Eintak

Tölublað

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 2

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 2
ÓQEÐ- FELLDASTA FRÉTT VIKUNNAR IOF ...fær Haukur Hjattason, framkvæmda- stjóri Dreifing- ar, fyrir að flytja inn kjúklingakjöt, ná því næstum út úr tolli og kalla Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra götustrák, á meðan hann uppfræddi hann um að það hafi verið bannað i marga áratugi að blanda hormónum í fóður i Bandaríkjunum. Ef til vill hefur honum í leiðinni tek- ist að kveða niður eina af vinsælustu bábiljum landbúnaðarfurstanna. LAST ...fær Karl Steinar G uðnason, forstjóri Trygginga- stofnunar, sem varla er sestur i spart- anska skrifstofu Eggerts Þor- steinssonar (þar sem nánast ekkert var innandyra, ekki einu sinni Eggert) en hann fer að suða um að kaupa graf- hýsi Sambandsins á Kirkju- sandi undir sig og sína. Odda Þeir Hörður Einarsson og Sveinn R. Eyjólfsson, fjárgæslu- menn DV, hafa ekki látið staðar numið eftir kaupin á Tímanum við að taka til sín verkefni á dagblaða- markaðinum. Á sínum tíma voru öll fátæku blöðin prentuð í Blaða- prenti eða þar til Prentsmiðjan Oddi keypti það fýrirtæki. Oddinn prentaði því Þjóðviljann, Tímann og Alþýðublaðið og einnig Helg- arpóstinn meðan hann var og hét. Síðan fór Helgarpósturinn á haus- inn og Pressan kom í staðinn. Þá fór Þjóðviljinn yfir um. Helgar- blaðið, sem kom út vikulega, tók við og dró því heldur úr prentun hjá Odda. Það fór síðan á hausinn og Alþýðubandalagið stofnaði til Vikublaðsins í staðinn. Þá fór Tím- inn á hausinn og DV keypti hann og tók þar með yfir prentunina. Nú hefúr Vikublaðið hlaupið yfir til DV einnig. Eftir standa Alþýðu- blaðið, áttblöðungur sem kemur út fjórum sinnum í viku, Pressan sem er um 32 síður og kemur út á fimmtudögum og síðan EINTAK, sem einnig kemur út á fimmtudög- um og er 40 síður. Það er því sér- kennilegt álagið í Oddanum. Á mánudögum og þriðjudögum eru prentaðar átta síður en á miðviku- dögum einar áttatíu. Þeir Hörður og Sveinn ætla sér að stækka við dagblaðaprentsmiðju sína til að geta prentað stærri blöð en Vikublaðið og Tímann. Það mun þó ekki vera ætlunin að taka DV sjálft inn í hús, en það er prent- að í prentsmiðju Morgunblaðsins. Til þess er það sambýli of hag- kvæmt báðum. En þeir Hörður og Sveinn munu ávallt hóta því að taka DV til sín þegar Morgunblaðsmenn orða hækkun á prentkostn- aði. að Ijúka Stjóm íslenska útvarpsfélagsins hf. sker upp herör gegn háum risnureíkningum og bruðli Fyrirhugaður er stjórnarfundur hjá Jslenska útvarpsfélaginu hf. í dag fimmtudag. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum EINTAKS verða háir risnu- reikningar ýmissa stjórnenda Stöðvar 2 og bruðl, sem viðgengst á æðstu stöð- um, eitt helsta málið á dagskrá. Talað er um að einhveirjir hausar fái að fjúka í kjölfarið. Oftast er nefndur til sögunnar Magnús Kristjánsson, yfirmaður markaðs- sviðs, sem kallaðúr ér „Prinsinn“ innan- húss á Stöð 2. Hann er víst þegar far- inn að þreifa fyrir sér með vinnu. Þessi afskipti stjórnarinnar hafa vofað yfir í nokkurn tíma og topparnir skynj að skilaboðin um að þetta gengi ekki lengur. Páll Magnússon, sjónvarps- stjóri, sá ástæðu til á starfsmanna- fundi á þriðjudag að lýsa yfir að rándýr jeppi, sem