Eintak - 01.11.1993, Page 101

Eintak - 01.11.1993, Page 101
Þór Vigfússon fór í hagfræöinám til Austur- Berlínar. Þarkvæntist hann Helgu Nowak sem síðar kom á daginn að hafði stundað njósnir fyrir Stasi. Heimkominn starfaði hann um tíma fyrir Austur- Þjóðverja, var um skeið borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins og en er nú skólameistari á Seifossi. Hjalti Kristgeirs- SON kom til Ungverja- lands þegar þarlendir voru í að reyna að hrinda af sér oki kommúnismans. Hann lét það ekki á sig fá og varð einn útsmognasti hugmyndafræðingur SÍA- hópsins og síðar Alþýðu- bandaiagsins. Svo settist hann inn á skrifstofu og lét lítið í sig heyra. Eysteinn Þorvalds- SON var íblaðamanna- námi í Leipzig. Þar stóð hann uppi í hárinu á ung- kommúnistum sem út- hrópuðu hann sem villu- trúarmann. Hann hvarf frá námi og fór heim. Hann starfaði um tíma í Æskulýðsfylkingunni, en gerðist svo hneigðari fyrir Ijóð en pólitík. Islendinganna „í himneskri uppljómun vegna dýrðar- ásýndar sósíalismans“. Niður- staðan væri hins vegar sú að gallarnir væru í yfirbygging- unni, en ekki fólgnir í hinum „sósíalísku framleiðsluað- stæðum". Þar skjöplaðist Skúla. Erfiðleikar væru sem- sagt aðeins tímabundnir, eitt þróunarstig sósíalismans sem stefndi markvisst fram á við. Hjalti skrifaði, vopnaður marxískri þrætubókarlist sem hann var öllum mönnum fim- ari í: Ég hygg að þú aksepterir kenninguna um alræði öreig- anna (Diktatur des Prole- tariats), hún er beint framhald af ríkiskenningu marxismans. Þessi despótík, sem þú nefnir svo, er ekki annað en birting- arform diktatúrsins, að okkar hyggju gallað form rétts og óhjákvæmilegs innihalds. Kerftð sjálft var semsagt dágott, þótt setja mætti út á framkvæmdina. Flestir SÍA-menn voru hallari undir skoðun Hjalta en Skúla. Árni Bergmann blandaði sér í ritdeiluna frá Moskvu og varð ekki skýringa vant á því hvers vegna svo margt hefði farið aflaga í sögu Sovétríkjanna. Kenna mætti fasismanum um hreinsanirnar miklu, en þá hafi raunar verið „hreinsað margt af því, sem hreinsa þurfti“. Eftir stríð hafi „höfuð- vígi sósíalismans verið í svo ömurlegu ástandi" að enginn mátti sjá, „og þegnarnir máttu helst ekki frétta af kjötkötlum frjálsheimsins“. Nú færu hins vegar lífskjörin stórbatnandi og menningin blómgaðist. „Við hugsum meir um það, sem með svipuðu áframhaldi yrði hér eftir fimm ár, en um það sem var fyrir fimm árum,“ skrifaði Árni. Sósíalisminn gat haldið áfram ferð sinni „þrátt fyrir hliðarstökk og jafnvel skref afturábak11. Skúli var hins vegar ósveigjanlegur. Fullur þvermóðsku spurði hann Hjalta Kristgeirsson og fannst greinilega nóg um hollustu félaga sinna við kenningu og flokk: Treystirðu ekki á þitt eigið heilabú, þarftu að láta „stóra bróður“ hugsa fyrir þig? Þarftu að ganga í halarófu með spjöldum og veifum og öskra slagorð? H/eitulegur íslendingur „Það má nærri segja að Þjóðverji á fundi sé al- veg sérstök manntegund, sem ekki er að ftnna annars staðar.