Eintak

Tölublað

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 22

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 22
Eyþór Arnalds tónlistarmaður og unnusti Móeiðar Júniusdóttur „Ég hafði þekkt Móeiði í hálft ár þegar ég var loks- ins kynntur fyrir fjölskyldu hennar. Þá var ég líka orðinn mjög forvitinn að fá að sjá fólkið að baki þess- ari stúlku. Ég kunni strax vel við Guðrúnu og var ekkert stressaður við okkar fyrstu kynni enda er hún mjög blátt áffam. Hún passar engan veginn við þá neikvæðu ímynd sem tengdamæður hafa fengið. Hún er bæði ung í anda og mjög hjálpsöm. Guðrún er mikill vinnuþjarkur og á þar að auki fjórar dætur og tvo syni. Hún er sífellt á þeytingi við að hafa upp á forvitnilegu fólki og málefnum i starfi sínu sem blaðamaður. Guðrún er sífellt að prófa eitthvað nýtt og fyrir síðustu jól kom út eftir hana skáldsaga. Hún var skrifúð uppi í þakher- berginu hjá okkur Móeiði þar sem Guðrún kom sér fyrir með tölvuna í friði fyrir síma og börnum.“ Guðrún Guðlaugsdóttir blaðamaður „Áður en Móeiður og Eyþór byrjuðu saman fórum við tvær á burtfarartónleika Eyþórs á selló. Þar eð við mamma hans, Sigríður Eyþórsdóttir, þekkjumst bauð hún okkur í samfagnað heima hjá sér effir tónleikana. Þar hitti ég Eyþór í fyrsta sinn og þar ræddust þau Móeiður líka við í fyrsta sinn. Ég fylgdist svo úr fjarlægð með sambandi þeirra þróast. Eg man vel eftir því þegar Móeiður var að ákveða í hvaða kjól hún ætti að fara þegar Eyþór bauð henni út í fyrsta sinn. Við í fjölskyldunni vorum mjög spennt að fá að hitta hann. Aftur á móti var það ekki fyrr en einhverju sinni að við fórum út úr bænum að Móeiður bauð Eyþóri heim. Þá urðum við dálítið spæld. En síðar kynnti hún hann fyrir okkur og hann féll mjög vel inn í fjölskylduna. Eyþór hefúr uppffætt mig heilmikið um popptónlist og svo er hann svo vel lesinn líka. Ég get vel treyst smekk hans og þeg ar ég gaf út ljóðabók fyrir fáeinum ár- um hjálpaði hann mér að raða ljóðun- um í hana. Okkur Eyþóri hefur aldrei orðið sundurorða og alltaf getað rætt mál- in. Hann er maður sem gaman er að gleðjast með og gott að vera með á erfiðum stundum." Menn hafa ort Ijóð til alls konar kvenna. Ástkonurhafa fengið góðan skammt, en einnig portkonur. Mæðurhafa eignast heilu Ijóðabálkana. Það er siður íslenskra skálda að eigna ömmum sínum sjálfa ' íldgáfuna. Lrtlarsysturfá sín Ijóð og þær eldri eina og eina stöku. Og ókunnugar konur á götu í stórborg eða handan við glugga á lest á ferð hafa líka fengið marga dýra drápu. En engum heilvita manni hefur dottið í hug að yrkja til tengdamömmu sinnar. Einhverkynni að halda að það væri vegna þess að tengdamæður taka ástmönnum dætra sinna með mik- illi varúð og seint ísátt Það sé þvíoftast ótímabært og sjaldan hættulaust að kasta fram kviðlingi. En svo erekki. 77/ eru menn sem eru fæddir tengda- mömmusjarmar. Meira að segja svo kræfirað þeir finna leið að hjarta dótturinnarí gegnum hjarta móðurinnar. Eftir þmtlausan fagurgala við eldhúsborð móðurinnar gefst dóttirin loks upp und- an fortölum mömmu og byrjarað Irta á manninn með hennaraugum. En jafnvel þessir menn hafa ekki ort til tengdamömmu sinnar. Það er helst að skopmyndateiknarar minnist tengda- mömmunnar. En þó með vissri varúð. Tengdamamma Ferdinands sést til dæmis aldrei í sögunni aflrfi þeirra hjóna. Það kemurannað slagið til tals að hún kunniað Irta inn í heimsókn og Ferdinand finnur sér ástæðu til að hverfa afheimilinu en tengdamamman sjálfsést aldrei. OBONNI Bíóleikstjórar eru heldurekkiað flagga sínum tengda- mömmum, nema þá helst WoodyAllen — en hann hefur sem kunnugt er sérstæðar hugmyndir um fjöl- skyldutengsl. Um tíma léthann raunverulega tengda- móðursína meira að segja leika í myndunum. En i alvöru biómyndum finnst engin tengdamamma. Batman á ekki tengdamömmu og Súperman ekkiheldur, Stallone sjaldan og Swartzenegger aldrei. En flestir aðrir eignast tengdamömmu um leið og þeir gift- ast Og eina leiðin til að losna við hana erað skilja við eigin- konuna og dugirþó ekkialttaf. Tengdamamman erein af þeim persónum sem maður situr uppi með án þess að hafa valið sér. Svipað og foreldramir. En ef einhver vorkennir tengdasonum að sitja uppi með tengdamömmuna þá erþað skömminni skárra en hlutur tengdamömmunnar sjátfrar, þvíþað erengin leið fyrir hana að losna við tengdasoninn. Ekkifyrren foreldrum leyfist að skilja við dætursínar. Þótt tengdasynir velji sér sjaldan tengdamömmur og enn síðurað tengdamömmurkjósisértengdasyni, þá hefur mörgum tekist að gera gott úrþessu sambandi. Því lýsa sex tengdasynir og jafh margar tengdamæðurá næstu síðum.Q 22 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.