Eintak


Eintak - 01.11.1993, Qupperneq 85

Eintak - 01.11.1993, Qupperneq 85
hroki og græðgi geti á sama hátt verið öfgakennd- ar birtingarmyndir metnaðar sem sé í eðli sínu heilbrigður. Hvers má sín sauðmeinlaus letin í félagsskap slíkra stórvelda? En vanmetum hana ekki, það er einmitt svona, með lymskunni, sem hún vinnur sitt verk og kallar á allar hinar syndirnar. Hún á svör við öllu og smýgur alstaðar í gegn. Við skulum ekki gleyma því að leti er annað og meira en ósköp skiljanleg löngun manna til að hlífa sér við líkam- legu hnjaski, hún er engu síður andleg: Það er af leti sem við nennum ekki að hugsa og kryfja hluti til mergjar, nennum ekki að horfast í augu við sannleikann og bregðast síðan við samkvæmt honum. Við göngum inn á hennar braut og ger- um ekki það senr við ættum að gera, frestum, horfum fram hjá hlutunum, hagræðum, ljúgum, gefumst upp, rennum út í sandinn. Þetta veldur okkur óþægindum og um leið er samviskubitið mætt og hringekjan fer af stað: Við deyfum okkur með óhófi og losta sem leiðir til ágirndar og græðgi sem elur af sér enn meira óhóf og losta. Enn ákafar nagar þá samviskan og við verjum okkur fyrir umhverfmu með hroka, öfundum þá sem ekki hafa geflst upp fyrir letinni og öfundin leiðir af sér máttvana reiði sem aftur er handhæg- ast að kæfa með óhófi og losta... Jú jú, svarar sá lati, en hvernig væri þá að reyna að losa sig við samviskubitið? Levíatan Öfund eftir Guðlaug Arason Einu sinni var ríkisstjórn í litlu landi. Hún samanstóð af tveimur floldcum. Annar var stór, hinn var lítill. Eins og lög gera ráð fyrir sátu í stjórninni nokkrir ráðherrar sem höfðu hver sitt ráðuneyti. En ósamkomulag og öfund ríkti meðal mannanna. Það var hver höndin upp á móti ann- arri og vesalings forsætisráðherra átti fullt í fangi með að hafa hemil á ráðherrum sínum. Þeir rifust á fundum og skelltu hurðurn, sendu samráðherr- um sínum glósur í fjölmiðlum og öfunduðust hver út í annan, einkum ef einum þeirra var hampað um of í fjölmiðlum. Eitt sinn á ríkisstjórnarfundi umturnaðist ut- anríkisráðherrann í litla flokknum þegar hann sá landbúnaðarráðherrann í stóra flolrknum háma í sig síðustu jólakökusneiðina á borðinu. Utanrík- isráðherrann öfundaði hinn fyrir að hafa fengið allar rúsínurnar og ákvað að hefna sín við fyrsta tækifæri. Ráðherrarnir voru ekki sammála um nokkurn skapaðan hlut. Þeir rifust urn landbún- aðarmál, sjávarútveg, menntamál, lúxusbíla bankastjóra og yfirleitt allt sem hægt var að vera ósammála um. Síðan var kaupmaður nokkur sem vildi fá að flytja örfáa skinkubita til landsins frá útlöndum, en til þess þurfti leyfi frá ríkisstjórninni. Utanrík- isráðherrann sagði það allt í lagi og voru noldcur kíló af skinku flutt til landsins. En þá stóð land- búnaðarráðherrann upp og sagði að eltki mætti selja skinkuna í verslunum því nóg væri til af samskonar kjöti í landinu. Utanríkisráðherrann varð að láta í minni pokann. Þegar annar kaupmaður óskaði eftir því að fá leyfi til að flytja inn hundrað kíló af kalkúnalær- urn, sagði utanríkisráðherrann honum blessuð- um að koma til sín og flytja lærin flugleiðis til landsins. Hann einn réði yfir flugvellinum og gæti því ákveðið hvað þar færi í gegnurn tollinn. Nú var hann loksins búinn að hefna sín fyrir jólakökusneiðina. Lærin komu með flugvél, en aftur varð land- búnaðarráðherrann ofan á með dyggum stuðn- ingi sjávarútvegs- og forsætisráðherrans. Reglu- gerðir voru settar á klukkutíma fresti til að fyrir- byggja að kalkúnalærin kæmust alls ekki í versl- anir. Síðan voru þau flutt undir lögregluvernd inn í rammgerða geymslu. Engin útlensk kal- kúnalæri í verslanir. Nóg af slíku kjöti í landinu. Utanríkisráðherrann í litla flokkinum öfund- aðist út í velgengni ráðherranna í stóra flolcknum. Hann var enn staðráðinn í að hefna sín. Hann kom því að máli við umhverfisráðherrann í litla flokknum og spurði hvort hann gæti hjálpað sér. Sá var ráðagóður maður og forvitri í stjórnmál- um. Jú, sagði umhverfisráðherrann. Hér látum við krók á móti bragði. Við styttum rjúpnaveiðitím- ann. Hvað kemur það skinku og kalkúnalærum við? spurði utanríldsráðherrann. Sjáðu nú til. Þegar ljóst er að eJcki verða nægar rjúpur á markaðinum fyrir jólin, þá leyfum við kaupmönnum að flytja inn rjúpur frá GrænJandi. Við förum bara hina leiðina og flytjum inn kjöt úr vestri. Ekki skinku, elcki kalkún, heldur rjúpur. Enginn frýr þér vits, sagði utanríkisráðherr- ann kátur. Þú hefur lært ýmislegt þótt ungur sért. Sá sem lítið lærir eldist eins og uxinn, svaraði utanríkisráðherrann. Skrokkurinn vex en skiln- ingurinn ekki. 1. Öfundin á sér ótal systkini sem öll eru lík. Hatur og reiði, beiskja og græðgi. Lokum þeim barnaheimilum sem ala upp þetta fólk. 2. Láttu ekki öfundina ná tökum á þér þótt þú náir ekki síðustu jólakökusneiðinni. Það getur orðið til þess að þú fáir aldrei að bragða útlenskt kalkúnalæri. 3. Þú skalt ekki girnast bil náunga þíns. 4. Sá einn er öfundsverður sem elskar og er elskaður. 5. öfundsjúkur maður flýtir sér að safna auði og veit ekki að örbrigð mun koma yfir hann. Orðskv. 28.22 Höfundar greinanna eru allir rithöfundar eða skáld og skrifa hér sem slíkir - ekki sem syndaselir. nóvember eintak 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.