Eintak - 01.11.1993, Side 105

Eintak - 01.11.1993, Side 105
Guðmundur Ágústs- SON lærði hagfræði í Austur-Beriín. Hann skrif- aði greinar þar sem hann fagnaði byggingu Berlínar- múrsins. Guðmundur varð fyrsti formaður Aiþýðu- bandalagsféiagsins í Reykjavík, bankastjóri Alþýðubanka og útibús- stjóri hjá íslandsbanka. Franz Gíslason lærði þýsku ogt bókmenntir í Leipzig. Ásamt Hjörleifi Guttormssyni fékk hann það hlutverk að friðmæl- ast við austur-þýskstjprn- völd eftir birtingu SÍA- skjalanna í Morgunblað- inu. Franz hefur stundað kennslu og þýðingar og ekki beitt sér í pólitík. Árni Björsson lærði í Prag ásamt konu sinni Vilborgu Harðardóttur, en kenndi síðan um skeið við háskólann í Greifswald í Þýska alþýðulýðveldinu. Hann beitti sér mjög í baráttunni gegn Keflavík- urstöðinni, en stundaði þó fremur menningarpólitík en eiginleg stjórnmál. Tryggvi og Björgvin höfðu samið fyrir áramótin 1957, þá nýkomnir til Austur-Þýska- lands. Síðar kom þetta efni ásamt fleiri plöggum SÍA út á bók sem Heimdallur gaf út undir heitinu Rauða bókin. Þetta var reiðarslag. Innan Sósíalistaflokksins gekk allt af göflunum, menn ásökuðu hvor annan og leituðu ákaft að sökudólgi. Að endingu komst upp að plöggunum hefði lík- lega ekki verið lekið í Mogg- ann, heldur hefði þeim verið stolið úr fórum bróður Skúla Magnússonar sem hafði þau til varðveislu í pappakassa í húsi í Kópavogi. Ot af því spannst langvinnur málarekst- ur við Heimdellinga. Það var þó máski auka- atriði miðað við þann voða að eldfimur vitnisburður sósíalista um austan- tjaldsríkin hafði komist í þær hendur er síst skyldi. Margir gamalreyndir og hundtryggir sósíalistar voru mjög heiftúðugir í garð SÍA- félaga og vildi Brynjólfur Bjarnason taka hart á málinu. Aðrir voru fullir hneykslunar og þóttust ekki hafa vitað af þessari leynireglu ungsósíalista í útlöndum. Stjórnvöld í Austur-Þýskalandi fóru heldur ekki leynt með gremju sína, en þar reyndu íslendingarnir eftir fremsta megni að gera yfirbót. Þeir voru fullir iðrunar og fóru langleiðina með að afneita öllu sem þeir höfðu sagt í fyrstu skýrslunni frá Austur-Þýskalandi. í bréfi í júní 1962 gerðu Hjörleifur Guttormsson og Franz Gíslason miðstjórn SED grein fyrir sjónarmiðum sínum og fundu sér meðal annars til málsbóta að þeir hefðu gert sér rómantískar hugmyndir um sósíalismann þegar þeir komu fyrst til náms, enda hefðu þeir þá ekki verið búnir að afla sér nægrar marxískrar menntunar. Því hefðu þeir hlotið að verða fyrir ákveðnum vonbrigðum. Síðan buðu þeir alþýðulýðveldinu svohljóðandi sáttagjörð: Við sósíalistar teljum að Þýska alþýðulýðveldið gegni ákaflega mikilvægu hlutverki, þar sem það hvetur okkur frekar til dáða í baráttunni fyrir sigri sósíalismans í föðurlandi okkar... Stefna Þýska al- þýðulýðveldisins er forsenda þess að sósíalisminn vinni sigur í öllu Þýskalandi. Og það á eftir að eiga mikinn þátt í frekari sigrum sósíalismans í Vestur- og Norður-Evrópu. Að okkar dómi hefur SED frá upphafi verið sögulegu hlutverki sínu vaxinn, þótt öll ytri skilyrði hafi verið mjög óhagstæð. Við styðj- um því heils hugar fiokk og ríkisstjórn Þýska al- þýðulýðveldisins