Eintak

Tölublað

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 27

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 27
* Giuliano af Medici hafði viðurnefnið hinn vinsæli en var engu að síður hengdur þeg- ar liðsmenn Sixtusar páfa reyndu að ná völdum í Flórens. reyndar vera nokkuð þroskaður eftir aldri og vel menntaður svo það fara sögur af því að hann hafi þýtt De Philosophiæ eftir Cicero af latínu á grísku aðeins þrettán ára gamall. Játvarður dó ungur, aðeins sextán ára gamall, en skildi eftir sig erfðaskrá þar sem hann meinaði hálfsystrum sínum, Maríu og El- ísabetu, að taka við ríkinu. Þetta hratt aftur af stað einum blóðug- ustu erfðadeilum sem Englending- ar hafa kynnst. María sjálf, hálfsystir Játvarðs, átti líka í hjónabandserfiðleikum, en tókst þó að ala einn verðandi kóng. Hún giftist fyrst 1558 prinsin- um sem varð Fransis II og dó 1560. Árið 1565 giftist hún Darnley frænda sínum, sem gat með henni barnið, myrti besta vin hennar, David Rizzio, og sprakk í loft upp árið 1567. Loks giftist hún morð- ingja Darnleys, James Hepburn, sem flúði til Danmerkur mánuði eftir brúðkaupið. María féll þá í hendur systur sinnar, Elísabetar, sem lét höggva hana 1587. Kannski væri betra að taka aftur upp gömlu regluna þar sem kon- ungurinn var einfaldlega líflátinn að vissum tíma liðnum og annar valinn í hans stað. Kynlífið Líklega hefúr engin kóngafjöl- skylda orðið jafn fræg fyrir kynlífs- hneigðir sínar og þegar Valeria Messalina (24-48), kona Claudi- usar keisara, gekk um skugga- hverfi Rómarborgar. Hún giftist Alexander I AF Serbíu sameinaði Serba, Króata og Sló- vena, en var seinna drepinn af króatískum hryðjuverkamönnum í Marseilles. aðeins fimmtán ára gömul, en varð fljótlega alræmd fyrir lauslæti. Hún var drepin að undirlagi eigin- mannsins í garði eins af elskhug- unum sem hún hafði látið drepa, aðeins tuttugu og fjögurra ára gömul. Meðan hún Jifði gat hún sér meðal annars frægðar fyrir það að fara út í dulargervi og liggja eins og hver önnur gleðikona á hóru- húsum borgarinnar undir hverjum þeim sem borgað gat fyrir greið- ann. Skáldið Alfred Jarry, höf- undur Bubba kóngs, skrifaði löngu seinna bók um Messalinu og líkti henni við Syrinx, gyðjuna sem var svo faUeg að systur hennar breyttu henni í strá sem Pan skar síðan í búta og bjó tU úr söngpípu sína. Nokkrum áratugum áður en Messalina lifði, ríkti Kleópatra (69-30 f.Kr.) í Egyptalandi og var sjöunda drottning landsins sem bar nafnið. Það er sagt að hún hafi verið hæfileikarík og réttsýn drottning, en líf hennar ber þó allt vitni um óstöðugleika, lauslæti og óbUandi metnaðargimd. Hún gift- ist yngri bróður sínum, Ptolemy Dionysusi, aðeins átján ára gömul. Eftir að hafa flúið land, búið með Sesari í nokkur ár og getið honum son, flutti hún aftur til Egypta- lands. Hún giftist þá öðrum bróð- ur sínum, Ptolemy XIV, en lét fljótlega eitra fyrir honum og bjó með Markúsi Antoníusi næstu tólf árin og gat honum þrjú börn. Þegar Markús beið ósigur við Acti- um árið 31 og drap sig, reyndi Kle- ópatra við sigurvegarann, Okta- vínus. Hann vildi ekki sjá hana svo hún drap sig líka. Þessar tvær drottningar blikna þó þegar horft er á lauslæti kon- unganna, þótt dæmi þeirra sé oft haldið á lofti, enda löngum þótt þægilegra að líta framhjá hliðar- sporum karlanna. Þannig hélt Ge- org I Bretakonungur (1660-1727) margar hjákonur og fór ekki leynt með það. En þegar hann grunaði að drottningin Sofía Dórotea væri að slá sér upp með Hertogan- um af Königsmark árið 1694 lokaði hann hana inni og hélt henni í haldi þar til hún dó þrjátíu og tveimur árum síðar. Georg III (1738-1820) hélt aldrei ffamhjá konunni sinni og dó úr prophyria (illræmdum sjúkdómi sem stund- um hefúr verið nefndur kónga- kvöl) sjúkur og smáður - „gamall, geðveikur, deyjandi og fyrirlitinn,“ eins og Shelley orti um hann árið 1819. En sonur hans, Georg IV (1762-1830), bætti um betur og varð þekktur um allt ríkið sem kvennabósi og fyllibytta. Einn eft- irmanna hans, Játvarður VII (1841-1910) sonur Viktoríu drottn- ingar, var líka alræmdur fyrir laus- læti á sínum yngri árum, en þá var almenningur orðinn umburðar- lyndari í slíkum málum og prins- inn hlaut vinsældir fyrir tiltækin. Dauðinn sækir jafnt háa sem lága Auðvitað finnast þess mörg dæmi að konungar deyi friðsam- legum sóttardauða eða verði bráð- kvaddir eins og Atli Húnakonung- ur (406-435) sem dó úr hjartaáfalli, meira en nokkuð annað og til að tryggja sig í sessi lét hann sjálfúr myrða bæði hertogann af Guise og kardinálann af Lorraine bróður hans. En allt kom fyrir ekki og Hinrik féll sjálfur fyrir morðingja- hendi ári síðar. En þótt kóngafólk hafi oft ekki vílað fyrir sér að láta myrða jafnvel náin skyldmenni sín á hrottaleg- asta hátt er þeim afar illa við að aðrir taki þar til hendinni. Fáir glæpir hafa verðskuldað jafn stranga hegningu og konungsmorð eins og sannaðist á Damiens 2. mars 1757. Hann var dæmdur og hljóðaði dómurinn svo: „Klípa skal holdið af brjósti hans, handleggj- um og fótum með glóandi töng- um, hægri hönd hans (þá sem hélt um hnífinn) skal brenna með brennisteini og þar sem holdið hef- ur verið rifið skal hella í sjóðandi olíu, brennandi vaxi og brenni- steini. Þá skal hann rifinn sundur með hestum og líkamshlutarnir brenndir á báli.“ Raunar gekk hest- unum svo illa að drepa Damiens að skera þurfti á liðamótin áður en þeir náðu að rífa af honum fótlegg- ina, en dómurinn er til marks um það hve alvarlegum augum glæp- urinn var litinn. Lúðvík XVI (1754-1793) var JÁTVARÐUR VII sonur Viktoríu drottningar, var al- ræmdur fyrir lauslæti á sínum yngri árum. drepinn af byltingarmönnum og var hvorki sá fyrsti né sá síðasti sem féll í hendur uppreisnaröflum. Maximilian Mexíkókeisari (1832- 1867) var skotinn af lýðræðissinn- um og Karlotta keisaraynja flúði vitskert til Evrópu. Alexander III Rússakeisari féll fyrir sprengjum sem byltingarmennirnir í sellunni Narodnaya Volya köstuðu að hon- um þegar hann var í bíltúr um göt- ur Pétursborgar í grennd við Vetr- arhöllina. En konungar hafa auðvitað líka off orðið undir í baráttunni við hversdagslegri pólítísk öfl. Til dæmis um það er Alexander (1876- 1903, afi Alexanders I af Serbiu sem áður var getið) sem var myrtur „af praktískum ástæðum" ásamt drottningu sinni Drögu af ráðsett- um embættismönnum ríkisins eftir að hann hafði aflétt stjórnar- skránni í nokkra klukkutíma til að geta rekið pólítíska andstæðinga sína úr valdastöðum.© Hinrik VIII átti sex konur, en var ekki ánægður með neina þeirra. Kvennamál hans ullu klofningi í kirkjunni. aðeins tuttugu og níu ára gamall, á brúðkaupsnóttina eftir að hann hafði gifst hinni fögru lldikó. En þó er það líklega svo að engri stétt fyrirmanna hefur gegnum aldirnar verið hættar við að deyja ofbeldis- fullum kvalardauða. I Róm var það um tíma frekar regla en undantekning að keisarar létu lífið fyrir morðingjahendi og má segja að lengi hafi sú hefð lifað meðal ítalskra prinsa og konunga. Launmorð og blóðugar fjölskyldu- deilur hafa alltaf fylgt kóngafólki og fyrirmönnum, hversu friðsamir sem undirsátar þeirra kunna að hafa verið. Valdastöður virðast ala með mönnum eins konar paranoiu svo að þeir réttlæta fyrir sér morð. Saga konunganna hefur alla tíð verið saga blóðsúthellinga eins og Milton benti á þegar hann lýsti hinum fyrsta Moloch „hryllings- kóngi, smurðum blóði mannfórna og foreldratárum“. Hinrik III Frakklandskonungur (1551-1589) hræddist launmorð FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1994 27

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.