Eintak

Tölublað

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 18

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 18
4 K> siðferðisdæmi úr daglegu, íslensku stiórnmálalífi hef ekki breytt um skoðun á þessu máli. Ef það er spurning um að fólk sé að notfæra sér ákveðna vernd sem það nýtur vegna starfs síns, fmnst mér það mjög alvarlegt. Eins og öðru fólki ber ráðherrum að virða lög og reglugerðir. Árni Johnsen Ég reikna ekki með að slíkt komi til hjá ráðherra. Árni Matthiesen Það sama á að giida um ráðherrafrúna og aðra sem verða uppvísir að því að flytja ólögmætan varning til landsins. Þetta er náttúrlega mjög óheppilegt fyrir viðkomandi ráðherra. Birgir Ármannsson Ráðherra á að segja af sér. Ráðherrar eiga aldrei að láta standa sig að lögbrotum. Guðni Ágústsson Hann ætti að segja af sér. Guðrún Ögmundsdóttir Ég held að svona lagað sé ekki úthugsað og það getur komið fyrir besta fólk. Það er engin ástæða til að gera meira úr slíku en þegar um venju- lega borgara er að ræða. Gunnlaugur Stefánsson Ráð- herrar, alþingismenn og allir aðrir íslenskir ríkisborgarar eiga að sæta sömu lögum og það á að fara með mál þeirra eins og tíðkast gagnvart þeim. Margrét Frímannsdóttir Það á að gilda það sama með ráðherra og alla aðra. Mörður Árnason Til þess geta verið margar ástæður; kunnáttu- leysi, misskilningur eða mistök. Þetta getur komið fyrir alla og þarf ekki að vera vísvitandi. Það fárán- legasta fyrir ráðherra og konu hans er að reyna að breiða yfir málið. Ólafur Þ. Þórðarson Jafnræði á að ríkja milli þegnanna. Hún á að fá sömu meðferð og önnur kona við sömu aðstæður. Páll Pétursson Það er forkastan- legt. Ragnhildur Vigfúsdóttir Það á að fara með þetta eins og hvert annað smyglmál. Sigurður Pétursson Það getur alltaf verið um misskilning eða mistök að ræða varðandi mál af þessu tagi. Ef það er hins vegar sýnt, að verið sé að fremja Jögbrot með fullri vitund, þá verður trún- aðarmaður almennings að sjálf- sögðu að segja af sér. Vinir koma saman og drekka á kostnað ríkisins Stuttu eftir að Friðrik Sophusson kom í fjármálaráðuneytið hélt hann kokteilboð fyrir félaga sína og vini. Þessir félagar hans og vinir tengdust elcki neinum hópi, hags- munasamtökum eða félagasamtök- um, sem hefð var fyrir að ráðherra byði í glas á tímamótum. Þegar fréttir voru sagðar af þessari veislu sagði Friðrik að það mætti nú ekki mikið ef maður mætti ekki bjóða vinum sínum í glas. Eftirfarandi dœmi var sett fyrir stjórnmálamennina: Ráðherra býðurfyrrum skólafé- lögum sinum til kokteilboðs á kostnað ríkisins án þess að hœgt sé að tengja félagana á nokkurn hátt við embœtti ráðherrans eða mál sem hann er með til með- ferðar í ráðuneytinu. Anna Ólafsdóttir Björnsson Mér finnst þetta ekki vera hluti af nauð- synlegri risnu ráðherrans og því er hér ekki rétt að farið. í þessu tilfelli þyrftu líka að vera til skýrar reglur þannig að ekki þyrfti að vera með túlkanir heldur nákvæmar skil- greiningar. Arni Johnsen Ég reikna ekki með að ráðherra geri slíkt. Árni Matthiesen Þetta er ástæðu- laust boð af hálfu ríkisins og slíkt á að sjálfsögðu ekki að eiga sér stað. Birgir Ármannsson Þetta eiga ráðherrar auðvitað ekki að gera. Veisluhöldum á vegum ríkisins á að halda í algjöru lágmarki. Guðni Ágústsson Þetta á ekki að geta komið fyrir. Guðrún Ögmundsdóttir Það finnst mér alls ekki ganga. Hann á að gefa brennivín úr eigin sjóðum. Gunnlaugur Stefánsson Þetta er oft erfitt að meta. Það er mikið at- riði að ráðherrar og aðrir stjórn- endur séu í góðu samstarfi við fólk. Hér verður að höfða til dóm- greindar og samvisku viðkomandi ráðherra. Margrét Frímannsdóttir Það á að vera með öllu óheimilt. Mörður Árnason Það getur verið erfitt að skilgreina hvaða útgjöld eru persónuleg og hver pólitísk en maður verður að gera ráð fyrir al- mennri siðferðiskennd í því sam- bandi. Það væri æskilegt að stjórn- málamenn skilgreindu þessi mörk þrengra en þeir gera