í baráttunni fyrir því að efla sósíal- ismann. Því sterkara sem Þýska alþýðulýðveldið er — og sósíalísku löndin - þeim mun friðvænlegra er í heiminum. Reikningsskilum slegið á frest Upp úr 1960 tóku SfA-félagar flestir að tínast heim frá námi, en síðastir fóru til náms í aust- antjaldsríkjum á vegum íslenskra sósíalista Svav- ar Gestsson til Austur-Berlínar og Guðmundur Ólafsson til Leníngrad á árunum 1967 til 1968. Leyndustu hugrenningar Sf A-manna um komm- únistaríkin höfðu verið gerðar opinberar með birtingu SfA-skjalanna, þeim til nokkurrar háðungar, og töldu sumir, til að mynda Eysteinn Þorvaldsson, að þá væri annað ástæðulaust en að hefja opinskárri umræðu um lesti alþýðulýðveld- anna en áður. Flokkurinn þyrfti að gera hreint fyrir sínum dyrum. Innan Sósíalistaflokksins voru þó fáir sem langaði að efna til slíkra um- ræðna; flokkurinn var í aðra röndina kommún- istaflokkur sem vildi halda elskulegum tengslum við góða félaga í austri og í hina röndina þing- ræðisflokkur sem vildi sem minnst af myrkra- verkum kommúnista vita, hvað þá að játa á sig einhvers konar vitorð í glæpunum. Því leiddu SfA-skýrslurnar ekki af sér neinar vitrænar um- ræður og ekki heldur þótt heimkomnir SfA- félagar ynnu ákveðinn sigur í margflóknu valda- brölti innan Sósíalistaflokksins þegar þeir gerðu bandalag við Lúðvík Jósepsson á flokksþingi 1962. Þar náðu nokkrir þeirra kjöri í miðstjórn á kostnað hörðustu stalínistanna í flokknum, þeirra á meðal Hjalti Kristgeirsson. Einhverjir hefðu þá kannski búist við að nokkrar sakir yrðu gerðar upp við kommúnistaríkin, en reyndin varð önnur. Altént verður ekki merkt að nein gagnrýnin umræða hafi byrjað innan flokksins og í raun ekki fyrr en eftir að sósíalistum var bókstaflega þröngvað til að horfa framan í ófrýnilega ásjónu kommúnismans eftir innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu 1968. Miðstjórnarsetan varð SÍA- mönnum ekki til álitsauka. Eysteinn Þorvaldsson segir að þeir hafi einfaldlega „koðnað niður“. Arnór Hannibalsson bætir um betur og segir að þeir SfA-menn sem komust í miðstjórnina hafí „misst hugrekki til að hugsa. Hinir eru aldir upp í trú á gömlu mennina og hlýða þeim." Gísli Gunnarsson sagnfræðingur var í forystuliði Æskulýðsfylkingarinnar á árunum 1962-67 og hefur sagt að hann muni ekki til þess að SfA- menn hafi nokkurn tíma gagnrýnt sósíalistaríkin, hvorki á vettvangi flokksins né í einkasamtölum. Þvert á móti hafi þeir hallast að stjórnarháttum eystra. Þar sem þeir hafi komist til áhrifa hafi þeir viljað efla miðstjórnarvald og jafnvel beitt ólýðræðislegum aðferðum. Það var haft á orði að þeir hefðu orðið fyrir áhrifum frá stalínískum vinnubrögðum, vanist á að segja ekki hug sinn allan og samsærishugsunarháttur orðið þeim eiginlegur. Hugleysi og hroki SfA-hópurinn varð aldrei sú forystusveit sósíalískrar hreyfingar á fslandi sem stofnað var til og Einar Olgeirsson hafði vænst. Eftir heim- komuna ágerðist sálarkreppa heimskommúnism- ans enn og þá var eins og mestur vindur væri úr flestu þessu fólki. Að minnsta kosti varð það ekki næstum jafnvirkt í pólitík og ætla mætti, enda hafði það verið snuðað