Eintak - 01.11.1993, Page 88
sér meðal annars um að koma gjaldþrota-
búum í sölu. Halldór er ógiftur og barn-
laus.
Sigurður Loftsson
er bóndi á Steinsholti í Gnúpverjahreppi.
Hann ólst upp í þeirri sveit og þegar aldur
leyfði fór hann í Bændaskólann. Hann
rekur kúabú á Steinsholti, en það telur
tuttugu kýr. Sigurður sagðist lengi hafa
verið laus og liðugur, en gifti sig fyrir
tæpum tveimur árum og á tvö ung börn
með konu sinni.
Sigurður minnist þess að í æsku hafi
foreldrar hans gantast með nafn hans,
sagt að líklega hefðu þau betur nefnt
hann Surt. Surts-brandarinn virðist hafa
notið nokkurra vinsælda í fjölskyldum
þeirra drengja sem fæddust þennan dag,
því svipaða sögu segir Eggert Bjarni lyfsali
og Vilhjálmur Örn Gunnarsson segir að
systkini sín hafi oft og einatt í stríðni
kallað sig Surt.
Vilhjálmur Öm Gunnarsson
Iauk grunnskólaprófi í Reykjavík, en fór
síðan að vinna almenna verkamanna-
vinnu. Hann býr nú á Hellissandi, er
sjómaður og þriggja barna faðir, auk þess
á hann eitt stjúpbarn.
Þórarínn Guðmundur
Hlöðversson
fæddist á Sauðárkróki rétt í þann mund
er Surtsey gaus. Þórarinn ólst upp á
Akranesi, en þegar hann var þrettán ára
fluttist fjölskylda hans aftur á Krókinn.
Þar lauk Þórarinn grunnskólanámi.
Sextán ára fór hann til sjós og hefur
stundað sjómennsku síðan. Þórarinn er
giftur og á þrjár dætur með konu sinni og
einn fósturson.
Ásgerður Jónsdóttur
átti að fæðast í Grindavík, en foreldrar
hennar voru einmitt að flytja búferlum
frá Norðfirði til Grindavíkur skömmu
áður en von var á Ásgerði í heiminn.
Hjónin höfðu viðdvöl á Egilsstöðum og
þar fæddist Ásgerður nokkru fyrir
tímann. Ásgerður ólst upp í Grindavík,
en hélt síðan til Reykjavíkur og lauk
stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum í
Ármúla. Hún útskrifaðist síðan sem
hjúkrunarfræðingur árið 1989. Frá þeim
tíma hefur hún starfað á Borgarspítalan-
um og vinnur nú á hjartadeild. Ásgerður
hefur verið í sambúð frá sautján ára aldri
og á eitt barn með sambýlismanni sínum.
Trausti Hólmar Gunnarsson
segist aldrei hafa yfirgefið heimahaga sína svo
nokkru nemi, hans staður er Hólmavík og þar
hefur hann búið frá fæðingu. Eftir grunnskóla-
nám vann Trausti ýmsa verkamannavinnu á
Hólmavík og hefur starfað hjá Vélsmiðjunni Vík
síðustu sjö ár. Hann er giftur og á tvö börn, sex
og tveggja ára.
Inga Randversdóttir
fæddist í húsi foreldra sinna á Akureyri. Eftir
grunnskólanám vann hún í frystihúsinu á
Akureyri, en síðustu sjö árin hefur hún starfað í
Borgarbíói þar í bæ. Inga hóf sambúð 19 ára
gömul, en upp úr henni slitnaði fyrir þremur ár-
um. Inga býr í foreldrahúsum ásamt sjö ára syni
Herbjöm Sigmarsson
Mun hafa alist upp í Reykjavík, en af
honum fengust fáar fréttir. Síðast fréttist af
honum á Café Óperu þar sem hann vann
sem þjónn. Herbjörn lét þó nýlega af því
starfi og er sagður vera á leið til Spánar.
Jón Þór Gunnarsson
býr einnig á Akureyri. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri, en hélt síðan til Bandaríkjanna og
lauk BS prófi í iðnaðarverkfræði við
University of Alabama. Dvöl hans var þó
ekki lokið því hann tók síðan mastergráðu í
viðskiptafræði frá sama skóla. Hann kom
heim 1987 og hóf störf sem framleiðslustjóri
hjá íslenskum skinnaiðnaði á Akureyri. Hann er
nú forstöðumaður sjávarútvegssviðs KEA. Jón
Asta Bima Hauksdóttir
fæddist í Reykjavík 14. nóvember 1963.
Hun gekk í Breiðholtsskóla og síðan
Kvennaskólann. Hún lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík og síðan
lá leíðin til Bandaríkjanna þar sem lærði
flugrekstrarfræðí í fjögur ár. Eftir
heimkomuna vann hún í tvö ár hjá flug-
málastjórn en starfar nú sem flugfreyja.
Hún býr í Reykjavík ásamt eiginmanni
sínum sem er sjávarverkfræðíngur og
eiga þau eitt barn.
Þór hefur verið giftur í níu ár og á tvo drengi með
konu sinni.
EINTAK NÓVEMBER