núna. Ólafur Þ. Þórðarson Ríkisend- urskoðun er ætlað að hafa eftirlit með þessu. Páll Pétursson Ráðherrar eiga að borga sína prívatneyslu sjálfir og ekki að misnota aðstöðu sína sem ráðherrar. Ragnhildur Vigfúsdóttir Þetta nær ekki nokkurri átt og ef hann er svo mikill nískupúki að hann tími ekki að halda boð, á hann að sleppa því. Sigurður Pétursson Ég myndi telja þetta alvarlegt brot. Það hljóta að vera einhver siðferðismörk í þessum efnum og ef menn fara yfir þau eiga þeir að sjálfsögðu að segja af sér. Ónýt hugmynd keypt fyrir mikið fé Á síðustu dögum bókaforlagsins Svarts á hvítu hljóp Ólafur Ragn- ar Grímsson, þá fjármálaráðherra, undir bagga með því að taka veð í gagnagrunni af fyrirtækinu fyrir einar 30 milljónir króna. Gagna- grunnur þessi var í raun hugmynd að einhverju mögnuðu fyrirbrigði sem átti að úrelda alfræðibækur, ANNA ÓLAFSDÓTTIR BJÖRNSSON ÞINGMAÐUR KVENNALISTANS „Hrottalegt brot á siðferðisreglum. Enn lýsi ég eftirskýrum reglum fyrst að menn hafa ekki siðferðisvitund til að sjá hvað er rangt við þetta, “ segir Anna um ráðherra sem færir flokksbróður sínum ráð- herravín svo hann gefí\haldið upp á afmæli sitt. BIRGIR ÁRMANNSSON LAGANEMI OG HEIMDELLINGUR „Er ekki rétt að láta ráðherra greiða ríkinu bætur fyrirþað tjón sem af hlýst vegna þessarar ákvörðunar?" spyr Birgir í tilefni af því að ríkið situr uppi með ónýtan gagnagrunn frá flokksfélögum ráðherra. ÓLAFUR Þ. ÞÓRÐARSON ÞINGMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS „Hjónaskilnaður er ekki refsiverður verkn- aður ílögum. Það eru meiri líkur á þvi'að menn verði hrifnir af þeim konum sem eru í nágrenni við þá en þeim sem þeir sjá ekki, “ segir Ólafur um ráðherra sem skilur við eiginkonu sína og hefur sambúð með aðstoðarmanni sínum. PÁLL PÉTURSSON ÞINGFLOKKSFORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS „Ráðherrar eiga að borga sína prívatneyslu sjálfir og ekki að misnota aðstöðu sína sem ráð- herrar, “ segir Páll um ráðherra sem býður fyrrum skólafélögum sínum til kokteilboðs. RAGNHILDUR VIGFÚSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR OG KVENNALISTAKONA „Það á bara að reka ráðherrann, enda sýnirþetta að hann er óhæf- ur til sinna starfa, “ segir Ragnhildur um ráðherra sem skipar mág sinn í embætti degi áður en slíkt hefði orðið ólöglegt. uppflettibækur og flest það sem hingað til hefur verið notað til að geyma upplýsingar. Búið var að lesa inn með sérstökum lesvélum heilmikið af upplýsingum sem sitja enn í þessum grunni — ef einhver veit þá hvar hann er. Skuldin sem hvíldi á honum féll á ríkissjóð og þar með eignaðist ríkið þennan gagnagrunn. Á sínum tíma reyndi Ólafur Ragn- ar að halda því fram að þessi gagnagrunnur kynni einhvern tím- ann að nýtast einhverjum. Svart á hvítu var í eigu nokkurra vel- kunnra Alþýðubandalagsmanna og voru þeir margir í miJdum ábyrgð- um fyrir fyrirtækið. Eftirfarandi dæmi var sett fyrir stjórnmálamenn: Ráðherra kaupir hálfkaraðan gagnagrunn afilla stœðufyrir- tœki flokksbróðurs sínsfyrir al- mannafé, án þess aðfyrir liggi neinar áœtlanir um hvernig rík- ið geti notað þennan gagna- grunn eða komið honutn í verð. Anna Ólafsdóttir Bjömsson Ég sé ekki að þetta séu brýn útgjöld fýrir ráðuneytið og því er þetta mikið vafamál. Árni Johnsen Það þurfa að vera gild rök fyrir kaupunum, annars er engin ástæða fýrir þeim. Kaupand- inn þarf að hafa þörf og gagn af því sem hann kaupir. Árni Matthiesen Miðað við þær forsendur að engar áætlanir séu fýrir því að koma þessu í verð, er óeðlilega farið með almannafé. Birgir Ármannsson Er ekld rétt að láta ráðherra greiða ríkinu bæt- ur fyrir það tjón sem af hlýst vegna þessarar ákvörðunar? Guðni Ágústsson Hann ætti að segja af sér. Guðrún Ögmundsdóttir Það á að koma í veg fyrir að menn geti hygl- að sínum. Það er bæði siðferðislega og lagalega rangt. Gunnlaugur Stefánsson Ég trúi því eldci að ráðherrar grípi til þess ráðs að versla fýrir ríkissjóð