um þá framtíðarsýn æsk- unnar að fá að skapa sósíalískt fsland. Arnór Hannibalsson gekk af trúnni stuttu eftir að hann kom heim, fordæmdi stjórnarfarið eystra í ræðu og riti, hataðist við vinstri menn og var hataður á móti. Bróðir hans, Ólafur, snerist líka og hafnaði um síðir á framboðslista hjá Sjálfstæðisflokknum. Skúli Magnússon varð alfsendis fráhverfur pólitík og helgaði sig iðkun ]óga. Aðrir héldu sig á vinstri kantinum, en höfðu sig ekki allir mikið í frammi. Hjörleifi Guttormssyni virtist þó öldungis ekki brugðið og varð ráðherra í tveimur ríkis- stjórnum þar sem hann stóð í heiftúðugri baráttu við heims- auðvaldið í líki álvers. Á Þjóð- viljanum leitaði Árni Bergmann logandi ljósi að nýjum tilveru- grundvelli fyrir sósíalista, en fann ekki. Guðmundur Ágústs- son varð fyrsti formaður Al- þýðubandalagsins í Reykjavík, bankastjóri Alþýðubankans og útibússtjóri hjá íslandsbanka. Þór Vigfússon starfaði um hríð fyrir austur-þýsku verslunar- skrifstofuna í Reykjavík, varð síðar borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík, en er nú skólameistari á Selfossi. Árni Björnsson kenndi um skeið við háskóla í Greifswald í Austur-Þýskalandi, en hélt sig mestanpart menningarmegin í lífinu og beitti kröftum sínum i baráttunni gegn Keflavíkurstöð- inni. Jóhann Páll Árnason og Hjalti Kristgeirsson þóttu drjúgir hugmyndafræðingar og áttu þátt í að semja stefnuskrá Alþýðubandalagsins þegar það varð að eiginlegum stjórnmálaflokki; Hjalti hvarf síðan sjónum inn á skrifstofu, en Jóhann Páll týndist við fræðistörf í útlöndum. Eysteinn Þorvaldsson hneigðist til ljóða fremur en stjórn- mála, en litlum sögum fer af pólitísku starfi Tryggva Sigurbjarnarsonar, Björgvins Salómons- sonar og Franz Gíslasonar. Það þarf ekki að efast um að þegar lagt var upp hafi trú SÍA-félaganna á sósíafismann verið fölskvalaust og hjartahrein. Þegar austur kom blasti við að kommúnistaríkin voru ofurseld kúg- un, ógn og lygum; þetta var prófraun og í henni urðu þeir uppvísir að hvort tveggja hugieysi og hroka. Þeir voru kynslóð sem þurfti að komast yfir vonbrigði sem eldri skoðanabræður þeirra neituðu mestanpart að horfast í augu við allt fram í andlátið. Þeir voru kynslóðin sem gekk að endingu af trúnni, eftir miklar efasamdir og tví- skinnung, og þó oft ekki fyrr en í fulla hnefana. Fremur en að viðurkenna staðreyndir völdu þeir að hylma yfir með harðstjórum og blekkja sjálfa sig og aðra, lofa alræðið opinberlega en hvísla um meinsemdir þess. Það er hugleysi. Og þeir kusu að þegja. Þeir trúðu að fólk væri almennt ekki nógu vel gefið eða vel gert til að þola að heyra sannleikann sem þeir höfðu séð með berum aug- um eystra. Svo óþægilegar staðreyndir átti ekki að ræða nema á lokuðum klíkufundum. Það er hroki. Stuðst við: Árni Snævarr og Valur Ingimundarson: Liðsmenn Moskvu. Samskipti íslenskm sósíalista við kommúnistaríkin. Helgi Hannesson: Sósíalistafélag Islendinga austantjalds og SlA-skjölin. Árni Berg- mann: Miðvikudagar i Moskvu. Nanna Rögnvalds- dóttir: Skilmálarnir hennar Maríu. Rauða bókin, Leyniskýrslur SlA. E I N T A K 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.