Eintak

Tölublað

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 35

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 35
©HAUKUR SNORRASON aQfli eli & kuqqamir komnir á kreik Langi Seli og skuggarnir eru byrjaðir að æfa saman á nýjan leik. Liðsskipan er sú sama og fyrr: Axel, Kommi, Jón Skuggi og Stein- grímur. „Við vorum búnir að fá nóg af að spila í bili þegar við hættum á sín- um tíma. Nú er okkur aftur farið að langa til að taka upp þráðinn og spila rokk og ról“, segir Axel. „Við höfum breytt æfmgaferlinu að dá- litlu leyti. Aður vorum við allir inni í bxlskúr í einu að hamast en nú eru það ekki nema um það bil tveir sem móta lögin áður en farið er inn í æ- fingahúsnæði. Tónlistin hefúr þó ekki mikið breyst, enda eru þetta enn þá Langi Seli og skuggarnir. Við erum byrjaðir að taka upp demó fyrir útgefendur og okkur sjálfa, enda er alltaf gott að geta hlustað á tónlistina án þess að vera að spila hana um leið. Það hefur verið dálítið erfítt að finna tíma til æfinga því Kommi spilar líka með K.K. Hann er til dæmis kominn til Danmerkur núna með þeirri hljómsveit.“ Langi Seli og skuggarnir stefna að því að halda tónleika í kringum næstu mánaðamót. „Okkur langar frekar til að halda tónleika heldur en að spila á pöbbum. Við munum að sjálfsögðu leyfa gömlu lögunum að fljóta með enda skömmumst við okkar ekki fyrir þau. Þau verða þó ekki uppistaðan í dagskránni." Höfundur úreltra hugtnynda! Hringjari í tómleikans kirkju! Hvað er maðurinn? Útsmogið átvagl! Makalaus makráður dindill! Morðóður brosandi böðull! Ormur: En skáldin... hvað með skáldin? Skólastjóri: Skáldin eru ský í buxum! Ský t buxum! SKý í buxum! ]á, skáldin eru ský í buxum! Þarsem hús okkar standa með hitnin yfir og hnetti gangandi á brautum þar andar skáldið tneð öllu sem lifitr og engist í hversdagsins þrautum. Því skáldin eru ský í buxuttt! Ský í buxutn! Skáldin eru ský t buxum! Flosi í Gauragangi „Ég leik skólastjórann í Gaura- gangi eftir Ólaf Hauk,“ segir Flosi Ólafsson leikari, sem síðast sást á sviði í hlutverki Hérastubbs bakara í Dýrunum í Hálsaskógi. „Ég kann vel við hlutverkið enda hefur mig alltaf langað til að vera skólastjóri - alla vega frekar en að vera nemandi. Gauragangur er alveg ágætt leikrit; mikil músik, söngur og húllumhæ. Nú verð ég að fara því það er verið að kalla okkur inn á svið.“ Gauragangur verður ffumsýndur á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu á föstudaginn og þar syngur Flosi lagið Ský í buxum. I textanum sendir Ólafur Haukur kveðju til Viadimírs Majakovski sem samdi einhverju sinni ljóðabók sem heitir einmitt Ský í buxum. Á þriðja tug leikara tekur þátt í Gauragangi og er þetta viðamesta sýning Þjóðleik- hússins á leikárinu. Hljómsveitin Nýdönsk semur og flytur alla tón- list í verkinu. Geisladiskur verður gefinn út með lögunum úr sýning- unni og svo fólk geti nú sungið með þegar farið verður að biðja um Flosa á útvarpsstöðvunum, gefur hér á að líta textann: Ský í buxum (Með kveðju til Majakovskis) Hvað er maðurinn? Mýbit á andliti jarðar! Fúllyttdur api í flauelsbuxum! Fíkill t heimskulegt þvaður! Hvað er maðurinn? Maur í borgarþúfu! nær maöur ekki nema þremur bitum af ham- borgaranum á milli afmælissöngva. Skiljanlega er starfsfólkið oröið hálf kvekkt á öllum þessum húllumhæi og er nánast eins og undin tuska á milli halarófu-marseringana. Til aö bæta gráu ofan á svart hefur Hard Rock farið öfuga leið í kreppunni. í stað þess að lækka verðið eða halda því stöðugu þá hefur verðið á Hard Rock hækkað. Tillaga til úrbóta: Lækka verðið Iftillega og opna annan Hard Rock niðrf bæ til að dreyfa álaginu af afmælis- og gæsapadfum. Innst inni er Hard Rock einn best heppnaði veitingastaður Reykjavíkur. DANSSTAÐIR Casablanca er vinsælasti staður bæjarins, á því leikur enginn vafi. Ef fólk vill komast inn á laugardagskvöldi án þess að þurfa að standa f stympingum f röð í langan tfma er réttast að mæta tímanlega, helst vel fyrir miðnætti. Það er tuttugu og tveggja ára aldurstakmark inn á stað- inn og dyraverðirnir eru nokkuð harðir á að ganga eftir skilríkjum hjá þeim sem eru grunaðir