“ Svo hljóðaði ein álytun SÍA- manna í Þýska alþýðulýðveldinu eftir hremming- ar sem einn þeirra, Eysteinn Þorvaldsson, hafði lent í í blaðamannadeildinni þar sem hann stund- aði nám. Eysteinn virðist að mörgu leyti hafa verið sjálfstæðari í lund en margir félgar hans fyrir austan. Ólíkt þeim flestum hafði hann til dæmis ekki verið meðlimur í Sósíalistaflokknum þegar hann sóttist eftir námsvistinni eystra. Enda leið ekki á löngu áður en Eysteinn komst upp á kant við skólayfirvöld og flokk. Tilefnið var líka ærið, því hvergi var skoðanakúgunin grímulaus- ari en einmitt í blaðamannadeildinni í Leipzig. Eysteinn hafði setið aðalfund hjá FDJ, ung- kommúnistum. Þar voru ungir flokksbroddar komnir saman til að ræða stjórnmálaþroska sem reyndist mjög ábótavant hjá sumum stúdent- anna. Þeir fengu orð í eyra og var heimtað að þeir bættu ráð sitt. Loks fór svo að tveir þeirra voru reknir „með öskrum“ úr skóla og út á vinnu- markaðinn sem þótti þung refsing í verkamanna- ríkinu. Annar stúdentanna var Birgitte Klump sem sagði síðar í bók um þessa atburði að alls hafi fimmtíu námsmenn af þrjúhundruð og sextíu verið hraktir úr blaðamannadeildinni þessar vik- ur. Hinn stúdentinn var Helga Nowak sem var unnusta Eysteins. Eysteini ofbauð múgæsingin á fundinum og gekk á dyr ásamt nokkrum öðrum náms- mönnum. Þetta var hið mesta alvörumál. 1 næsta tíma í marx-lenínisma var hann krafinn skýringa, en svaraði fullum hálsi. Vinir Eysteins tjáðu honum að þar hefði hann flutt kveðjuræðu sína. Ungherjahreyfíngin fór hamförum og boðaði Eystein á fund þar sem honum var tilkynnt að ákveðið hefði verið að reka hann úr skóla „sökum móðgunar við FDJ og rangra stjórnmálaskoð- ana“. Hann var stimplaður sem „hættulegt afl“ og úthúðað á veggspjaldi, en rétttrúaðir skólafélagar hans gerðu að honum hróp. Loks varð þó úr að Eysteini var boðið að úr- sögn hans úr skóla yrði frestað, en með því skil- yrði að hann breytti skoðunum sínum og fengi aðstoð við sitt „sósíalíska uppeldi". Það var hon- unt alveg á móti skapi, frekar vildi hann láta reyna á hvað yfirvöld gerðu. Félagar hans töldu sig hins vegar geta lent í vandræðum ef hann stæði í stríði við flokksvélina. Því tók Eysteinn það ráð að segja sig sjálfur úr skóla, það tjáði hann háskólayfirvöldum og skilaði dvalarleyfi sínu. Þvínæst hélt hann til Vestur-Berlínar og síðan til Islands ásamt vinkonu sinni Helgu Nowak. Eftir þetta mál var þungt í háskólayfirvöldum. Þau héldu fund með fjórum íslenskum náms- mönnum, Tryggva Sigurbjarnarsyni, Hjörleifi Guttormssyni, Björgvin Salómonssyni og Þór Vigfússyni, og tjáðu þeim að Eysteinn væri hvorki marxisti né sósíalisti, enda hefði hann ver- ið tortryggilegur frá upphafi. Honum var enn- fremur gefið að sök að hafa farið úr landi á ólöglegan hátt og aðstoðað stúlku úr blaða- mannadeildinni við landflótta. Þetta var fyrir tíma Berlínarmúrsins, landamærin voru ekki harðlokuð eins og síðarmeir, en við því lágu ströng viðurlög að fara í leyfisleysi til Vestur- Berlínar. Islendingarnir hörmuðu það á fundin- um að Eysteinn skyldi hafa látið hjá líða að fá vegabréfsáritun og tilkynna um brottför sína, en jafnframt kvörtuðu þeir undan afskiptum af einkalífi hans. Þeir voru upplitsdjarfir og aldrei, fyrr eða síðar, tóku þeir jafnsjálfstæða afstöðu í viðskiptum sínum við flokksræðið. I skýrslu til Einars Olgeirssonar skrifuðu þeir um þessa at- burði: 1 umræðunum gagnrýndum við framkomu blaðamannadeildarinnar í þessu máli, t.d. það að til stæði að halda fundi um málið á stúdentagarðinum