Eintak - 01.11.1993, Qupperneq 110
VDEOORGÍA
Eins og það er gott að borða rækilega yfir sig á jólunum, keyra á ofsahraða
um miðja nótt þegar enginn sértil eða sofa rækilega út á fyrsta sumarleyfisdeg-
inum, þannig er líka gott að leigja sér fimm vídeómyndir á hryssingslegu vetrar-
kvöldi og horfa á þær allar í einum rykk. Það er ekki bara óhófið sem freistar,
heldur felast í þessu mótmæli - með oftúlkaðri gandhískri aðferð. Ekki bara án
ofbeldis, heldur með algjöru aðgerðaleysi. Mótmæli gegn veðurguðunum sem
eru vísir til að dreþa mann á milli húsa og mótmæli gegn bévítans landnáms-
mönnunum sem hefðu vel getað drattast eitthvað suður á bóginn í rétt tæplega
hálfnumdum heimi. En svona vídeóorgía þarf að að vera útspekúleruð ef þátt-
takendumir eiga ekki að sofna í miðri annarri mynd. Og snakkið, snarlið og nas-
lið má ekki þrjóta. Hér er okkar tillaga að vídeóorgíu fyrir nóvembermánuð.
GROUNDHOG DAY
Rök: Best er að byrja á gamanmynd. Efni: Önugur og hrokafullur sjónvarps-
fréttamaður lendir í því að vakna alltaf klukkan sex að morgni sama dagsins og
upplifa hann aftur og aftur. Bill Murray er ægilega skemmtilegur og myndin
sveiflast á milli þess að vera óborganlega fyndin og ofurraunsæ lýsing á lífí okkar
flestra; sífelldri endurtekningu á sama stefi. Nasl: Örbylgjupopp og nóg af ís-
köldu kóki. Best er að hafa poppið í einni stórri skál sem margir þurfa að deila
saman og deila um.
NIGHT ON EARTH
Rök: Heldri myndir eru bestar þegar búið
er hita áhorfendur upp og áður en þá syfjar.
Efni; Nokkrar stuttar sögur sem gerast í
leigubílum víða um heim, í New York, Los
Angeles, París, Róm og Helsinki. Lág-
stemmd og mannleg kímni Jim Jarmush
heldur myndinni saman, en Wynona Ryder
stelur senunní í hlutverki ungrar stúlku sem
ekur ieigubíl og keðjureykir og talar út í eitt.
Næstbestur er Armin Múller-Stahl sem leik-
ur uppflosnaðan Austur-Þjóðverja sem
vinnur sem leigubílstjóri í New York án þess
að kunna að keyra bíl. Nasl: Ekkert popp
frekar en á kvikmyndahátíð, heldur rauðvín,
ostar og mikið af sígarettum (vegna Wynonu).
UNDER SIEGE
Rök: Ef áhorfendur vilja halda lengra þurfa
þeir aðstoð; sprengingar, manndráp, kyrk-
ingar, alheimssamsæri og alvöru illmenni.
Efni: Tommy Lee Jones er greindari en
flestir menn og líka verr innrætur. Hann ætl-
ar sér heimsyfirráð og alls engan dauða, en
lendir í þeirri ólukku að ræna flugmóðurskipi
þar sem kokkurinn heitir Steven Seagal.
Þeir sem hafa séð til kappans í fyrri mynd-
um vita að i honum hitta allir fjandar ömmu
sína. i stuttu máli: fimmtíu morð, tvær geir-
vörtur og sjö einræður heljarmennis um
vanda þess að vera hvort tveggja kokkur
og sláturhús. Nasl: Eitthvað karlmannlegt,
gróft, staðgott og óhollt. Til dæmis: prins póló, harðfiskur og smér, reyktur rauð-
magi eða jafnvel staur.
DAMAGE
Rök: Kominn nótt og því tími fyrir erótík.
Efni: Jeremy Irons er rola sem hefur látið
undan metnaði konu sinnar, leiðst út í pólit-
ík og endað sem minniháttar ráðherra.
Hann fyrirlítur það líf sem hann hefur látið
þröngva sér í og sjálfan sig fyrir að vera sá
maður að láta bjóða sér það. Þegar tilvon-
andi tengdadóttir hans gefur honum undir
fótinn gleypir hann agnið og það má segja
að hann ríði á henni út úr því lífi sem var að
kæfa hann. En honum hefnist fyrir syndina
og endar sem fáskiptinn sérvitringur í týndu
þorpi í Portúgal. Nasl: Aðrir áhorfendur -
þó ekki að hætti Guðjóns Þórðarsonar.