hann hefur haft til afnota, verði seldur og annar sparneytnari bíll keyptur. Þá sagði hann laxveiðitúra á kostnað fýrirtækisins heyra sögunni til. Margar sögur ganga á meðal starfsmanna Stöðvar 2 um hvað höfðingjarnir hafi leyft sér. Nefnt hefur verið að óspart hafi verið etið og drukkið út á auglýsinga- samninga við veitingahús. Þá eru nefndar óeðlilega tíð- ar utanlandsferðir einstakra stjórnenda. Mergjaðasta sagan segir að í laxveiðitúr hafi þyrla verið pöntuð til að flytja íhenn á milli veiðistaða. Starfsmenn eru farnir að tala sig saman um að stofna klúbb undir kjörorðinu „Jón heim!“. Þar er átt við Jón Óttar Ragnarsson, fyrrverandi sjón- varpsstjóra, sem dvelur nú í Los Angeles. Lausungin í stjórnuninni þykir slík að menn eru farnir að sakna gömlu tímanna sem þóttu þó villtir. Hvað-hef-ég-eiginlega-gert-stellingin. Lykillinn er að halda lófunum opnum og halda þeim eins og verið sé að mæla úrkomu. Bera sakleysislegan og örlítið sáran svip. Hentar við öll tækifæri í dag. Er nánast í tísku. Þetta er stellingin sem Arthúr Björgvin Bollason var í þegar Heimir rak hann. Þetta er stelllingin sem Davíö setti upp þegar hann sagðist ekki hafa hvatt Heimi til að reka Arthúr. Og Heimir var í þessari stellingu þegar hann sagðist ekkert hafa vitað um bréfið sem Arthúr Þetta er aðal stellingin í dag. Eg mæli með frumsýningu Gauragangs á föstudags- kvöldið og Jet Black Joe órafmögnuðum á laugar- dagskvöldið á Pizza 67. Síðan getur maður annað hvort hangið á Pizza 67 fram á sunnudagskvöld eða horft á þá sem það gera i Gestum og gjörning- um í Ríkissjónvarpinu. Eða farið í bíó, til dæmis á Al Pacino i Háskólabíói. „Whogives a shit?“ Ogeðfelldasta frétt vikunnar birtist í Timanum á fimmtudaginn og fjallar um Arndísi Egilsdóttur, konu í Vest- mannaeyjum á besta aldri, sem fékk ekki vinnu á pizzustað af því að eig- andi staöarins sagði hana ekki hafa nógu sterka fætur. Arndís er ekki sam- mála þessu mati. „Eg myndi segja að ég væri með al- sterkustu fætur í Eyjum því ég geng manna rnest," segir Arndís. „Konur á mínum aldri, sem eru fitt, þurfa ekki aö vera með hausþoka, hafa ágæta fætur og eiga uppkomin börn, fá ekki vinnu. Mér finnst ég bara vera eins og lax! Eg er búin að hrygna og get bara drepist. Einu sinni sem oftar bað ég um vinnu á pizzustaö en var hafnað vegna þess að hann vildi konu með sterka fætur. Þaö var ráöin Playboy- stúlka meö 18 ára fætur sem dugðu ekki neitt." Fréttin fjallar síðan um sumarvinnu Arndísar þar sem hún vann við að raka, bera torf og steina, leggja net og búa til nýjan golfvöll — sem sagt hörkuverkamannavinna sem enginn með lúna fætur þolir. Síðan er rætt um áhrif atvinnuleysis á fólk og hve verk- alýðshreyfingin hafi verið meira dug- agdi á árum áður. í lokin segir Arndís: „Eg skil ekki hvernig það fólk fór að og atti ekki neitt. Þá var barist. En núna er bara barist fyrir vídeótækinu en ekki fyrir mannréttindum og mannsæ- mandi launum. Núna er vælt yfir því að geta ekki borgað áskriftina að Stöð a. Eg meina, who gives a shit?