Eintak

Tölublað

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 9

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 9
Flugleiðir Stjóm og varastjóm með mökum í ævintýra ferð til Bandaríkjanna Stjórn og varastjórn Flugleiða fóru til Bandaríkjanna síðastliðinn þriðjudag. Yfirlýstur tOgangur ferð- arinnar er að kynna stjórninni nýj- ar höfuðstöðvar félagsins í Colum- bia í Marylandfýlki og aukin umsvif þess á Flórída. Meira en tuttugu manns eru í hópnum og makar stjórnarmanna eru meðferðis. 1 stjórninni sitja; Hörður Sigurgestsson formaður, Grétar Br. Kristjánsson varafor- maður, Árni Vilhjálmsson, Hauk- ur Alfreðsson, Páll Þorsteins- son, Benedikt Sveinsson, Indriði Pálsson, Ólafur Johnson, Jó- hann J. Ólafsson og í varastjórn eru Björn Teodórsson, Halldór Halldórsson og Jón Ingvason. Páll Þorsteinsson er ekki með í ferðinni og Björn Teodórsson er í embættiserindum í Bandaríkjun- um og bætist í hópinn þar. Yfirleitt senda fyrirtæki og opin- berar stofnanir venjulega starfs- menn til svipaðra embættisverka og því er vandfundinn tilgangurinn með að senda stjórnina utan í þess- um erindagjörðum. Ferðinni lýkur á fimmtudaginn en flestir þátttak- enda hyggjast fiatmaga í sólinni á Flórída yfir helgina. Einar Sig- urðsson blaðafullrúi Flugleiða var ekki tilbúinn til að gefa EINTAKI neinar tölur varðandi kostnaðinn við þetta ævintýri en þrátt fyrir að þátttakendur verði á eigin vegum eftir að opinberum erindum þeirra lýkur er hann vart undir tveimur milljónum króna samhvæmt út- reikningum blaðsins. Venjulegt fargjald er um það bil 60.000 krón- ur á mann, samtals rösklega 1,3 milljónir króna. Gisting á hóteli er vart undir 150 dollurum fyrir nótt- ina eða um 240.000 krónur. Sam- bærilegir dagpeningar opinberra starfsmanna eru 163 SDR á dag en það gerir tæp 540.000 króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi Flugleiða fyrstu 9 mánuði síðasta árs dróst saman úr 216 milljónum í 129 milljónir króna og hefúr endur- skipulagning á rekstri félagsins að- allega komið fram í auknu vinnu- álagi hjá starfsfólki þess. Um 40 starfsmönnum var sagt upp í fyrra en auk þess var ekki um endur- ráðningar að ræða í flestar stöður þeirra sem hættu störfum hjá félag- inu. Það er því eðlilega mikill urgur í starfsmönnum Flugleiða í garð stjórnarinnar þessa dagana. Gestur J. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokk- ins á Neskaupstað, hefur stefnt þremur fulltrúum Alþýðu- bandalagsins í bæjarstjórninni persónulega fyrir Héraðsdómi Austurlands. Astæðan er sú að bæjarstjórnin hafnaði ósk Gests um að opna Bón- usverslun í plássinu af ótta við að aðrar verslanir myndu ekki lifa samkeppn- ina af. Gestur tel- ur þessa ákvörðun vera í ætt við fasisma og segir Alþýðu- bandalagið, sem ráðið hefur lög- um og lofum í bæjarpólitíkinni um áratugaskeið, fótum troða mann- réttindi. Stefnan er upp á níu síður þannig að Gestur hefur ýmislegt upp á félaga sína í bæjarstjóminni að klaga... Skömmu fyrir jól lauk ÁR- MANN Reynisson afplánun sinni á Kvíabryggju vegna Ávöxtunarmálsins. Nú skýtur ann- ar angi þess skyndilega upp koll- inum því ríkissaksóknarí hefur ákært Ármann og PÉTUR BjÖRNSSON, sameiganda hans að Ávöxtun hf., fyrir fjársvik í sam- krulli við fyrrum framkvæmda- stjóra Kjötmiðstöðvarinnar. Fyrir afglöp kemur málið ekki upp fyrr en nú, sex árum eftir að fjársvikin eiga að hafa átt sér stað. Ármann var yfirheyrður vegna málsins á Kvíabryggju þegar hann sótti um reynslulausn á síðasta ári og að sögn hrelidur af fangavörðum með því að nú ætti hann eftir að sitja lengur inni. Ármann átti ekki góða vist á Kvíabryggju og féll illa inn í hópinn sem þar gistir, enda fínleg- ur fagurkeri. Þessi uppákoma er eins og rýtingsstunga í bakið á honum að nýfengnu frelsi og hann mótmælti málsmeðferðinni með því að neita að tilnefna sér verj- anda... Rúmt er um Boga Pálsson og fjölskyldu í einbýlishúsinu að Tjalda- nesi 15 enda erþað 392 fermetrarað stærð. Einbýlishúsið sem framkvæmdastjóri R Samúelsson hf. býr í leigufrftt Metiðá 42 milUónir EINTAK greindi frá því í síðustu viku að Bogi Pálsson, framkvæmdastjóri P. Samúelsson, sem hefur umboð fyrir Toyota hér á landi, byggi leigufrítt í einbýl- ishúsi sem fýrirtækið lét byggja að Tjaldanesi 15. Samkvæmt leigu- samningum, sem faðir Boga, Páll Samúelsson, skrifaði undir fyrir hönd fyrirtækisns, er leigan greidd með því að Bogi gengur í persónu- legar ábyrgðir fyrir P Samúelsson hf. Þá hefur hann rétt á að kaupa húsið hvenær sem hann óskar. Tjaldanes 15 er eitt af rúmbetri einbýlishúsum landsins enda eru fermetrarnir 392, samkvæmt upp- lýsingum frá bæjarskrifstofum Garðabæjar. Brunabótamatið er 42.653.000 kr. og telst það því í hópi dýrustu íbúðarhúsa á fslandi, að sögn fasteignasala.0 Unnið að lausn Kólumb- íufangans Undanfarna daga hefur ræðis- maður fslands í Kólumbíu, Sleiman Turk, unnið að því að fá Þór Karlsson lausan úr fang- elsi og að hann verði sendur heim tif íslands, að sögn fslend- ings sem búsettur er í höfuðborg Kólumbíu, Bogotá. eintak greindi frá því í síðustu viku að Þór hefði verið handtekinn á flugvellinum þar í borg þann 12. janúar síðastliðinn með 450 grömm af kókaíni í fórum sín- um og eigi yfir höfði sér 4- 8 ára fangelsisdóm. Ekki er hægt að fá eiturlyfja- smyglara leysta úr haldi á lögleg- an hátt í Kólumbíu áður en dómur fellur í máli þeirra, að sögn íslendingsins, en það eru hins vegar leiðir fram hjá lögun- um. Þær fokast þó ef fjallað er um málið í fjölmiðlum þar. Helsta ástæða þess að unnið er að lausn Þórs er sú að ef hann hefur haft einhver sambönd í Kólumbíu í tengslum við smygl- ið þá geti hann verið í hættu. Þeir sem hann hafi verið í sam- bandi við gætu óttast að hann segði til þeirra og gripið til sinna ráða. Benedikt Jónsson hjá utan- ríkisráðuneytinu neitaði því að ráðuneytið væri að vinna að lausn Þórs. FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 9

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.