Eintak - 01.11.1993, Síða 102

Eintak - 01.11.1993, Síða 102
Félagi Guttormsson hefur þó haft mest af henni að segja, og af samtöliim hans við hana má ráða að hún sé óframfarasinnuð manneskja... Oframfarasinnað fólx Hafi íslensku námsmennirnir í Austur- Þýskalandi verið litnir nokkru hornauga eftir mál Eysteins Þorvaldssonar, bættu þeir orðstír sinn og vel það í svokölluðu Þorsteinsmáli. Þorsteinn Friðjónsson kom nýstúdent til Leipzig 1957 og hóf nám í efnafræði við Karl Marx-háskólann. Foreldrar hans, Friðjón Stefánsson og María Þorsteinsdóttir, voru meginstólpar í sósíalista- hreyfingunni á Islandi og naut Þorsteinn líkt og flestir námsmenn aðrir liðsinnis Einars Olgeirssonar við að komast austur. Hann virðist hins vegar ekki hafa verið hneigður fýrir eilífar umræður um stjórnmál og heimsbyltingu, enda er sagt að hann hafi verið fremur einrænn og dulur að eðlisfari. Þorsteinn komst fljótlega upp á kant við íslendingana og þótt hann hafi að einhverju leyti talið það skyldu sína að starfa með SÍA-mönnum virðist honum hafa staðið stuggur af skýrslugerð þeirra og fundagleði. Máski taldi hann skýrslurnar líka einhvers konar svik við Einar Olgeirsson og aðra góða sósíalista heima, og þá ekki síður við sósíalistaríkið sem af rausn kostaði þá til náms. Móðir hans segir í æviminn- ingum sínum að hann hafi kvartað yfir því að skýrslurnar væru skrifaðar á ritvél sem hann átti og yfir því að þurfa að greiða hluta af námsfram- færi sínu í sjóði SlA. Hafí hann fljótlega lent í skuld við félagsskapinn, en Islendingarnir gengið nokkuð hart fram í að innheimta hana. I Austur-Þýskalandi kynntist Þorsteinn ungri konu sem hann kvæntist, Wally Dreher. Wally var manngerð sem þreifst afar illa í verkamanna- paradísinni; hún var af gömlum aðalsættum, upprunnin í Köningsberg í Austur-Prússlandi, á landsvæði sem féll í skaut Pólverja eftir stríðið. Wally og móðir hennar höfðu lent á hrakhólum eftir ósigur Þjóðverja; þær flúðu vestur í átt að hernámssvæði Bandaríkjamanna, en gáfust upp í Leipzig og komust ekki lengra. I hildarleiknum hafði stór hluti fjölskyldu hennar týnt tölunni. María Þorsteinsdóttir segir að Wally hafí verið „flóttamaður að atvinnu"; hún var á sífelldu flökti og hafði setið í fangelsi fyrir að reyna að komast vesturyfir. I upphafi mun Þorsteini hafa miðað ágætlega í námi. Það var ekki fyrr en haustið 1959 að vand- ræðin hófust. Þá létu þau Þorsteinn og Wally sig hverfa um Austur-Berlín, yfir til Vestur-Berlínar og héldu svo til Islands. Þetta gerði Þorsteinn fyrirvaralaust, án þess að að segja sig úr skóla eða láta vita um brottför sína. Það bætti svo gráu ofan á svart að ferðalag hjónanna til Vestur-Berlínar varðaði við lög Þýska alþýðulýðveldisins, en Skúli Magnússon fór alla leið til Peking. Þar horfði hann með viðbjóði upp á ofsóknir kommún- ista á hendur fólki sem hafði látið glepjast af svo- kallaðri blómabyltingu Maós. Skúli gaf kommún- ismann fljótt upp á bátinn og sneri sér að iðkun jógafræða. Þorsteinn Friðjóns- SON stundaði efnafræði- nám í Dresden. Hann kvæntist þar og fór aftur til islands með konu sinni í óþökk yfirvalda og ís- ienskra samstúdenta. Eftir mikla rekistefnu fékk hann að koma aftur til Austur- Þýskatands, en var óham- ingjusamur og fyrirfór sér. Wally hafði enga vegabréfsáritun. Þegar upp komst varð uppi fótur og fit meðal SlA-félaga í alþýðulýðveldinu og í þetta sinn reyndust þeir öllu samvinnufúsari við yfirvöld en í Eysteinsmálinu. Þeir kornu sér saman um hvaða „taktík'* þeir skyldu beita og