Eintak

Tölublað

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 4

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 4
Fimmtudagurinn3> febrúar Þaö var gaman að sjá til míns manns í morgun. Kallaði á séra Heimi og ræddi um veðrið með jDeim afleiðingum að Túri klúri fauk. Eg sé Davíð fyrir mér þegar hann hallar sér fram á borðið. „Það er ansi hvasst núna, Heimir." „Það er hætt við að einhver fjúki, Heimir." „Hver heldurðu að fjúki, Heimir?" Alveg dásamlegt. Séra Heimir greyið hefur far- ið skjálfandi upp í Efstaleiti og rekið Túra. Hringdi í Davíð til að óska honum til hamingju. Hann var ekki við. Sendi honum skeyti í staðinn. Næ honum seinna. Föstudagurinn 4- febrúar Var í hörkustuði í dag. Fór upp í útvarps- hús, gerði mér upp erindi og reyndi að hlera hverjir væru helst með múður út af brottrekstri Túra. Fékk nokkur nöfn og sendi bæði Davíð og Hrafni á faxi. Benti þeim á að við eigum ekki hægt um vik í útvarpinu sjálfu en við gætum hins vegar ráðið suma yfir á Sjónvarpið og látið Hrafn gera þeim lífið leitt. Beið í fjóra tíma eftir svari en fékk ekki. Fór á Café Romance og fagnaði einn hvemig Davíð hafði snúið Heimi niður. Hitti engan nema Simba og Bigga og gat ekki fengið mig til að tala við þá um pólitík. Laugardagurinn 5« febrúar Vaknaði seint og var illa fyrirkallaður. Sofnaði í eftirmiðdaginn og vaknaði ekki fyrr en undir miðnætti. Var andvaka og fór í bíltúr. Það var einhver vakandi heima hjá Davíð en ég bankaði ekki upp á. Kjartan var sofnaður og líka Gussi fýla en Frikki var enn á fótum. Fór þó ekki inn heldur keyrði heim og sat fram eftir nóttu einn með hugsunum minum inni í stofu. Fannst ég einhvem veginn svo einn í heiminum. Sunnudagurinn 6. febrúar Mikíð leiðist mér hann Ólafur Gríms- son. Hann hreint og beint lyktaði af ánægju þegar hann jós vandlætingu yfir mig og BB á slaginu á Stöð 2. Mér tókst vel upp til að byrja með en svo fannst mér eins og hinir tækju ekki nógu mikið mark á mér. Missti dampinn en huggaði mig við að hugsa til næstu for- síðu á Efst á baugi. Olafur Grímsson hlær ekki svo glatt þegar hún kemur út. Fór í Perluna og hlustaði á Davíð lesa upp Ijóð Matthíasar. Matti var þurr á manninn og hefur auðsjáanlega ekki fyr- irgefið mér. Verð vist að láta mér nægja að skrifa í DV og Pressuna enn um sinn. Mánudagurinn /. febrúar Fór á þingpalla að hlusta á helvitið hann Ólaf sem enn var ekki búinn að ausa öllum sóðaskapnum út. Nú fór hann að gaspra um bréf sem Davíð sendi Heimi eins og það komi málinu eitt- hvað við. Davíð sneri Ólaf niður i svari sínu og ég gat ekki setið á mér að klappa á eftir. Erlendur þingvörður vísaði mér út fyrir háreysti. Fór heim og huggaði mig við að horfa á málverkin mín - einkum það í svefnherberginu. Þriðjudagurinn 8. febrúar Vann lengi fram eftir kvöldi við að skrifa nærmynd af Davíð Oddssyni sem stjórnmálamanni, í marsheftið af Efst á baugi. Lá ekkert á heim enda Magnús Bjarnfreðsson með þriðjudagsumr- æðuna í Sjónvarpinu. Ég held að Hrafn sé eitthvað að linast úr því hann er að púkka upp á þennan álappalega fram- sóknarlúða. Nema Magnús eigi að vera myndræn táknmynd fyrir uppdráttarsýki framsóknarstefnunnar. Miðvikudagurinn 9* febrúar Reyndi að setja saman nokkur rök fyrir því að Steingrímur Hermannsson væri rétti maðurinnj Seðlabankann. Gekk ekki nógu vel. Ég vona hálfpartinn að krötum takist að koma í veg fyrir að Denni fari í bankann. Ekki vegna þess að ég vilji ekki að Davíð fari í stjórn með Halldóri heldur vegna þess að ég hef varla lyst á að verja skipun Denna í ein- hverjum sjónvarpsþættinum. Ætli mér verði ekki stillt upp gegn helvítinu honum Olafi Ragnari aftur? Stundum hugsa ég til þess tíma þegar ég gat varið mínar eigin skoðanir og finnst eins og mér hafi liðið betur. © Aðeins Páll ogBjarni Hafþór á bílumfrá Stöð 2 © Biðröð eftir vœndiskonum © Björgólfur fimmti ífyrsta sœtið Forstjóra- jeppi PÁLS Magnús- SONARsjÓn- varpsstjóra hefur farið mikið í taugarnar á starfsmönnum Stöðvar 2, einkum þeim brott- reknu. Þetta er glæsileg- ur bíll, enda fimm