Eintak

Tölublað

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 31

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 31
mér að fullu. Ásamt því að vera leikari hef ég einnig unnið sem dansari. Síðastliðið haust fór ég í prufu vegna danshlutverks sem ég átti von á. Eftir nokkrar æfmgar var mér sagt að ég gæti ekki verið með. Ég gat til dæmis ekki staðið á tám. Dansferill minn er nú að engu orð- inn. Tveimur vikum eftir slysið, þegar ég lá enn rúmfastur, átti ég von á peningum frá framleiðendunum. Það bólaði hins vegar ekkert á þeim. Ég sendi þeim ítrekað föx en fékk engin svör. Ég hef misst alla þá vinnu sem ég hafði verið bókaður fyrir út árið og sat því atvinnulaus og vonlaus um vinnu á næstunni. Þetta sagði ég í bréfum mínum til Kidda og þrábað um að fá send launin þar sem ég hafði unnið mína vinnu. Ég heyrði í gegnum Gísla í París að myndin hafði ekki gert það eins gott á Islandi og vonir stóðu til og að ffamleiðendurnir væru því félitlir. Þar af leiðandi yrði erfitt að borga mér. Þarna var ég orðinn ákaflega ör- væntingarfullur og vonlítill. Eg var orðinn pínulítill kall, sokkinn í þunglyndi. Umboðsmaðurinn minn reyndi að hafa upp á Kidda en hann var í Los Angeles og ómögulegt að nálgast hann. Sím- hringingum var aldrei svarað.“ Framleiðandinn á Hilton í Cannes „Það var ekki fyrr en í maí á kvik- myndahátíðinni í Cannes, þar sem Stuttur frakki var sýnd, að ég hafði upp á Kidda. Þar hitti ég líka ís- lenska lögfræðinginn Tómas Þor- valdsson sem Kiddi hafði bent mér á að tala við til að taka að sér bótakröfur vegna slyssins. Að sögn Kidda væri hann fyrirtaks lögfræð- ingur. I Cannes var ég enn á hækj- um. Tómas sagði mér að málið yrði auðvelt, ég þyrfti bara að láta hann fá öll skjöl sem vörðuðu málið og eins sönnunargögn um bókaða vinnu og þess háttar. Ég gekk frá því strax og ég kom til Parísar. í Cannes sagði Kiddi mér frá erf- iðleikum með myndina. Til dæmis sjái hann sér ekki fært að borga ferðakostnað og uppihald leikstjóra né aðalleikara til Cannes. Hins veg- ar væsti ekki um Kristin í Cannes. Hann bjó á Hilton hótelinu við ströndina. Kiddi sagði að aðeins tuttugu þúsund manns heíðu séð myndina á Islandi og að það þýddi engan hagnað. Þess vegna gæti hann til dæmis ekki greitt starfsmönnunum laun. Hann lofaði þó að senda mér launin í lok maí. Seinna komst ég að því að Kiddi gaf mér rangar upplýsingar því ég komst yfir fréttablað frá Islandi þar sem stóð að þrjátíu þúsund manns hefðu séð myndina. Nú hafði ég fengið nóg af loforð- um svo ég heimtaði peningana strax og benti honum á það helvíti sem ég hafði þurft að þola undan- farið vegna slyssins. Félagslega kerf- ið í Frakklandi virkar þannig að maður fær ekki ókeypis aðhlynn- ingu verði maður fyrir slysi fýrr en maður hefur aflað nákvæmra sann- ana fyrir öllu sem varðar slysið. Ef nægra sannana hefur verið aflað getur maður fengið endurgreiddan sjúkrahúskostnað og þvíumlíkt, en ekki fyrr en fjórum mánuðum seinna. Ég þurfti að leita á náðir ellilífeyrisþeganna, foreldra minna, um lán þar til ég fengi endurgreitt frá ríkinu. Auk þess þurffu þau líka að hjálpa mér með leigu og allt uppihald. Það var mjög auðmýkj- andi fyrir mig að leita eftir svo miklum peningum til foreldra minna, ungur, hraustur maður eins og ég. Ég tala nú ekki urn þau svona félítil, enda létu þau mig heyra það. Frakkland er eina landið þar sem leikarar fá atvinnuleysisbætur. Það gengur þannig fýrir sig að vinni maður í fjóra mánuði á ári fær maður tólf þúsund franka á mán- uði hafi maður ekki vinnu. Vegna slyssins gat ég ekki farið til Banda- ríkjanna og því uppfyllti ég ekki kröfur um atvinnuleysisbætur þar sem ég hafði ekki unnið fjóra mán- uði ársins. Leigusali minn rukkaði mig í hverjum mánuði um leigu og ég þurffi ætíð að biðja hann um að hafa biðlund þar sem ég væri að bíða effir launum frá íslandi. Hann var orðinn afar þreyttur og pirrað- ur á þessu og sendi einu sinni lög- regluna á mig sem ítrekaði við mig að ég yrði að borga leiguna. Mér leið virkilega eins og skít. Það var ekki nóg að ég fengi ekki launin fýr- ir vinnuna í Stttum frakka heldur var ég slasaður og gat ekki unnið. Hvernig átti ég að lifa? Og ekki vildi Kiddi borga mér í Cannes og ekki kom launaumslag í lok maí.