Eintak - 01.11.1993, Page 98
Hér skrifar Egill helgason um hina glötuðu kynslóð íslenskra
sósíalísta, hína ungu forystusveit sem fór tíl náms í
kommúnistaríkjum á Asjötta áratugnum,
þeir sem sáu kúgun, lygar og ógnarstjórn
kommúnísmans en gættu þess að segja engum frá,
Haustið 1954 sátu tveir íslenskir stúdentar, rétt
um tvítugt, í járnbrautarlest sem þokaðist yfir
finnsku landamærin áleiðis til Moskvu, inn í ríki
ráðstjórnarinnar. Jósef Stalín var nýdauður og
enn tvö ár í að Krúsjoff fiytti leyniræðuna sem
varð til þess að Stalín var á endanum lýstur æru-
laus og jarðneskar leifar hans bornar út úr graf-
hýsi Leníns. Sovétríkin voru enn hið mikla móð-
urland kommúnismans; þar töldu jábræður að
væri í uppsiglingu hið fullkomnasta form mann-
legs samfélags sem hafði þekkst og var hugsan-
legt. Stúdentarnir voru þeir Árni Bergmann sem
ætlaði að læra rússnesku og bókmenntir við
Moskvuháskóla og Arnór Hannibalsson sem
hugðist leggja stund á heimspeki. Þeir voru fyrstu
námsmennirnir frá Vestur-Evrópu sem fóru til
langrar námsdvalar í Sovétríkjunum eftir að síð-
ari heimstyrjöld lauk. Síðar rifjaði Arnór upp
þennan dag:
Ég horfði út um gluggann með athygli og eftir-
væntingu. Nú átti ég að fá að sjá þetta sovétland,
sem ég hafði heyrt svo mikið gumað af heima. Mér
tókst að stafa mig fram úr áletrun, sem skrifuð stóð
stórum stöfum á stöðvarbygginguna: „Da zdrzstvúj-
et sovétskí narod - strolítélj kommúnizma." Með
hjálp orðabókarinnar fann ég út, að þetta myndi
þýða: „lengi lifi sovétþjóðin, uppbyggjandi komm-
únismans".
Þeir félagarnir fundu fljótt að handan járn-
tjaldsins beið þeirra framandlegur heimur, gjör-
ólíkur myndum af hraustum verkamönnum og
blómlegum mjólkurbússtýrum sem hafði birst
þeim á áróðursmyndum heima. Arnór skrifaði í
dagbók sína að fólk væri „klætt í larfa“ og stæði í
biðröðum eftir því að kaupa brauð. Hús væru
„hrörleg - sum að niðurfalli komin. Fólkið eins
og fuglahræður. Allt ósköp gamaldags.“ Ekki tók
betra við á næsta viðkomustað lestarinnar sem
fékk þá einkunn í dagbókinni að hann væri „fá-
tækranýlenda“.
Námsmenn frá Vesturlöndum voru sjaldséðir
fuglar eystra og það var ekki auðvelt að ná trún-
aði skólasystkinanna sem vissu að lögregluríkið
átti viðeigandi refsingar við lausmælgi. Samt
heyrðu þeir félagarnir á skotspónum sögur sem
bentu til þess að ekki væri allt með felldu í verka-
mannaríkinu. Tveimur árum áður en Krúsjoff
flutti leyniræðuna sagði skólafélagi Árna Berg-
mann nýkomnum undir rós frá þrælabúðunr í Sí-
beríu, óhóflegri refsigleði og atferli Berias lög-
reglustjóra sem lét menn sína fara um Moskvu og
grípa fallegar stúlkur sem hann svo nauðgaði, ef
þær höfðu ekki Iátið af mótspyrnu fyrir hræðslu
sakir. Hann frétti að sveitirnar væru í niður-
níðslu, að þar lægju allir í fylleríi. Samstúdent
hans var úthrópaður fyrir að leyna því að faðir
hans var stórbóndi, af hinni hundeltu stétt kú-
lakka. Stúdentar frá Eystrasaltsríkjum sögðu frá
því hvernig farið var að því að innlima ættlönd
þeirra í Sovétríkin, frá valdníðslu, fjöldahandtök-
um og nauðungarflutningum. Hann komst í vin-
fengi við fjölskyldu; þar í húsinu bjó kerling sem
á tíma Stalínsógnarinnar stundaði þá iðju að
klaga nágranna sína fyrir leynilögreglunni og
koma þeim þannig í fangabúðir.