milljón króna virði. Það jafngildir fjórum árslaunum manns með um 85 þúsund krónur á mán- uði, að launa- tengdum gjöld- um meðtöldum. Jeþþi Páls er annar tveggja bíla Stöðvar 2 sem ákveðnir starfsmenn hafa til fullra umráða. Það kemur sjálf- sagt mörgum á óvart að hinn bíllinn er ekki undir rassinum á markaðsstjóran- um eða dagskrárstjóranum heldur Bjarna Hafþóri Helgasyni, fréttamanni Stöðvar 2 á Akureyri. Það þarf ekki að taka það fram að sá bíll er ekki fimm milljón króna virði... JR fleiðingar blaðaumfjöllunar ^^geta verið margs konar. í ^^síðasta EINTAKI var grein um vændi í Reykjavík og var þar meðal annars rætt við barþjón á Skippernum í Tryggvagötu þar sem sögusagnir gengu um að þar mætti rek- ast á vændiskonur. Reyndar gaf barþjónn- inn þeim sögum undir fót- inn með því að segja að þær væru þar stundum og stundum ekki. A fimmtudagskvöldið var biðröð fyrir utan Skipper- inn en það er sjaldgæf sjón... f atkvæðin í fyrsta sæti i prófkjöri sjálf- stæðismanna væru ein tekin gild hefði Björgólfur Guðmundsson lent í fimmta sæti en ekki því fimmtánda. Stór hluti stuðningsmanna Björgólfs virð- ist því hafa verið sérdeilis heitir stuðningsmenn... IIU I. Að undanförnu hefur sést dömubindaauglýsing á skjánum þar sem getur að líta fallegt par- hús að morgni til. Tvær stúlkur koma út. önnur er glaðleg og vel sofin en hin er dauðþreytt. Sú ferska notar „réttu“ dömubindin en hin notar þau ekki. Maður furðar sig óhjákvæmi- lega á því af hverju stúikan getur ekki sofið um nætur. Vissulega eru þær margar stúlkurnar sem stundum geta ekki sofið vegna túrverkja, en ekki lina dömu- bindin þær þjáningar. Auglýsing- unni hlýtur því að vera ætlað að sýna fram á að svefnleysi stúlk- unnar megi rekja til lélegs vals á dömubindum. Hún þarf því að vakna af og til alla nóttina, skipta á rúminu, þvo sér og síðast en ekki síst, spúla kærastann sem hlýtur að vera allur'útataður, ef hann hefur þá ekki fyrir lifandis löngu tekið upp á að flýja að heiman meðan á þessu ófremd- arástandi stendur. Það var ekki heiglum hent að fá útskýringu á auglýsingunni. Rudolf Kristjánsson hjá Kaup- seli, sem flytur bindin inn, benti á Helga S. Helgason hjá Norður- ljósum sem sér um auglýsingar fyrir fyrirtækið. Hann sagðist vilja kynna sér eilítið málefni kvenna áður en hann svaraði. Stuttu síðar hringdi hann og hafði greinilega ekki haft neitt upp úr krafsinu því hann benti EINTAKI á að tala frekar aftur við Rudolf. NAFNSPJALD VIKUNNAR Þetta virðulega nafnspjald á sér skemmtilega sögu. Eigandi þess er Viktor H. Sveinsson og er hann skráður á því sem ráðgjafi ferða- og útgáfufélagsins The Nordic Expedition Bureau. Þótt það fyirtæki eigi sér bæði hljómfagurt nafn og glæsilegt lógó er það hvergi til á firma- skrám og yfirtiöfuð ekki til nema í hugum tveggja manna. Annar þeirra er fyrmefndur Viktor sem oft er kenndur við auglýsingastofuna Mátturinn og dýrðin. Tildrög þess að kortið var gert voru þau að Viktor og félagi hans voru að leggja í langferð um Austurlönd. Til að tryggja góða þjónustu á hótelum og veitingastöðum kynntu þeir sig sem fulltrúa The Nordic Expedition Bureau, afhentu nafnspjaldið og sögðust vera að safna upplýsingum í ferðahandbók sem fyrirtækið hygðist gefa út. Segir sagan að þjónustan sem þeir félagar fengu hafi nánast án undantekninga verið til mikillar fyrirmyndar. Hann varð því að lokum að leiða EINTAK í allan sannleikann um það af hverju stúlkan í aug- lýsingunni getur ekki sofið: Hún hefur áhyggjur af því að bindið sem hún er með muni ekki halda og allt leki í gegn. Svo þegar hún fær þetta nýja'bindi getur hún loksins sofið. Þekkirðu dæmi þess að kon- um komi ekki bJundur á brá vegna slikra áhyggna? „Ég þekki það nú ekki sem karlmaður.“ Af hverju notar hún ekki bara tvö bindi? „Það er svo miklu óþægilegra að nota tvö bindi. Það neðra nýt- ist ekkert.“ Hvaðan er auglýsingin? „Hún er framleidd í Frakk- landi óg er sýnd um alla Evrópu.“ Hefurðu fengið einhver við- brögð við auglýsingunni? „Nei, enda eru blæðingar of viðkvæmt mál til að þær séu ræddar svona beint við mann.