“ Hótaði að saurga framieið- endur í Haugasundi „I ágúst á síðasta ári var ég til- nefndur fyrir bestan leik í aðalhlut- verki á kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi en myndin var einnig tilnefnd til verðlauna fýrir bestu nryndina. Þegar ég frétti af þessu sendi ég fax til Propag- anda, sem tók að sér að selja mynd- ina erlendis. Propaganda hafði til dæmis látið útbúa ensk auglýsinga- spjöld í Cannes þar sem áhugasöm- um var bent á að hafa samband við Sigurjón Sighvatsson eða Prop- aganda Films. Kiddi hefur verið að starfa fyrir Sigurjón í Los Angeles og þess vegna hefur hann líklega notið aðstoðar hans við kynningu á myndinni. Ég vissi að Sigurjón Sig- hvatsson er ákaflega mikilvægur maður og því sendi ég Kidda bréf en stílaði það á Sigurjón. I bréfinu hótaði ég að fengi ég ekki borgað myndi ég nota tækifærið á kvik- myndahátíðinni til að segja að framleiðendur myndarinnar Stutt- ur frakki væru „fucking producers“ og að ég myndi beina því til lista- manna að fara aldrei til Islands og vinna með þessum mönnum. Þetta dugði til að fá svar frá Kidda. Ég fékk fax frá honum þar sem hann þakkaði mér kærlega fýrir að hafa sýnt biðlund og hversu stoltir þeir væru af tilnefningu minni en bætti því við að þeir ættu í miklum erfið- leikum vegna myndarinnar þar sem að bankinn væri farinn að þrýsta á þá um endurgreiðslur af lánum og svo framvegis. Hann sagði útilokað að ég gæti fengið greidda alla upphæðina en hægt væri að borga mér helminginn núna sem voru 25.000 franskir frankar. Hótunarbréf mitt virkaði sem sagt. Ég lét þetta gott heita í bili og var stilltur í Haugasundi. Ég fékk þó ekki hálfa upphæðina greidda þar sem dreginn var af mér símakostnaður; tvö símtöl til Frakklands, sjúkrahúskostnaður vegna slyssins og fleira. Að lokum fékk ég um 20.000 franka. Ég veit að tökuliðið hefur ekki fengið greitt og það er jafnvel að íhuga málshöfðun á hendur fram- leiðendum. Eftir að ég kom aftur til Frakk- lands að hátíðinni í Haugasundi lokinni hafði ég samband við Kidda og sagðist vilja fá afganginn af laun- unum mínum þegar myndin yrði seld erlendis. Málið er hins vegar það að þeir hafa ekki sinnt því sem skyldi. Þetta veit ég, því á kvik- myndahátíðinni í Haugasundi var ég til dæmis eini aðilinn að mynd- inni sem var á svæðinu. Framleið- endur létu ekki sjá sig né nokkur aðili sem sá um að selja myndina. Það segir sig sjálft að myndin verð- ur ekki seld ef framleiðendurnir mæta ekki á slíkar kvikmyndahá- tíðir. Stuttur frakki hlaut mjög góð- ar viðtökur og fólk var afskaplega hrifið. Strax að lokinni sýningu myndarinnar kom til dæmis til mín belgískur dreifiaðili sem spurðist fýrir um framleiðendurna þar sem hann hafði áhuga á að kaupa myndina á belgíska hátíð. Ég er líka viss um að margir aðrir höfðu áhuga. Ég veit að best er að ná samningum um sölu rétt að sýn- ingu lokinni, þegar áhrifa hennar gætir enn. Þegar ég uppgötvaði að Bryndís Schram, framkvæmda- stjóri kvikmyndasjóðs, væri stödd á hátíðinni sagði ég henni af áhuga belgíska dreifiaðiíans. En það var auðvitað of seint því þegar hún tal- aði við hann hafði áhugi hans beinst að öðru. Ég skrifaði Kidda enn einu sinni og spurði hann af hverju hann mætti ekki á hátíðina og benti honum á að hann yrði að sinna þessu ef hann hygðist selja myndina. Sér í lagi væri mikilvægt að fylgja henni eftir á Norðurlönd- um þar sem hún ætti bestu sölu- möguleikana. Hann sagðist ekki hafa átt möguleika á að komast og bla, bla, bla. Hann vinnur ekki sína vinnu