Eintak


Eintak - 01.11.1993, Qupperneq 104

Eintak - 01.11.1993, Qupperneq 104
Við teljum að ein skýringin á atvikinu sé sú að Friðjónsson sótti ákveðin öldurhús sem eiga engan rétt á sér í ríki sósíalismans. 'land ólöglega. Ella hefSi hennar vísast rbeðið fangelsisvist. Raunasögu Þorsteins var þó ekki lokið. Þrátt fyrir að hann tæki að einhverju leyti þátt í starfsemi SÍA eftir að hann kom aftur út átti hann enn í erfiðleikum með að lynda við Islendingana. Fjárhagsvandræði steðjuðu að. I hjónabandinu voru líka erfiðleikar og enda þótt þau ættu tvö ung börn var Wally óútreiknanleg og hafði þann ósið að láta sig hverfa sporlaust. Eitt kvöldið hvarf Wally sem fyrr og Þorsteinn fór út að leita hennar. Hann kom heim ráðþrota. Atburðarásin er óljós, en í æviminningum sínum segir María Þorsteinsdóttir að nokkru síðar hafi hún fengið að sjá austur-þýska lögregluskýrslu; þar hafi komið fram að nágrannar Þorsteins töldu sig hafa heyrt til mannaferða um kvöldið, deilur og hljóð eins og einhverju væri hrint um koll. Enginn veit hver þar var á ferðinni, ef einhver, og skýring á því fæst vísast aldrei; María telur þó fullvíst að það hafí ekki verið Wally. Seint um kvöldið skrifaði Þorsteinn miða þar sem sagði: „Jetz ist es aus, ich habe genug.“ (Nú er því lokið, ég hef fengið nóg.) Síðan skrúfaði hann frá gasinu og fyrirfór sér. Bjartsýni OG BERLÍNARMÚR Vonbrigði eftir Ungverjalandsuppreisnina 1956 virðast hafa gleymst furðu fljótt. Og þrátt fyrir leyniræðuna og nýjar afhjúpanir á grimmd- arverkum Stalíns á 22. flokksþingi sovéska kommúnistaflokksins 1961 gengu menn ekki af trúnni. Það var líka ákveðin bjartsýni í loftinu, skammvinn þíða sem fylgdi stjórnartíð Krjúsoffs. Spútníkgeimferðir Sovétmanna og sigrar þeirra úti í himingeimnum styrktu menn í trúnni á sósíalismann; þjóðfélagskerfi sem vann slík afrek hlaut að hafa yfírburði. Ekki spilltu heldur digur- barkalegar yfirlýsingar austantjaldsleiðtoga um framfarir og velmegun sem væri í seilingarfjar- lægð: Krúsjoff lýsti því yfír að Sovétríkin myndu fara fram úr Bandaríkjunum í matvælafram- leiðslu 1965, en 1970 yrðu þau jafnokar höfuð- óvinarins á sviði iðnframleiðslu. Stjórnvöld f Austur-Þýskalandi lágu heldur ekki á liði sínu og þóttust hafa það markmið að lífskjör þar eystra færu fram úr lífskjörum í Vestur-Þýskalandi 1961. Þessu trúðu menn af barnslegri einlægni, eða vildu trúa, eins fráleitt og það virðist í nöpru ljósi veruleikans. En samt létu menn glepjast og Árni Bergmann skrifaði frá Moskvu: Og nú í dag sannar saga Sovétríkjanna, saga allra sósíalísku ríkjanna réttmæti þeirra svara, sem fyrir löngu voru gefin, sannar yfirburði sósíalismans. Svavar Gestsson var síðasti tærísveinn Einars Oigeirssonar sem fór til náms í Austur-Þýskalandi. Síðar erfði hann ritstjóra- stöðu meistara síns og þingsæti hans. Guðmundur Olafs- SON hagfræðingur var síðasti stúdentinn sem fór til náms í austantjalds- löndum á vegum Sósíal- istafiokksins. Þá voru dagar SÍA reyndar löngu liðnir. Guðmundur starfaði innan Aiþýðubandaiags- ins, en snerist að endingu öndverður gegn öllu sem minnir á sósíalisma. Almenningur í verkamannaríkjum lét sér samt ekki segjast og þegar útséð var um að hægt væri að halda lýðnum í Þýska alþýðulýðveldinu í skefjum reistu þeir Berlínarmúrinn. íslensku námsmennirnir sem dvöldu handan hans virðast hafa tekið byggingu hans