Eintak


Eintak - 01.11.1993, Qupperneq 112

Eintak - 01.11.1993, Qupperneq 112
Edward Radzinsky The Last Tsar Radzinsky þessi hefur áratugum saman haft á heilanum eina mestu ráðgátu tuttugustu aldarinnar, örlög rússnesku keisarafjölskyldunnar. Hann er svosem ekki fyrsti maðurinn sem pælir í þessu efni; litteratúrinn um morðin í Erkaterinen- burg í júlí 1918 gæti fyllt heilt bókasafn. En Radzinsky nýtur þess að skjalasöfn eystra eru að opnast upp á gátt og að losnað hefur um málbeinið á fólki sem býr yfir vitneskju um leyndarmál kommúnista- stjórnarinnar. Þetta nýtir hann sér með slíkum ágætum að varla verður séð að mikil þörf sé á að skrifa fleiri bækur um efnið; hann telur sig hafa fundið nákvæm- lega út hver skaut kúlunni sem drap keisarann (um þann heiður deildu meðlimir morðsveitarinnar), og óneitanlega eru röksemdafærslur hans sannfærandi. En þótt Radzinsky dvelji nokkuð við smáatriði er af og frá að hann láti þau gleypa sig; hann lýsir af innlifun hroka sigurvegaranna sem höfðu keisarann fanginn, hlut Leníns sem fyrirskipaði morðin í þeirri trú að tilgangurinn helgaði öll meðul og ráðvilltri keisarafjölskyldunni sem virðist hafa ekki botnað grand í því hvað yfir hana gekk, allt þar til brunnin lík keisara, keisaraynju, prins og prinsessa fundust í gamalli námu austur undir Úralfjöllum. 1590 krónur. The Penguin Book of Speeches Hér eru vondir kallar í bland við góða kalla, frægustu ræður tuttugustu aldar- innar, áhrifamiklar en ekki allar uppbyggi- legar. Lenín talar á Finnlandsstöðinni, Trotskí talar við stofnun Rauða hersins, Hitler f Berlín 1938 og segist ekki hafa meiri þolinmæði. Öllu félegri er ræða Churchills um blóðið, svitann og tárin og ræða Kennedys við Berlínarmúrinn þegar hann sagði: „lch bin ein Berliner." Svo má líka flnna fleyg orð kóngafólks: Útvarps- ávarp Játvarðs VIII þegar hann sagðí af sér konungdómi og ræðu Elísabetar drottningar þegar hún lýsti sínu ,,annus horribilis". Svona bók les kannski enginn í striklotu í gegn, en það má hafa af þessu nokkurn lærdóm og þá ekki bara morfísliðið og fólk sem hefur atvinnu af því að tala úr púlti.1795 krónur. Þorgeir Þorgeirsson Tvíræður Islendingar eru hænsn. Einhvern veginn svona komst Þorgeir Þorgeirsson að orði í ritgerðasafni sem hann gaf út fyrir nokkrum árum. Svo komst mannréttinda- dómstóll Evrópu í málið og úrskurðaði að þarna hefði Þorgeir einmitt hitt naglann á höfuðið - íslendingar væru hænsn. Og Þorgeir, sem allt embættismannakerfið og fjölmiðlarnir, höfðu stimplað sem kverúlant, birtist þjóðinni allt í einu eins og maður sem fór í krossferð og hafði sigur. Á þessa litlu bók hefur Þorgeir sett sex ræður sem hann hefur flutt við ýmis tækifæri, meðal annars fyrir mann- réttindadómstólnum. Hann kann að vera ögn sérvitur, en honum er líka lagið að svifa frjáls, laus undan ofurþunga klisjanna sem íslendingar nota til að tala saman. 7672 krónur. Stefán Jón Hafstein New York, New York Stefán Jón Hafstein fellur í nákvæmlega sömu gryfju og í fyrri bók sinni sem hét Eru guðirnir geggjaðir? Hann er fórnarlamb sjálfs sín, sinnar eigin flæðandi mælsku sem hefur gert hann að frábærum útvarpsmanni, en ekki nema miðlungi góðum rithöfundi. Það vantar svosem ekki að söguefnið er nógu gott; skringilegur, en um leið drenglyndur og indæll íslendingur sem hefur valið sér það hlutskipti að búa meðal spássíufólks í Harlem. Vandinn er bara sá að Stefán Jón er alls staðar að þvælast fyrir með oflát- ungslegum stíl og málskrúði sem hefði betur orðið eftir á skurðarborði útgefandans. Hann ber söguefnið, íslendinginn með skrítnusöguna, ofurliði. 2450 krónur. wi ma Lítið spjall við llluga Jökulsson sem er að gefa út nýja skáldsögu Hverslags bók er þetta? „Ég kann í raun ósköp lítið frá því að segja.“ Þér hefur tekist bærilega að segja frá bókum annarra? „Þetta er skáldsaga." Segir Illugi Jökulsson um nýja bók eftir sig sem kemur á út hjá Almenna bókafélaginu. Eins og flestir vita er lllugi þjóðkunnur útvarpsmaður, pistlahöfundur og blaðamaður, en hann hefur líka skrifað barnabækur og eina skáldsögu sem kom út í hitteðfyrra. Um hvað fjallar hún? „Hún segir frá ferðalagi frá Reykjavík til Víkur í Mýrdal. Og frá manni sem er að reyna að fá skýringu á því af hverju séu ti) vondir menn.“ Það hlýtur eitthvað að gerast á leiðinni? „Hann verður vitni að vondum atburði. Annars er þetta ferðasaga.“ Ferðasaga? „Ferðasaga í mjög venjulegum skilningi, frá Reykjavík til Víkur. Kannski lendir maðurinn í ýmsu sem ekki er venjulegt á þeirri leið. Það má líklega segja að hann hitti fyrir útlönd á Islandi." Einhver sagði að það dyndu yfir hörmungar? „Sumt af því sem kemur fyrir eru menn kannski vanari að herma upp á útlönd en ísland.“ Er þetta þá framtíðarsaga? „Nei, nei. Bara saga um mann“ Ádeilusaga? „Nei, það fmnst mér ekki. Það er spurning hvort maðurinn bregst við atburðum eða hversu mikið hann bregst við þeim. Þeir sem hafa lesið bókina eru ekki á eitt sáttir um það.“ Þarf ekki stóra bók undir svona ferðalag? „Hún er stutt og lítil. Svona 120 til 140 síður.“ Hvað á hún að heita? „Barnið mitt barnið. Með engri kommu.“ 112 EINTAK NÓVEMBER
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.