaðarhugleið- ingum, því að á Mánagötu kæmi fram að mjög kært væri með þeim. Guðlaug svaraði því til að þeim hefði verið ráðlagt að leggja málið svona upp því þá væru meiri möguleikar á því að annað hvort þeirra fengi forræði barnanna." Síðar segir: „I samtalinu sýndi Guðlaug áhuga á að mæta fyr- ir nefndina. Var henni tjáð að þau ættu rétt á því ef þau vildu. Henni var sagt að þau hjón fengju tíu til fimmtán mínútur til þess að gera grein fyrir sinni afstöðu.“ Þremur dögum eftir þessa greinargerð Ingi- bjargar vorum við svipt forræði barnanna. Þegar þarna var komið sögu höfðu barnaverndaryfir- völd fengið upplýsingar um geðheilsu okkar og skýrslur frá geðlæknum voru notaðar gegn okkur í þessu máli, þótt ætla mætti að þeir væru bundn- ir trúnaði gagnvart okkur. Fordómar í okkar garð voru alls staðar vegna geðræns vanda okkar sem þó telst ekki til alvarlegra sjúkdómsflokka. Vanlíðan mín byrjaði eftir að ég lauk stúdentsprófi 1985 og byrjaði í guðfræði við Háskóla íslands um haustið. I aprílmánuði það ár var ég orðinn slæmur á taugum og fékk kvíða- köst. Ég var mjög hræddur um heilsu mína og leitaði til læknis og hann gaf mér róandi lyf. Ég var strax settur á lyf sem ég þoldi ekki. Þetta kom upp hjá mér aftur í vor og þá leitaði ég á göngu- deild Eandspítalans og hitti á lækni sem bauðst til að koma mér í samband við góðan sálfræðing. Hann kenndi mér að taka á þessum kvíðaköstum. Hann sagði að ég þyrfti engin lyf við þessum kvíða. Þunglyndislyf sem ég hafði tekið gerðu illt verra og juku vanlíðan mína. Áður hafði Þórar- inn Tyrfingsson á Vogi staðfest að lyfin sem ég tók auka áfengislöngun. Fyrst í viðtölunum við sálfræðinginn fór ég að ná tökum á þessum kvíða á lágmarks lyfjagjöf. Þegar ég var í guðfræðinni og leitaði til lækna vegna kvíða vildi heimilislæknirinn minn korna mér inn á geðdeild Borgarspítalans. Geðlæknir þar byrjaði á að dæla í mig þunglyndislyfjum og jók róandi lyf. Ég var síðar lagður inn á Borgar- spítalann og var erfiður sjúklingur, enda leið mér illa á þessum lyfjum. Læknar virtust ekki skilja að lyfin fóru illa með mig, en ég var álitinn ósam- vinnuþýður, því ég vildi ráða lyfjatökunni sjálfur. Ég var viðloðandi deildina effir það og á göngu- deild Borgarspítalans kynntist ég konuninni minni fyrrverandi. Við urðum ástfangin, en vor- um bæði veikgeðja og óvinnufær á þessum tíma. Ég hef þó ávallt unnið mikið í gegnum árin við ýmis störf. Ég var gæslumaður á Kleppsspítala um tíma, vann á Sólheimum í Grímsnesi og starf- aði sem vagnstjóri hjá SVR. Fyrir jólin í fyrra skrifaði ég bókina Dulrœnn veruleiki sem Skjald- borg gaf út og nú fyrir jólin er stefnt að því að bók komi út eftir mig hjá Fjölva. Hún ber nafnið Allt utn kring og fjallar um dulræn málefni." FÉUXGSMÁLASTOFNUN GRÍPURINN í „Þegar ég var að koma á Borgarspítalann í kvíðaköstum var viðkvæðið hjá Iæknum og hjúkrunarfólki að ég ætti bara að taka því rólega, það væri ekkert að. En þegar málið fór til barna- verndarnefndar var ég allt í einu orðinn ólækn- andi. Maður spyr því: hvað hef ég gert svo hræði- Iegt að það skuli þurfa að refsa mér með því að ég missi sjónar af börnunum mínum næstu sextán árin og jafnvel fyrir lífstíð. Auðvitað voru einnig góðir tímar í lífi okkar og yndislegar stundir sem við áttum með börnunum okkar. Við vorum mjög góð við þau, þrátt fyrir veikindi og erfið- leika. Ég trúði stöðugt að annað okkar fengi forræði barnanna og hitt eðlilega umgengni við þau ef við myndum skilja, líkt og stöðugt var verið að ráð- leggja Guðlaugu. En frá upphafi kom ekki annað til tals hjá ráðgjöfum Félagsmálastofnunar en að leysa upp fjölskyldu okkar, fá okkur til að skilja og koma börnunum í fóstur. Þetta tókst að lok- um. Það var engin tilraun gerð til að aðstoða okk- ur eða Iáta okkur í friði til að við fengjum tíma til að vinna sjálf úr okkar málum. Ég fór einhvern tíma í viðtal við Eirik Jónsson á Aðalstöðina á þessum tíma og í lok viðtalsins sagðist ég hafa þá trú að við fengjum börnin aftur. Ég vissi ekki þá hvernig barnaverndarkerfið er í raun og hefði aldrei getað ímyndað mér að ég myndi nokkurn tíma lenda í slíkum hremmingum. Við mættum gífurlegum fordómum vegna þess að við höfðum leitað til geðlækna. Ingibjörg Flygenring gekk strax í að afla sér gagna um okkur. Geðlæknir taldi okkur vanhæf og batahorfur slæmar. Sleggju- dómar hans riðu baggamuninn, enda sviptingin réttlætt með þeim. Barnaverndarnefndarmenn hafa kannski hvorki þekkingu né þroska til að efast um orð lækna. Vera má að þeir hefðu fundið sér aðra átyllu ef þessi væri ekki til staðar, því okkur var mjög fljótt tilkynnt að við fengjum börnin aldrei aftur. Stofnunin var í raun bara að afla gagna til að réttlæta orð sín og halda börn- unum þar til gengið yrði frá úrskurði. Ég átti erfitt með að skilja umsögn geðlæknisins, því hann tók vel á móti mér í viðtölum og var við- 70 EINTAK NÓVEMBER
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.