með miklu jafnaðar- geði. Sumir fögnuðu meira að segja þessu sigur- tákni kommúnismans. Guðmundur Ágústsson stundaði þá nám í hagfræði í Austur-Berlín. Eftir byggingu múrsins fann hann sig knúinn til að setja saman greina- flokk sem birtist með miklum uppslætti í Þjóðvilj- anum. Þar sagði Guðmundur að vinnandi fólk í Þýska alþýðulýðveldinu fagnaði þessum aðgerð- um ríkisstjórnarinnar. Hann hefði farið í göngu- ferð um borgina 13. ágúst, daginn sem hafist var handa við að skilja borgarhlutana að, og horft á „heimdellinga11 gera hróp að „vopnuðum verka- mönnum" sem stóðu austanmegin við Branden- burgarhliðið. Guðmundur vissi gjörla hvað var á seyði: En verkamennirnir vissu, af hverju þeir hrópuðu svo mjög. Þeir hrópuðu, af því að þeir gátu ekki lengur starfað eins þægilega og áður í 80 njósna- stofnunum í Berlín, af því að þeir gátu ekki skaðað Alþýðulýðveldið lengur um 1 milljarð marka á ári með „skiptistofum" sínum, ekki lengur keypt upp vísindamenn og fagmenn DDR, ekki lengur unnið eins vel að íkveikjum sínum og skemmdarverkum á framleiðsluafurðum þeirra verkamanna sem þeir hrópuðu á. Raunveruleikinn var auðvitað allur annar. Austurborgarar voru skelfmgu losnir þegar þeir sáu landamærin iokast, einu útgönguieiðina út úr sæluríkinu sem milljónir höfðu þegar flúið. En Guðmundur hafði á reiðum höndum skýringar á flóttamannastraumnum; hann sagði að vestrænar leyniþjónustur og vestur-þýsk fasistasamtök svif- ust einskis til að fá austur-þýska borgara til að flýja. Raunar væru flestir flóttamennirnir gamlir nasistar, ekkjur þeirra og fólk sem unnið hefði vestanmegin en misst „bisnessinn". Börnum væri rænt, en Frakka sakaði hann um að stunda pynt- ingar til að fá austanmenn, stadda vestanmegin, til að njósna - slík og þvílík voru bellibrögð vest- anmanna. Kannski voru ekki allir SÍA-mennirnir jafn- himinlifandi vegna byggingar múrsins, en hins vegar verður þess ekki vart að þeir hafi mótmælt henni eða gagnrýnt hana á neinn hátt. Margir þeirra geta líklega gert eftirmæli Tryggva Sigur- bjarnarsonar um þessa atburði að sínum: Bygging múrsins var manni vonbrigði, en mað- ur skildi lógíkina í þeirri neyðarráðstöfun. Ég var flokkshollur og taldi að þrátt fýrir allt væri allt á réttri leið, þótt sú vissa minnkaði með árunum. Það var ekki fyrr en 1968 að maður gaf upp vonina og trúna á að þetta væri sá vaxtarbroddur sem maður taldi áður að það væri. Samstarfið við kommúnistaflokka austantjalds blómstraði líka á þessum árum. Sósíalistaflokkurinn íslenski hélt flokksskóla sinn í Rostock við Eystrasalt 1960 og þar höfðu SlA-menn sig mjög í frammi. Börn sósíalista voru send í æskulýðsbúðir í Austur-Evrópuríkjum og stúdentum hélt áfram að fjölga þar. Árið 1962 voru tuttugu Islendingar við nám í Þýska alþýðulýðveldinu. Einar Olgeirsson kom í reglulegar heimsóknir og var góður gestur. Stjórnvöld reyndu af fremsta megni að rækta samband sitt við námsmennina; þeim var boðið í skoðun- arferðir í verksmiðjur og menningarhallir og ákveðið að þeir tækju að sér að þýða greinar og setja tal inn á austur-þýskar kvikmyndir. SED, austur-þýski kommúnistaflokkurinn, fór ekki leynt með þá von að heimkomnir yrðu námsmennirnir alþýðulýðveldinu stoð og stytta, enda var varla við öðru að búast af svo ágætum sósíalistum. Eftir eina skoðunarferðina skrifaði Hjörleifur Guttormsson í þakkarbréfi til stjórnvalda