og meðal erlendra stúdenta og að einkabréf Eysteins hefði verið tekið og opnað af pródekani blaðamannadeildarinnar og einn okkar beðinn um að þýða það. Töldum við það vítavert athæfi og varða við lög. Lagskona sía-félá\ga REYNIST NJÓSNARI Enn hefur ekki verið minnst á Stasi, hina árvökulu öryggis- lögreglu, ríki í ríkinu sem teygði anga sína út í hvern afkima Þýska alþýðulýðveldisins. Und- anfarin ár hafa Þjóðverjar verið önnum kafnir við að lúslesa gamlar Stasi-skýrslur og margir sem jafnvel töldust nánast flekklausir misst æruna vegna þess að kom á daginn að þeir gengu erinda öryggislögregl- unnar. Aftur er nefnd til sögunnar stúlkan Helga Nowak sem fór með Eysteini Þorvaldssyni til Vestur-Berlínar og síðan til Islands. Hér festi hún ekki yndi og fór aftur til Þýskalands, en þar giftist hún seinnameir félaga Eysteins, Þór Vigfússyni. Það líða þrjátíu ár og Helga er orðin þekkt skáldkona. Múrinn er fallinn og Helga tekur það ráð að reyna að firra sig vandræðum með því að létta á samvisku sinni og skrifa opið bréf til Der Spiegel, víðlesnasta tímarits Þýskalands. Þar játar hún að hafa skrifað skýrslur um útlenda námsmenn fyrir Stasi, meðal annars um Islendingana. Hún finnur sér ýmislegt til málsbóta; það gera flestir sem störfuðu fyrir Stasi af fúsum eða frjálsum vilja ellegar nauð- beygðir. Hún segist hafa skuldbundið sig til að starfa fýrir Stasi í september ^957, en þá var hún í góðu vinfengi við Islendingana sem voru við nám í Leipzig. Að öðrum kosti hefði sín beðið fangels- isvist, segir hún. Og Stasi sleppti ekki af henni takinu. Þegar Helga kom aftur til Þýska alþýðulýð- veldisins eftir íslandsferðina hafði hún verið svipt ríkisborgararétti og átti yfir höfði sér tukthúsdvöl vegna flóttans. Henni var meinað að fara aftur á fund gamalla félaga í Leipzig og afréð því ganga aftur á mála hjá Stasi sem útvegaði henni starf í verksmiðju í Austur-Berlín. Þar fékk hún það verkefni að fylgjast með nokkrum starfsmönnum verksmiðjunnar. I bréfinu til Der Spiegel fullyrti Helga að hún hefði ekki gefið upplýsingar sem hefðu getað skaðað nokkurn mann. I5au voru líka orð Þórs Vigfússonar, fyrrum eiginmanns henn- ar, þegar málið komst í hámæli; hann sagði að Helga hefði tjáð sér að hún hafi aldrei látið neitt uppi sem kom sér illa fyrir starfsfélaga hennar, vini eða kunningja, heldur einungis greint frá atriðum sem engu máli skiptu. Þýskaland úir og grúir af fólki með svipaða sögu; Stasi hafði auga með öllurn og seinni tíma upplýsingar hafa leitt í ljós að ólíklegasta fólk var málaliðar öryggislögreglunnar. Ekki hefur þó komið upp úr dúrnum að neinn Islendinganna hafi verið bendlaður við Stasi, nema kannski einn, allsendis óbeint. Það var Tryggvi Sigurbjarnarson. Tryggvi hefur sagt frá því að herbergisfélagi sinn einn hafi verið í vandræðum, þess hafi verið krafist að hann semdi skýrslu um útlendinginn. Hann hafi liins vegar skort andagift og segist Tryggvi hafa skrifað nokkrar ritgerðir um sjálfan sig sem síðan fóru boðleið til Stasi. Það fylgir svo sögunni að herbergisfélagi hans haslaði sér völl innan öryggislögreglunnar að námi loknu, hvort sem það er þessum hugverkum Tryggva að þakka eða ekki. NÓVEMBER EINTAK 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.