ein- hverjar vörur sem hann getur elcki notað. Ef það er gert þá verður náttúrlega að rannsaka það mál mjög vel. Margrét Frímannsdóttir Ráðherrar eiga að vanda vinnu- brögð sín og elcki kaupa svona lagað nema eftir nákvæma yfirferð og að komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að þörf sé á hlutnum. Mörður Árnason Ef ráðherra kaupir slíka vöru án þess að hafa ástæðu til er það fordæmanlegt. I þessu tiltekna dæmi var um veð að ræða, en mörg dæmi eru fyrir því að fyrirtæki njóti óeðlilegrar vel- vildar ráðherra. Núna frá síðari ár- um má nefna sem dæmi Almenna Bókafélagið sem naut sérstakrar velvildar ráðherra og borgarstjóra. Fyrir svona lagað verður að taka. Ólafur Þ. Þórðarson Fjárveitinga- valdið er í höndum Alþingis og það á að sjá til þess að þetta sé ekki hægt. Páll Pétursson Ég vil ekki úttala mig neitt um það enda aldrei að vita nema hægt sé að gera eitthvað úr þessum gagnagrunni. Kannski hefur ríkissjóður forðað sér þarna frá enn meira tapi. Ragnhildur Vigfúsdóttir Það á ekki að hygla sínum. Það verður greinilega að setja reglur um að faglegt mat sé látið ráða. Sigurður Pétursson Þetta er erf- itt mál. Ef verið er að verja hags- muni ríkisins með því að taka ein- hverjar eignir upp í skuld gjald- þrota fyrirtækis þá er þetta náttúr- lega spurning. Ef það þykir hins vegar sýnt, að verið sé að hygla vin- um eða samstarfsmönnum ráð- herrans, þá er það að sjálfsögðu al- gert siðferðisbrot og menn eiga að víkja úr embætti. Óhæfum mági komiö út á síð- asta söiudegi Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra gerði mág sinn og fyrrum teppasölumann, Jón Karlsson, að aðstoðarmanni sín- um. Á síðasta degi síðastliðins árs skipaði Guðmundur máginn síðan sem formann stjórnar ríkisspítal- anna. Daginn eftir tóku gildi lög sem hefðu fýrirbyggt að Guð- mundur gæti skipað máginn þar sem þeir voru of skyldir, auk þess sem hann stóðst engar eðlilegar hæfniskröfur til starfans. Guðmundur Árni reyndi að verja gjörðir sínar en með engum sér- stökum rökum. Eftirfarandi dœmi var lagtfyrir stjórnmálamennina: Ráðherra rœður mágsinn sem aðstoðarmann ogskiparhann síðan í embœtti degi áður en slík skipun hefði verið ólögleg vegna tengsla þeirra. Mágurinn stenst auk þess engar hœfnis- kröfur í viðkomandi embœtti. Anna Ólafsdóttir Björnsson Ég set spurningamerki við þetta, enda er þetta fýrir neðan allar hellur. En það er mjög gott að nú séu komnar skýrar reglur um svona lagað. Aft- ur á móti er slæmt, að vegna tengsla skuli aðilar ekki vera hæfir til að fjalla urn ýmis mál sem hljóta að tengjast stöðu þeirra, þvi er þetta í raun og veru óþolandi staða fýrir alla. Arni Johnsen Þetta eru röng vinnubrögð. Árni Matthiesen Ég skil ekki hvernig ráðherra dettur í hug að gera svona lagað. Þetta er mjög óskynsamlegt af hans hálfu, burt- séð frá því hvort mágurinn sé hæf- ur eða ekki. Hann þrengir mjög hring trúnaðarmanna sinna með þessu og gengur að auki á svig við það sem löggjafinn er búinn að ákveða. Birgir Ármannsson Ráðherra á ekki sjálfur að skipa svo nákomna menn í embætti. Ef hinn nákomni er ótvírætt hæfasti maðurinn í starfið, á ráðherra að víkja sæti þannig að annar geti skipað í stöð- una. Guðni Ágústsson Þetta er sið- laust. Guðrún Ögmundsdóttir Það er löglegt en siðlaust svo notuð séu orð Vilmundar. Gunnlaugur Stefánsson Það var ekkert sem sagði að ráðning mágs heilbrigðisráðherra heföi verið ólögleg samkvæmt gildandi lögum. Menn eru ekki sáttir um þá túlkun laganna eins og hefur komið fram, en mér finnst allt í lagi, ef ráðherra treystir mági sínum, að hann ráði hann til starfa. Aðalatriðið er að hver sem á í hiut vinni störf sín vel af trúmennsku og áhuga. Margrét Frímannsdóttir Ég tel æskilegast að engin fjölskyldu- eða hagsmunatengsl séu á milli ráð- herra og hans nánustu samstarfs- FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR :j,994 "t

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.