síðan áttu þeir Hjör- leifur Guttormsson, Tryggvi Sigurbjarnarson, Ólafur Eiríksson og Þór Vigfússon fundi nteð fúlltrúum háskólayfirvalda. Svo sendu þeir mið- stjórnum SED og Sósíalistaflokksins íslenska greinargerð um málið. Hún er merk heimild um hugarheim íslensku námsmannanna og það samfélag sem þeir gistu. I greinargerðinni segjast þeir þráfaldlega hafa reynt að vekja áhuga Þorsteins á pólitísku starfi sínu, en án árangurs. Þó hefði hann staðið sig ágætlega í námi og það hefði ekki hvarflað að þeim að Þorsteinn sýndi „það framferði sem nú hefur verið gert uppvísf1. Þeir vitna í bréf sem Þorsteinn hafði sent Tryggva Sigurbjarnarsyni. Þar greindi hann frá ástæðum brotthvarfsins og bar einkum við fjárhags- og húsnæðisvandræð- um og atvinnuleysi konu sinnar. Islensku náms- mennirnir skýra frá viðbrögðum sínum á þennan hátt: Eftir þetta gerði félagi Sigurbjarnarson öryggis- lögreglunni umsvifalaust viðvart gegnum háskóla- ráðið í Dresden. Hann gerði einnig öðrum félögum í flokksdeildinni strax viðvart bréflega og sendi fél- aga Vigfússyni, búsettum í Berlín, símskeyti og fór fram á að hann gerði tafarlaust ráðstafanir til að hafa upp á Friðjónssyni í Vestur-Berlín. Hann varð við því í samvinnu við háskólaráð sitt, en það bar engan árangur. Félagi Guttormsson, sem býr í Leip- zig, gerði háskólaráði sínu stax viðvart. Námsmennirnir gera síðan aðfinnslur við skýringar Þorsteins á brotthvarfinu og segja skoðun sína að hér hafi margir neikvæðir þættir komið saman og leitt til stórslyss: Þar sem Friðjónsson var ósjálfstæður komst hann gjörsamlega á vald konu sinnar. Því miður þekkjum við konuna ekki vel. Félagi Guttormsson hefur þó haft mest af henni að segja, og af samtölum hans við hana má ráða að hún sé óframfarasinnuð manneskja... Af öðrum ummælum hennar má draga þá ályktun að hún geri sér ákveðnar grillur um „vestrið“. Hún mun hafa gert ráð fyrir því að maður hennar fyndi gott starf á Islandi eftir tveggja ára efnafræðinám og gæti því tryggt henni örugga framtíð. Þetta kemur ekki heim og saman við þann veruleika sem við þekkjum Islendingar. Þetta rímar hins vegar fullkomlega við lýsing- ar Maríu Þorsteinsdóttur á tengdadóttur sinni, Wally Dreher. Þegar hún kom til Islands blasti við henni allt annar veruleiki en hún hafði búist við; hana rámaði óljóst í munaðarlíf úr bernsku sinni og hélt líklega að á Vesturlöndum gæti hún tekið upp þráðinn að nýju. En konur gengu hér ekki um sparibúnar og höfðu þjóna á hverjum fingri, eins og virðist hafa verið óskhyggja hennar. Enda fór svo að hún fylltist óþreyju eins og fyrr og haíði allt á hornum sér; hún lét þau orð falla við tengdamóður sína að frekar vildi hún vera í fangelsi í Austur-Þýskalandi en frjáls kona á íslandi. Þannig var Wally Dreher vissulega í alla staði „ófram- farasiijnuð" manneskja samkvæmt skil- greiningu kommúnista sent þótti hentugt að skipta mannkyninu í tvo hluta, hinn framfarasinnaða og óframfarasinnaða. Ekki verður þó séð að glæpur þessarar ráðvilltu konu sé annar eða meiri en sá að hafa af lánleysi reynt að finna sér sómasamlega tilveru fjarri eilífum afskipt- um valdsmanna og lögreglu. Námsmennirnir íslensku drógu hins vegar af málinu pólitískan lærdóm og settu fram sjálfsgagnrýni samkvæmt kreddubók kommúnista. I bréfi sem Hjörleifur Guttormsson sendi Skúla Magnússyni í Peking komst hann svo að orði að Þorsteinn væri „algjörlega dauður maður pólitískt". I nið- urstöðum greinargerðarinnar til SED bæta fél- agarnir um betur: 1. Það má ekki gerast framvegis