eins og framleiðandi. Með þessu áframhaldi er ljóst að mynd- in selst aldrei og ég fæ aldrei þau laun sem ég á inni. Ég ætla að fýlgjast mjög náið með því á næstunni hvernig framleið- endurnir bera sig að því að seha myndina á erlendum vettvangi. Ég hef með höndum upplýsingar um allar helstu kvikmyndahátíðir sem halda á í náinni framtíð og ég veit á hvaða kvikmyndahátíðir Stuttur frakki hefur möguleika á að komast á. Gísli Snær er bráðlega á förum á kvikmyndahátíð í Skandinavíu þar sem Stuttur frakki verður sýndur. Ég ætla rétt að vona að framleið- endurnir mæti þar. Enn fremur r ætla ég að fá staðfestar tölur um að- sókn á myndinni þar sem samning- ur minn felur í sér að ég fái tvö pró- sent af hagnaði af henni.“ Ætlarí mál við framleiðend- ur Ætlar þú í mál við framleiðend- urna fáir þú ekki umsamin laun? „Fyrst verð ég að ljúka málinu vegna bílslyssins á íslandi. Síðan mun ég snúa mér að því að fá laun- in innheimt. Gangi það ekki með góðu mun ég fá mér annan lög- fræðing." Hvernig stendur skaðabótamál- ið núna? „Lögfræðingur minn, Tómas Þorvaldsson, hefur fengið öll gögn frá mér í hendurnar. Við höfum átt í töluverðum tjáskiptaörðugleikum þar sem hann talar ekki góða ensku. Það varð því að ráði að sendirráð íslands í París hefði milli- göngu með samskiptum okkar. Ég hef afhent því alla pappíra sem tengjast málinu og starfsfólk þess hefur verið mér innan handar. Ég hef það fyrir satt að sendiráðið hafi nánast unnið málið upp í hendurn- ar á Tómasi. Málið er nú alfarið í hans höndum.“ Hvaða kröfur gerirðu? „Ég vil fá sjúkrahúskostnað greiddan og einnig bætur fyrir vinnutapið sem ég varð fyrir í kjöl- far slyssins. Það er mjög erfitt að meta svona íýrir listamenn. Ég varð af launum vegna Bandaríkjaferðar- innar en þá er ekki allt upp talið. Þeim mun meira sem maður vinn- ur, þeim mun meiri líkur er á vinnu í framtíðinni. Til dæmis hefði ég átt von á því í Bandaríkjunum að leik- stjórar fylgdust með sýningum til að leita að leikurum með framtíð- arverkefni í huga. Þannig missti ég af framtíðartækifærum. Að auki er málum þannig háttað að þegar maður sækir um vinnu í leikhúsi þarf maður oftar en ekki á miklum líkamsstyrk að halda og það hefur alltaf verið mér í hag fram að þessu því ég hef oftast fengið hlutverk sem reyna á líkamann. Núna hef ég ekki lengur minn fyrri styrk í fót- unum. Ég er eins og trúður." Hvað ertu að tala um háa upp- hæð? „Ég fer að sjálfsögðu fram á mikla peninga. Umboðsmaður minn hefur reiknað út það tjón sem ég hef orðið fýrir og hans niður- staða var að fara fram á eina milljón franka (urn það bil tólf og hálf milljón íslenskra króna).“ Hefurðu einhvern áhuga á því að snúa aftur til íslands eða eiga einhver samskipti við fslendinga, ~ að frátöldum lögfræðingum, eftir það sem á undan hefur gengið? „Mér er mjög hlýtt til Islands. Það getur meira að segja vel verið að ég leiki í annarri mynd á Islandi. Þess hefur verið farið á leit við mig en ég get ekki talað um það núna. Ég trúi því enn að til séu almenni- legir framleiðendur á íslandi." Þrátt fyrir slysið og allan þann skaða sem það hefur haft á starfs- feril Jean Philippe ætlar hann ekki að láta bugast. Ólíkt Frökkum al- mennt, er sá stutti ákaflega lífsglað- ur og opinn náungi. Geti hann ekki starfað sem leikari í framtíðinni ætlar hann að snúa sér að því að framleiða myndir. Nýjasta hugar- fóstur hans er að búa til mynd sem m fjallar um ævintýri Pólos. „þetta verða tuttugu myndaflokkar sem eiga að mynda eins heild,“ segir hann. „Kannski einn ntyndaflokk- anna íjalli um Pólo á íslandi. Ég sé ekki eftir að hafa komið til íslands. Islendingar eru gott fólk en ég vil hvorki heyra né sjá Kristin og Bjarna aftur. Aldrei! Þeir eru ekki vandir að virðingu sinni.“ 0 10. FEBRÚAR 1994 FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1994 3-)

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.