Eintak - 01.11.1993, Side 88

Eintak - 01.11.1993, Side 88
sér meðal annars um að koma gjaldþrota- búum í sölu. Halldór er ógiftur og barn- laus. Sigurður Loftsson er bóndi á Steinsholti í Gnúpverjahreppi. Hann ólst upp í þeirri sveit og þegar aldur leyfði fór hann í Bændaskólann. Hann rekur kúabú á Steinsholti, en það telur tuttugu kýr. Sigurður sagðist lengi hafa verið laus og liðugur, en gifti sig fyrir tæpum tveimur árum og á tvö ung börn með konu sinni. Sigurður minnist þess að í æsku hafi foreldrar hans gantast með nafn hans, sagt að líklega hefðu þau betur nefnt hann Surt. Surts-brandarinn virðist hafa notið nokkurra vinsælda í fjölskyldum þeirra drengja sem fæddust þennan dag, því svipaða sögu segir Eggert Bjarni lyfsali og Vilhjálmur Örn Gunnarsson segir að systkini sín hafi oft og einatt í stríðni kallað sig Surt. Vilhjálmur Öm Gunnarsson Iauk grunnskólaprófi í Reykjavík, en fór síðan að vinna almenna verkamanna- vinnu. Hann býr nú á Hellissandi, er sjómaður og þriggja barna faðir, auk þess á hann eitt stjúpbarn. Þórarínn Guðmundur Hlöðversson fæddist á Sauðárkróki rétt í þann mund er Surtsey gaus. Þórarinn ólst upp á Akranesi, en þegar hann var þrettán ára fluttist fjölskylda hans aftur á Krókinn. Þar lauk Þórarinn grunnskólanámi. Sextán ára fór hann til sjós og hefur stundað sjómennsku síðan. Þórarinn er giftur og á þrjár dætur með konu sinni og einn fósturson. Ásgerður Jónsdóttur átti að fæðast í Grindavík, en foreldrar hennar voru einmitt að flytja búferlum frá Norðfirði til Grindavíkur skömmu áður en von var á Ásgerði í heiminn. Hjónin höfðu viðdvöl á Egilsstöðum og þar fæddist Ásgerður nokkru fyrir tímann. Ásgerður ólst upp í Grindavík, en hélt síðan til Reykjavíkur og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum í Ármúla. Hún útskrifaðist síðan sem hjúkrunarfræðingur árið 1989. Frá þeim tíma hefur hún starfað á Borgarspítalan- um og vinnur nú á hjartadeild. Ásgerður hefur verið í sambúð frá sautján ára aldri og á eitt barn með sambýlismanni sínum. Trausti Hólmar Gunnarsson segist aldrei hafa yfirgefið heimahaga sína svo nokkru nemi, hans staður er Hólmavík og þar hefur hann búið frá fæðingu. Eftir grunnskóla- nám vann Trausti ýmsa verkamannavinnu á Hólmavík og hefur starfað hjá Vélsmiðjunni Vík síðustu sjö ár. Hann er giftur og á tvö börn, sex og tveggja ára. Inga Randversdóttir fæddist í húsi foreldra sinna á Akureyri. Eftir grunnskólanám vann hún í frystihúsinu á Akureyri, en síðustu sjö árin hefur hún starfað í Borgarbíói þar í bæ. Inga hóf sambúð 19 ára gömul, en upp úr henni slitnaði fyrir þremur ár- um. Inga býr í foreldrahúsum ásamt sjö ára syni Herbjöm Sigmarsson Mun hafa alist upp í Reykjavík, en af honum fengust fáar fréttir. Síðast fréttist af honum á Café Óperu þar sem hann vann sem þjónn. Herbjörn lét þó nýlega af því starfi og er sagður vera á leið til Spánar. Jón Þór Gunnarsson býr einnig á Akureyri. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, en hélt síðan til Bandaríkjanna og lauk BS prófi í iðnaðarverkfræði við University of Alabama. Dvöl hans var þó ekki lokið því hann tók síðan mastergráðu í viðskiptafræði frá sama skóla. Hann kom heim 1987 og hóf störf sem framleiðslustjóri hjá íslenskum skinnaiðnaði á Akureyri. Hann er nú forstöðumaður sjávarútvegssviðs KEA. Jón Asta Bima Hauksdóttir fæddist í Reykjavík 14. nóvember 1963. Hun gekk í Breiðholtsskóla og síðan Kvennaskólann. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og síðan lá leíðin til Bandaríkjanna þar sem lærði flugrekstrarfræðí í fjögur ár. Eftir heimkomuna vann hún í tvö ár hjá flug- málastjórn en starfar nú sem flugfreyja. Hún býr í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum sem er sjávarverkfræðíngur og eiga þau eitt barn. Þór hefur verið giftur í níu ár og á tvo drengi með konu sinni. EINTAK NÓVEMBER
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.