að vanþroskaður maður í pólitísku og siðferðilegu tilliti komi hingað til náms...Við erum reyndar sannfærðir um að hér hafi þegar verið gerð breyting til batnaðar, því að eftirlit með því hvaða námsmenn veljast til náms hefur verið hert. 2. Þetta atvik sýnir enn á ný hve Vestur-Berlín er hættuleg. Vera má að stutt heimsókn konunnar til Vestur-Berlínar hafi staðfest ranghugmyndir henn- ar. Það er hugsanlegt að það hafi ráðið úrslitum um hina örlagaríku ákvörðun. Að minnsta kosti gátu þau ekki yfirgefið lýðveldið á þennan hátt nema um Vestur-Berlín. 3. Að okkar dómi sýnir þetta einnig hve mikil hætta stafar af leifum borgaralegs samfélags í Þýska alþýðulýðveldinu. Við teljum að ein skýringin á atvikinu sé sú að Friðjónsson sótti ákveðin öldurhús sem eiga engan rétt á sér í ríki sósíalismans. 4. Þetta atvik mun leiða til þess að við sem flokksdeild munum framvegis taka upp betra sam- band við umsjónarmenn okkar. I þessu sambandi verðum við að sýna sjálfsgagnrýni. Umsjónarmaður Friðjónssonar, félagi J. Finster, er bæði góður fél- agi og mjög góður fræðimaður. Hann sneri sér til okkar þegar honum fannst Friðjónsson vera á rangri braut. Harmleikur í leipzig En þar með var Þorsteinsmálinu ekki lokið. Það hafði þvert á móti valdið miklum titringi heima á Islandi. Wally var óánægð og Þorsteinn vildi nú komast aftur í nám. Hann fór út, dvaldi þar í hálfan mánuð, og kom aftur til Islands og sagði að íslendingarnir hefðu sett sig á móti því að hann yrði tekinn inn í skólann. Það var álit þeirra að það kynni að torvelda frekari náms- mannasendingar til Austur-Þýskalands á vegum Sósíalistaflokksins ef reynt yrði að koma Þorsteini í skóla á nýjan leik. Slíkt væri „flokknum til óvirðingar". Loks varð þó úr, líklega eftir þrýsting frá Einari Olgeirssyni, að Þór Vigfússon og Tryggvi Sigurbjarnarson fóru á fund Langes, háttsetts yfirmanns í háskólaráðuneytinu, og ræddu Þorsteinsmálið. Þar kváðust þeir mundu vera samþykkir því að taka Þorstein aftur í hóp- inn og halda áfram „uppeldisstarfi“ sínu. Sá böggull fylgdi þó skammrifi að þeir töldu að sam- komulagið fæli í sér að Þorsteinn þyrfti að vinna tvö ár í efnaiðnaði áður en hann gæti hafið nám að nýju. Námsmennirnir voru hæstánægðir með fund- inn með háskólayfirvöldum og fannst þeir hafa náð góðu samstarfi við þau: Við álítum að þeir Þór og Tryggvi hafi gert góða ferð. Við höldum, að háskólaráðuneytið og reyndar líka miðstjórn SED álíti okkur eftir Þorsteinsmálið og viðræður þessar vera ábyrgan og pólitískt þrosk- aðan hóp. Teljum við, að þessi samskipti okkar stuðli að auðveldum stúdentasendingum hingað gegnum Flokkinn. Þetta álit okkar styðja kveðjuorð Langes: „Þið íslendingar komið fram með vanda- mál, sem virkilega eru þess virði, að þau séu rædd.“ Nú var svo komið að miklar sögusagnir gengu urn Þorsteinsmálið meðal sósíalista á Islandi og það allt hið bagalegasta fyrir Einar Olgeirsson sem hvort tveggja hafði trúnað við námsmennina fyrir austan og við foreldra Þorsteins sem töldu að sonur sinn væri fórnarlamb rógsherferðar SÍA-manna. Þeir voru afýmsum ástæðum heldur ekki mjög vinsælir meðal almennra flokksfélaga hér heima sem drógu margir taum Þorsteins. Að endingu varð úr að Einar tók málið í sínar hend- ur og fékk að nýju skólavist fyrir Þorstein, án við- komu í efnaiðnaðinum. Þau Wally sneru aftur til Þýskalands og líklega var það einnig fyrir tilstuðl- an Einars að henni var ekki refsað fýrir að flýja 102 EINTAK NÓVEMB1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.