“ Heldurðu að íslenskar konur gleypi við þeim hugmyndum sem koma fram í auglýsing- unni? „Nú þori ég ekki að fara með það.“ Þar hafið þið það, konur! Ef þið sofið ekki meðan á biæðing- um stendur, er það ekki vegna fjárhagsáhyggna því enn finnst sumum að ykkur beri lægri laun en karlar, eða vegna þess að kyn- ferðisafbrotamenn ganga lausir, heldur vegna þess að þið óttist að dömubindið haldi ekki! © UNDARLEQ VERÖLD HILMARS ARNAR Um sífellda og örvœntingaijull a hamingjuleit Eins og vinir mínir þekkja manna best þá hef ég frekar sveiflukenndan persónuleika. Ég hef hneigð til að gerast nöldursamur og oft á tíðum finnst mér alheimurinn standa í biðröð um að gera mér lífið leitt. Meðan aðrir í kringum mig fagna yfirvegun ellinnar á ég það til að liggja lamaður upp í sófa og hlusta á dauðahryglur frumanna, ryðgað tif lífklukkunnar og tel símanúmerin sem ég hef gieymt síðustu vikuna. Satt að segja hafði ég aldrei áttað mig á hversu stóra ábyrgð fjölmiðlar báru á þessu ásigkomulagi fyrr en úrklippusendingar James hins breska sýndu mér muninn á vondum, vondum fréttum og góðum, vond- um fréttum. Ég hafði að vísu dulvitað brugðist við óþolandi æskudýrkun fjölmiðl- anna og samtímans með því að horfa reglu- lega á amerískar hryllingsmyndir þar sem steríótýpísk gelgjugerpi eru slegin af á æ hugvitsamlegri hátt af slíkum máttarstólp- um sem Freddy Kruger, Michael Myers og Jason, — en samt var ákveðið tóm í lífi mínu. Ég fékk tár í augun við að opna dag- blöðin, útvarpsfféttir ærðu mig og stjórn- málamenn á skjánum voru afturgöngur sem ekki vár hægt að kveða niður, þeir komu aft- ur og aftur og aftur og urðu sífellt leiðinlegri. Islenska kvíðasamfélagið er orðið svo gegn- umsýrt einhverri óræðri fullvissu um að alit sé að fara til fjandans að öll umfjöllun meng- ast einhverjum gráma sem máir út öll skil milli aðal- og aukaatriða, húmors og hyster- íu. En þegar mér fóru að berast úrklippur um fólk með ástríður, skoðanir og vilja til þess að gera eitthvað í málunum byrjaði ég smátt og smátt að taka íslenska gufusamfé- lagið í sátt: tuttugu og níu ára aðdáandi Imeldu Marcos stakk eldri bróður sinn til bana eftir að þeir höfðu setið að sumbli og deilt um það hvor væri fegurri, Imelda eða Díana prinsessa. í Tælandi deildu tveir vinir um hvort hefði komið á undan, hænan eða eggið. Sá sem hélt með egginu lést eftir stutt slagsmál. Nathan Hicks skaut yngri bróður sinn fyrir að hafa notað sex klósettrúllur á tveimur dögum... Aldrei gæti þetta gerst hér, hugsaði ég feginn, þegar ég minntist þess hversu oft ég hefði storkað forlögunum með því að.halda fáránlegum skoðunum á lofti og síðan fór ég að lofa smæð þjóðarinnar þegar ég lás um vesalings Bill Helko sem var með allar tölurnar réttar í kaliforníska lottóinu. Aðalvinnungurinn jafngilti 45 milljónum króna og Bill pantaði sér Porsche, bókaði familíuna í frí til Hawaii og fór síðan með vinahópinn á flottan veitingastað í Holly- wood og skaut upp kampavínstöppum í gríð og erg. Þegar hann fór að sækja milljónirnar komst hann að því að 9097 aðrir höfðu líka haft heppnina með sér og hans hlutdeild í pottinum var fimmþúsundkall. Og ég fór að iofa framtaksleysi og ástríðu- leysi okkar þegar ég hugsaði um blessað fólkið í Guatemala sem flykktist í hópum að Kristsmynd sem birtist á kirkjuvegg þar í borg eftir langt rigningasumar. Otrúleg kraftaverk áttu sér stað, lamaðir sáu, dumbir gengu og blindir heyrðu. Hópar fólks héldu til fyrir framan kirkjuna og lofuðu almættið þar til einhver benti á að myndin var tón- leikaauglýsing frá Willie Nelson sem ein- hver hafði málað yfir um vorið... Æ, er það ekki þannig að meðan einhverj- um líður verr en þér, þá hafirðu það ekki svo slæmt. Svo lengi sem ég get borið deyfðina og andleysið hér heima saman við umheim- inn þar sem pólítíkusar finnast kyrktir íklæddir nælonsokkum einum fata, þar sem menn hafa skoðun á fegurð Lafði Díönu og tásogi Söru Ferguson, þá uni ég allglaður við mitt. 4 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.