Eintak

Tölublað

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 36

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 36
á vandræðagangi millistéttarfjölskyldu á írlandi þegar heimasætan veröur ófrísk eftir roskinn granna. Banvænt eðli Fatal Instinct ■** Það er búið að blóðmjólka þá hugmynd að gera bíómynd sem gerir grín að öðrum bíómyndum, en ef fólk er mjög ákveðið í að skemmta sér er hægt að hlæja nokkrum sinnum að þessari. Ys og þys út af engu Much Ado About Not- hing ** Shakespeare stendur fyrir sínu og Denzel Washington er fínn greifi. Emma Thompson er hins vegar óþolandi leiðinleg, SönnástTrueRomance*** Stórskemmti- leg mynd eftir sögu Quentins Tarantino sem sló í gegn með Reservoir Dogs. Christopher Walk- en, Dennis Hooper og Gary Oldman eru frábærir en þú færð plús i kladdann et þú sérð í gegnum gerfi Val Kilmers. Addams fjölskyldugildin Addams Family Values ** Þessi er mýkri og meira fyrir börn- in en sú tyrri. LAUGARÁSBÍÓ í kjölfar morðingja Striking Distance ** Áreynsjulaus en ágæt skemmtun. (smá tíma lítur út fyrir að eitthvað frumlegt kunni að gerast en síðan hrekkur myndin aftur inn á kli- sjubrautina. Hinn eini og sanni Mr. Wonderful ** ítalskar ástir (New York, þokkaleg gamanmynd með Matt Dillon og Annabellu Sciorra í aðal- hlutverkum. Besti vinur mannsins Man’s Best Friend * Misheppnuð blanda af gríni og hryllingi. Geimverurnar Coneheads ® Vonlaus gaman- mynd með Dan Akroyd. REGNBOGINN Kryddlegin hjörtu Como Agua Para Chocol- ate **-* Matreiðslan i myndinni er yfirnátt- úrulega æsandi, það er óþolandi að uppskrift- irnar skuli ekki fylgja með. Maður án andlits Man without a Face ** Gibson lét drauminn rætast og leikstýrði sjálfur og gerir það bara nokkuð vel. Stepping Razor, Red X * Mynd um Peter Tosh. Man einhver eftir honum? Píanó ★** Ægifögur ástarsaga. Myndin hefði mátt enda fimm mínútum fyrr en hún gerir. Hin helgu vé ** Krakkarnir redda Krumma tyrir horn. STJÖRNUBÍÓ í kjöifar morðingja Striking Distance ** Bruce Willis leggst í drykkju eftir að hafa verið útskúfaður af félögunum en aldrei svo lágt að hann geti ekki slegið frá sér. Herra Jones Mr. Jones ★ Lena Olin og Ri- chard Gere eru bæði æöislega sæt en það er ekki nóg til að redda þessari mynd. ðld sakleysisins The Age of Innocence **★ Útlit myndarinnar er pottþétt, sem og leikurinn. En sagan sjálf er einum of tilþrifalítil til að gera þetta að fjögurra stjörnu mynd. SÖGUBÍÓ Fullkominn heimur A Perfect World ★*★ Costner og litli strákurinn eru óvenjulegir félag- ar á flótta undan laganna armi. Ekki eins gott og við var að búast þegar tvær stærstu stjörnur Hollywood leggja saman krafta sína, en gott samt. Skytturnar þrjár ** Sæmileg afþreying. Syndið 200 metrana! Hveht? HvER? Hvern IG? Hv fAÐAN? 