að ferðin myndi án efa „koma okkur að liði í póli- tísku starfi okkar á íslandi síðarmeir". Stórhættulegur sannleikur En þótt efasemdir gerðu vart við sig mátti ekki flíka þeim. SÍA-mönnum var tamt það leníníska viðhorf, sem í raun er ekki fjarri hugsunarhætti kirkjuhöfðingja fyrri tíma, að aðeins fáum út- völdum væri treystandi til að höndla sannleik- ann; hann væri háskalegur alþýðu manna og myndi ekki gera annað en að rugla fólk í ríminu. Af þessu leiddi mikið leynipukur sem smátt og smátt varð líkt og annað eðli SÍA-hópsins. Ákveðin gagnrýni átti rétt á sér, en aðeins innan þröngs hóps innvígðra. Sannleikurinn skyldi mældur smátt og smátt ofan í aðra. Hann gat verið óhollur óbreyttum flokksmönnum eða fólki utan flokks, og vitaskuld stórhættulegt áróð- urstæki í höndum andstæðinga. Þrátt fyrir brest- ina varð að varðveita þjóðsöguna um fyrirmynd- arríkin í austri. Af þessu leiddi meðal annars að það hlaut að teljast í meira lagi óheppilegt að hleypa óinnvígðum austur fyrir járntjald, enda gerðu SÍA-félagar allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir svo tilefnislaus ferðalög. Þeir höfðu til dæmis horn í síðu „náungans“ Þórðar Sigfússonar sem hafði farið til Júgóslavíu og sagði heimkominn frá ýmsu miður fögru um það land í viðtali við Morgunblaðið. SÍA-menn vildu fyrir alla muni koma í veg fýrir að slíkar sögur kæmust á kreik, hvað þá að þeir sjálfir yrðu valdir að þessháttar söguburði. Þótt eitt hlutverk félags- manna væri að komast sem næst „sannleikanum um þróun mála í dvalarlöndum sínum“ bar að varast að ræða hann í hópi fólks „á misjöfnu þroskastigi“, „opinskátt fýrir eyrum nýliða“ eða „ef til vill fyrir eyrum óheppilegra manna“. Hjörleifur Guttormsson gerði þetta að um- ræðuefni á fundi í Leipzig í lok árs 1961, en þá var hann formaður SÍA Það má líta á orð hans sem áminningu til nýrra námsmanna sem hafði þá fjölgað mjög austantjalds um að bila ekki í trúnni: Flestum okkar mun fyrst í stað verða starsýnt á ágallana í hinni sósíalísku þjóðféiagsbyggingu, miss- um barnatrúna, þá við kynnumst henni af eigin raun, og það er full þörf að þekkja þá og kryfja or- sakir þeirra til mergjar. Þar getum við einmitt lært mikið hvert af öðru, hjálpast að sbr. SlA-skýrslur. Hins vegar ber okkur að varast, að þeir verði aðal- atriðið í þeirri mynd, sem við drögum upp fyrir félagana heima. Það væru svik við okkar eigin mál- stað. I sama streng tók Bæheimsdeild SlA á fundi 1961. Þar taldi Ólafur Hannibalsson óþarfa að „demba öllum skýrslum yfir nýliða meðan þeir væru að ná sér eftir fyrsta áfallið", en Árni Björnsson sagði að nýliðar skyldu ekki misvirða það „þótt viss ótti ríkti við að tala við fólk af fullri hreinskilni sem ef til vill hefði ekki gengið í Fylk- inguna fyrr en daginn áður en það lagði af stað hingað austur". Sannleikurinn um sæluríkin var semsagt stór- hættulegur og það vissu SlA-menn. Það var ekki nema hársbreidd frá honum og yfir í allsherjar- fordæmingu á kommúnismanum. Mogginn stelur glæpnum Þess meira áfall var það þegar Morgunblaðið tók að birta kafla úr SÍA-skýrslunum stuttu fyrir sveitarstjórnakosningar vorið 1962 undir fyrir- sögninni Leyniskýrsla til Einars Olgeirssonar frá íslenskri kommúnistadeUd í A.-Þýskalandi. Þetta var einmitt skýrslan sem þeir Þór, Hjörleifur, 104 EINTAK NÓVEMBER
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.