BAD LIEUTENANT
Rök: Eftír að fjórar bíómyndir hafa valtað yf-
ir heilann á áhorfendum eru þeir vel mót-
tækilegir fyrir einhverju spilltu og Ijótu. Efni:
Þeir sem hafa þol til að horfa á fimm vídeó-
myndir í röð hafa sjálfsagt einnig þol gagn-
vart hráslagslegum sóðaskap og ömurlegu
vonleysi þessarar myndar. Hér er ekkert
fyrir mömmur eða ömmur og alls ekki frið-
arömmur. Harvey Keitel gengur fram af
sjálfum sér og áhorfendum sem firrt, frúst-
eruð, stórskuldug, kolrugluð, útúrdópuð
lögga sem haldin er óslökkvandi sjálfstor-
tímingarhvöt. Hann fær frið í lok myndarinn-
ar eftir að hafa sokkið í gegnum öll ömur-
legustu síldarplön mannlegrar tilveru. Nasl: Samloka eftir ítrustu sérvisku hvers
og eins - jafnvel þær sem maður smyr aldrei nema einn heima.
B/rir ofanx)q neðan-
frostmark
Rokk í Reykjavík
loksins íslensk kúltmynd
Að drekka rauðvín með fiski
og brjóta svoleiðis reglur
Klúrt tal
og afgerandi, án þess að meina
endilega neitt mikið með því
Stórir menn á litlum bílum
og litlar konur á stórum bílum
Óreiðukenningin
heimurinn er eitthvað svo miklu
skemmtilegri staður ef allt er háð
örsmáum tilviljunum og
gjörsamlega óútreiknanlegt
Risaeðlur
við biðum í 65 milljón ár og
fengum leið eftir tvo mánuði
Yfirvaraskegg
eins og bítlarnir voru með á Sgt.
Pepper's-albúminu, það er bara
tímaspursmál hvenær þau hrynja í
tísku
Listaverka- og bókasafn
Seðlabankans
að minnsta kosti þangað til einhver
fær að koma þangað inn
Kreppan
meira að segja Davíð er orðinn
leiður á henni og reynir að segja
þjóðinni að hún sé eiginlega búin
Rod Stewart
ótrúlegur maður, hann er enn einu
sinni að volgna, eftir að hafa verið
úti i kuldanum, og sjálfsagt kólnar
hann aftur, til þess eins að hitna á
nýjan leik
Minnihlutaflokkarnir
í borgarstjórn
þeir koma sér aldrei saman um
kandídat og skíttapa kosningunum
Ofbeldi í bænum
þegar vetrar leyfir veðrið ekki
ofbeldi
Að vera ekki með afruglara
og tala um það eins og í því felist
skilaboð til samfélagsins
Umræðuþættir um atburði
vikunnar í útvarpinu
eftir að svoleiðis þættir komu í
sjónvarpið er það eins og að spila í
annarri deild að lenda í svoleiðis
prógrami
Kvikmyndahátíð
og menning sem er skipulögð af
nefndum á vegum hins opinbera
1
Loðfóðraðir jakkar
líka þótt gæran sé gervi
Leikrit sem fjalla um alnæmi
þau hafa flætt yfir Ameríku og nú
líka yfir ísland
KK
maðurinn er svo afslappaður
Fólk með sérkennilegt útlit
stór nef, hátt enni, mikla kjálka,
sterkan hökusvip, eða sjáið bara
nýju módelin sem verið er að
skipta inn á fyrir þau gömlu og
sléttu og felldu
Sólon íslandus
fólkið þar inni er flest fallegt á
svipinn og þar er bjart svo maður
getur horft framan í þetta fallega
fólki
Landbúnaðarmálin
þjóðin er búin að fá nóg og vill
frekar borga en þurfa að heyra
meira
Teprulegir drykkir
galliano, sambucca og svoleiðis
sætt gums
Galadansleikir
á óperuballinu í Vín slæst lýðurínn
við lögguna fyrir utan meðan
snobbliðið skemmtir sér inni, en
þar er þó að minnsta kosti fjör
Stíf hægrimennska
það eru orðnir of margir í þeim
vagni og tími til að leita að öðru
skipi og öðru föruneyti
Afdráttariaus persónueinkenni
það ber til dæmis ekki að lasta
góðar sérviskur eða fóbíur
Bíóbarinn
unglingar á renneríi innan um
harðnaða drykkjumenn, það er
ekki góð blanda
Spilakassar
maður getur ekki stungið tíkalli í þá
án þess að vera álitinn fársjúkur
Skák
eftir tvö óbærilega leiðinleg
heimsmeistaraeinvígi
Heilbrigðisráðuneytið
eftir að Guðmundur Arni breyttist
úr foringjaefni í fúlmenni á einu
hausti er varla von að neinn
pólitíkus hætti sér þangað inn
framar
Dagsljós
ekki skánaði dægurmálaútvarpið
við að lenda framan við
kvikmyndavél
110
EINTAK NÓVEMBER