Einar Olgeirsson var helstur forgöngu-
maður námsferðanna austur. Þar taldi hann að
upprennandi forystumenn sósíaiista fengju við-
hlítandi skóiun. Einar var stoltur af stúdentun-
um sínum og sagði:, Dúxarnir koma til okkar."
Allt þetta vakti spurningar sem fæstir áræddu
að svara fyrr en eftir að farið var að afhjúpa Stal-
ín, persónudýrkunina og ofsóknarbrjálæðið - og
þá kannski ekki nema í hálfum hljóðum og alls
ekki nema til hálfs.
Þrátt fyrir himinhrópandi þversagnir og aug-
ljósar lygar flökraði heldur ekki að íslensku
námsmönnunum að gera upp sakir við sjálfan
kommúnismann, sá tími var langt undan. Það
var hentugra að finna skýringar en draga í efa
sjálfa heimsmyndina. Skýringarnar voru líka
margar og dugðu prýðilega: mistök höfðu vissu-
lega verið gerð, en hvað var ekki hægt að réttlæta
með öllum fórnunum sem höfðu verið færðar,
ágangi fasismans, heimstyrjöldinni, leifununr af
borgaralegum hugsunarhætti, fjandskap Vestur-
landa, undirróðri og njósnum. I meginatriðum
var allt á réttri leið í átt til hins fyrirheitna lands
kommúnismans, hins stéttlausa þjóðfélags - með
viðkomu í alræði öreiganna eins og kenningin
mælti fyrir um.
Reyndar væsti heldur ekki um stúdentana frá
Islandi. Þeir fengu allrífleg námslaun og bjuggu á
glæsilegasta stúdentagarði í Sovétríkjunum, ólíkt
innfæddum samstúdentum sem margir urðu að
sætta sig við að hírast í gömlum herbúðum. Þeir
vöktu hvarvetna forvitni, en urðu samt ekki mjög
varir við athafnir leynilögreglu, KGB. Hún átti
það þó til að stinga upp kollinum þegar minnst
varði. Árni Bergmann nefnir þess háttar dæmi:
Nokkrar stúlkur voru í umferð sem stungu mjög
í stúf við allan þorra forsjálla meyja. Ég þekkti eina
þeirra, hún var um skeið í mínum námshópi og var
kölluð Næturgalinn. Hún gekk gjarnan um garð á
kvöldin með kennslubækur í ensku undir hendinni
og lenti oftast inni hjá einhverjum útlendingi, gjarn-
an araba, og var þar næturlangt. Heiftaraugu sóma-
kærra meyja fylgdu henni norður og niður þegar
hún kom út frá þeim á morgnana. Þær gerðu harða
hríð að hcnni og öðrum bersyndugum stúlkum á
fundum hjá ungkommúnistafélaginu Komsomol,
en Næturgalinn lét sér hvergi bregða. Þetta stökk af
henni eins og vatn af gæs.
Næturgalinn barði upp hjá mér eitt kvöldið og
spurði hvort ég ætti ekki almennilegt kaffi. Jú, það
var rétt. Hún talaði háðslega um siðferðishræsnina
sem tröllriði hér öllu, helst vildi þetta pakk koma á
einhverju herskálaskipulagi. Hún dró ekkert úr því
að hún væri lífsreynd kona.
Næturgalinn dró amerískar sígarettur upp úr
pússi sínu og bauð mér smók.
Ég vildi gjarna taka sem mest upp vestræna siði,
sagði hún hátíðlega.
Það er ekki fyrr en seinna að Árni kemst að
hinu sanna. Skólafélagi hans hvíslar því að hon-
um: Auðvitað hlutu Næturgalinn og stallsystur
hennar að vera með einhverjum hætti á mála hjá
leynilögreglunni. Annarj hefði fyrir löngu verið
búið að flæma þær úr skóla og hklega í vinnu-
búðir.
Heimatilbúinn kommúnismi
Þótt samskipti íslenskra kommúnista við
skoðanabræður í austurálfu hafi verið ríkuleg og
98
EINTAK NÓVEMBER