“ stingur undan Hausarfá „Það er nú enginn eilífur formaður þó Davíð sé farinn að halda það. Næsti landsfundur Sjálfstæðis- flokksins verður haldinn á undan flokksfundi Alþýðubandalagsins svo formlega séð gæti Davíð orðið að hætta á undan mér. “ Hefur þetta bara verið málatil- búnaður hjá þér? „Það er mjög skrýtin kenning sem þessi forystusveit Sjálfstæðisflokks- ins heldur fram, að einn maður búi til mál fyrir fjölmiðla. Forsætisráð- herra kailaði útvarpsstjóra á sinn fund. Ekki var það málatilbúnaður. Arthúr Björgvin var rekinn afþeim útvarpsstjóra sem Sjálfstæðisflokk- urinn setti íembætti. Ekki var það málatilbúningur. Davíð skrifaði út- varpsstjóra leynibréf um Hrafn. Allt eru þetta staðreyndir. “ Hvað með hugmyndir Davíðs um leikþáttinn - varstu búinn að æfa þetta? „Davíð Oddsson lék, eins og frægt er orðið, Bubba kóng í Herranótt á sínum tíma og virðist enn ekki hafa jafnað sig. Stjórnmái hafa alltaf ver- ið mér mikið alvörumál og ekkert leikhús. Forsætisráðherra sem fær fíafmagnsveituna til að gefa sér sviðsljós til að lýsa upp Forsætis- ráðuneytið er haldinn hættulegum leikhúsgrillum. “ Myndir þú vilja sitja sem forsæt- isráðherra i skjóli Davíðs Odds- sonar? „Eins og vinur minn, Ólafur Þ. Þórð- arson, sagði við mig, mátti skilja yf- irlýsinguna á þann veg að það yrði ég sem yrði forsætisráðherra en ekki hann. Það má athuga það. “ Davíð Oddsson segir Ólaf Ragnar Grímsson vera bráðabirgðaformann Alþýðubandalagsins og að hann eigi að biðjast afsök- unar á framgöngu sinni á Alþingi á mánudaginn var. Hann talar um leikþátt Ólafs Ragnars í því sambandi og málatilbúnað. SPURT ER EfþúerttU bráðabityða, eru Davíð og hinirþátil Olafur? © Grétar Örvars íþurrkuðu bandi © Hallgrímur Thorsteinsson og Eirikur Hjálmarsson halda vinnunni © Sumir brottrekinna Stöðvarmanna þegar komnir með betri vinnu eðlimir hljóm- sveitarinnar Al- _______I vöru sem GRÉTAR örvars- SON stofnaði eftir að slitnaði upp úr Stjórninni eiga ekki aðeins tónlistaráhugann sameigin- legan heldur einnig það að vera öll óvirkir alkar. Auk Grétars eru í hljómsveitinni þau RUT REGIN- ALDS JÓHANN ÁSMUNDS- SON, KRISTJÁN EDELSTEIN og SlGFÚS ÓTTARSSON eða FÚSI í Baraflokknum eins og hann er kallaður. Það verður sem sagt ekki dottið í það eftir tónleika á þeim bænum... Tveimur af reyndustu og þekktustu útvarpsmönnum Bylgjunnar, HALLGRÍMI THORSTEINSSYNI og EIRÍKI HJÁLMARSSYNI, var gert að taka pokann sinn I uppsögnunum hjá Is- lenska útvarpsfélaginu, eins og kunnugt er. Nú hafa þeir báðir verið endurráðnir. Menn áttuðu sig allt í einu á því að Hallgrímur hefði hoggið stórt skarð I Þjóðarsál Rás- ar 2 og væri vinsæll meðal hlust- enda. Há laun hans gætu því ekki ein og sér réttlætt það að láta hann fara. Þá runnu á menn tvær grímur þegar þeir sáu fram á að þurfa að hlusta á ÞORGEIR ÁSTVALDS- SON tala við sjálfan sig á hverjum morgni. Þorgeir mun líka hafa mót- mælt brottrekstri Eiríks harðlega þar sem einn maður réði engan veginn við að halda úti morgun- þættinum... Uppsagnirnar á Stöð 2 koma ágætlega út fyrir suma af eft- irsóknarverðari starfskröftun- um sem voru látnir taka pokann sinn. Auglýsingastofan Gott fólk var ekki lengi að tryggja sér starfskrafta AMUNDA SlGURÐSSONAR þegar hann var rekinn. Ámundi tók dílnum sem boðið var upp á, að þeir sem hættu strax fengju ein og hálf mánaðarlaun fram í tímann, og byrjar á stofunni næstu daga. Hann kemur því út í góðum plús eftir brottreksturinn... 2 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.