175 sm Þyngd 78 kg Augnlitur Grágrænn Háralitur Dökkur Sérkenni Fantur Hvers OHAUKUR SNORRASON VEGNA? Hv AÐ? Börkur Gunnarsson er heimspekinemi og skáld. Hann gaf út smásagnasafn fyrir síðustu jól sem hefur fengið góða dóma og vakið töluverða athygli. Safnið heit- ir X og inniheldur fimm sög- ur sem allar eiga það sam- merkt að fjalla um þá illsku sem býr í hverjum manni. Ein af þessum sögum heitir „það rennur" og fékk hún fyrstu verðlaun í smásagna- samkeppni háskólanema í fyrra. Að auki hefur hann birt ljóð í ýmsum tímaritum. Þessa dagana er Börkur að skrifa handrit að sjón- varpsþætti jafnframt sem hann leggur rækt við heim- spekinámið. Börkur hefur fengist við skriftir af öllu tagi frá því að hann var í gagnfræðaskóla. Hann var ekki iðinn að birta affakstur skrifanna til að byrja með en varð frakkari við að koma þessu á framfæri þegar á leið. Að eigin sögn var hann sérstaklega duglegur að senda ljóð I samkeppnir ef peningaverðlaun voru í boði. Börkur segist vera Garðbæingur í húð og hár. Að vísu bjó hann I Breiðholtinu í frumbernsku en vill nú ekkert við þann upp- kannast og egir að þeir vinir ínir sem eigi ættir sínar þangað að rekja séu Ola upp aldir og slæmir þjóðfélagsþegnar. Þess vegna kennir hann sig við Garðabæinn og vill hvergi annars staðar vera. Börkur ætlar að ljúka heimspekináminu á næsta ári. Hann hefur hug á frekari útgáfu, annað hvort á ljóðum eða sögum, innan tveggja ára. Þá er hann að veita því fyrir sér að fara til útlanda í frek- ara nám. Eins undarlega og það kann að hljóma hefur hann mestan áhuga á að fara til hinnar stríðshrjáðu Bosníu í framhaldsnám. Þegar hann er spurður af hverju hann vilji fara þangað sem flestir vilja komast frá, svarar hann því að hann hafi heillast af landi og þjóð við fyrri komur sínar til Bosníu. Hreinræktuð mannvonska og illkvittni er ein ástæða þess að Börkur birtir skrif sín. Hann segist skrifa til að níðast á fólki, enda hafi hann lent í því að sumir bregðist reiðir við þegar þeir lesa það sem hann hefur sent frá sér. Sjálfur segir hann að þetta sé mjög svipuð tilfinning og þörfin fyrir að sparka í liggj- andi mann. Góðar móttökur smá- sagnasafnsins X hafa komið Berki mikið á óvart. Hann bjóst frekar við að fleiri yrðu sér reiðir fýrir tiltækið en hitt, og finnst það hálf sjúklegt að fólk skuli heillast af þessum sögum. „Þetta eru vondar sögur og illa meintar, ég skil ekki fólk sem getur tekið þeim vel, það hlýtur að vera eitthvað stundarbrjálæði þar á bak við,“ segir Börkur. ÖLLUM . ■—\- Mási og ég, við þekkjumst síðan í London, erum sam- mála um að fjörið var meira í London. Jafnvel í hádeg- inu. Hér er allt orðið miklu rólegra. Vertinn er sammála, en kennir þó um kostnaði við jólin. En sem og skipper- inn eru þau að hreinsa út! Klukkan 13.20 spilavíti með áfengisleyfi. Ég er sá fyrsti sem rekur inn snoppuna. Ég hefði búist við því að þarna væru allir að reyna að vinna sér inn fyrir drykkjunum, en því miður var það bara ég sem reyndi að gambla en tókst ekki að vinna. Örvænting grípur mig. Hádegisbar- inn var einu sinni alveg ákveðinn punktur í samkvæmis-og drykkjulífi einvala Reykvíkinga. Hádeg- isbarinn var á Naustinu, Astral á Sögu eða Hótel Borg. Þar gátu menn gengið að vís- um drykkjum og umræðum við hæfi. Eftir að lokaði hálf þrjú var farið í Ásaklúbbinn við Tryggvagötu. Þangað til að opnað var aftur. Það var ekki merkilegra en það, en það var ekki um neitt annað að ræða. En í dag... 36 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.