um að vera yngri. Það er ekki hægt að segja að tónlistin í Casablanca sé f takt við nýjustu trend. Önnur lög en þau sem hafa sannað rækilega að fjöldinn vilji hlusta á, virðast ekki sleppa undlr nálina hjá plötusnúði staðarins. Eru lögin þaraf leiðandi flest öll nokkuð við aldur, og sum hver komin að fótum fram sökum elli. Stór plús við Casablanca er að þar eru margir barir og þvt auðvelt að nálgast drykkjarföng. Hótel ísland freistar þess nú að komast aftur á kortið sem einn möguleiki í skemmtanalífi landsmanna. Sú leið sem Ólafur Lautdal og fé- lagar á Hótel íslandi hafa ákveðið að velja, er að bjóða upp á nokkra þreyttustu skemmtikrafta landsins undir einum hatti. Sumargleðin með þá Ragga Bjarna, Ómar Ragnarsson, Hemma Gunn, Þorgeir Ástvaldsson, Bessa Bjarnason og Magnús Ólafsson innanborðs, hefur verið vakin upp frá dauða. Sumargleðin naut mikilla vin- sælda hér á árum áður þegar hún ferðaðist um landið þvert og endilangt. Nú á að reyna að fá gömlu aðdáendurna til að mæta aftur og einnig aö krækja í einhverja sem höfðu ekki aldur til að fylgjast með gamninu á sínum tíma. Það er dá- lítið skrýtið að bjóða upp á Sumargleði á miðj- um þorra og spurning hvort þetta lukkist. Það styrkir þó óneitanlega tiltækið að Sigga Bein- teins verður með velmannaða hljómsveit sem leikur undir dansi að loknum skemmtiatriðum. B í Ó BIOBORGIN Mrs. Doubtfire ★★★* Robin Williams er frábær (gervi gamallar barnfóstru. Myndin býð- ur upp á fjölmargar hlátursrokur og baklöll. Orlando ** Falleg mynd fyrir þá sem þola Sally Potter og lesbískt trúboð hennar. Mikið lagt í búninga, föröun og ytri umgerð og þvi Irá- bær mynd fyrir lesbíska búningahönnuði. BÍÓHÖLLIN Frelsum Villa Free Willy ** Af hverju eig- um við að vera að því? Sentimental en vel skrif- að handrit um strák og hval sem er kvalinn. Fullkominn heimur A Pertect World *** Ekki óskarsverðlaunadæmi eins og sein- asta mynd Eastwoods, en fín samt sem áður. Costner er góður krimmi hvernig sem á það er liliö. Demolition Man ** Stallone átti gott kom- bakk t Cliffhanger og þessi mynd átti að festa hann í sessi sem eina helstu hetju harðhausa- myndanna, það mistókst. Alladín *** Full- orðnir jafnt sem börn geta haft gaman af þessari frábæru teiknimynd. Þrir kossar draga myndina niður. Njósnararnir Under Cover Blues * Fremur vond gamanmynd. Skömm sé Kathleen Turner og Dennis Quaid. HÁSKÓLABÍÓ Vanrækt »or Det fors’ömte for'ar ** Dönsk útgáta af The Big Chill. Móttökustjórinn The Concierge * Mynd sem nær því aldrei að verða fyndin en gefur það heldur aldrei til kynna að hún kunni að verða það. Það gengur ekkert upp hjá aumingja Mi- chael J. Fox. Króginn The Snapper ** Grátbrosleg lýsing Freisting Rakakrem og það úr nýrri línufrá Christian Dior. Heitir Hydra Star og erfýrir allar húðteg- undir mennskar. Gott í umhleypingunum höf- um við heyrt. EQ BIÐ AÐ HEILSA Heima á Nítjánda stræti á Man- hattan, 31. janúar 1994 Kœri vinur! Hér í þessunr hæga morgni vest- an við djúpt og dimmt hafið, leikur Mississippi John Hurt hugljúfa blúsa og sönglar fyrir mig með sinni þýðu röddu. Það er enn þá vetur í borg borga, en þriggja gráðu frost og logn eru hátíð eftir mínus tuttugu til þrjátíu gráðu strekking- inn sem æddi um strætin dag eftir dag hér fyrr í mánuðinum. Veðrið var sem sagt fallegt þegar ég skaust áðan út í bakarí eftir bagli og New York Times, börnin skræktu á skólalóðinni við hliðina, og á leiðinni sá ég lítinn hund í peysu merkja sér kassann þar sem maður nokkur sefur oft með teppi yfir sér - rytjulegur, miðaldra maður sem í fyrra átti ekkert teppi heldur bara glært plast og var einu sinni að dunda sér við svolítið mjög svo persónulegt þegar ég átti leið hjá plastinu. Eftir að hafa síðan borðað baglið með norskum Mills kavíar, tekið inn einn lýsisbelg og lesið í blaðinu allar tölulegar upplýsingar um glæsilegan sigur minna manna í Knicks á Seattle í fyrrakvöld, rak ég augun í skýrslu um morð og byssu- eign samborgara minna á liðnu ári. Ekki voru nema sex morð framin í hverfinu hérna, sem má teljast nokkuð gott miðað við það að yfir tvö þúsund manns féllu fyrir kúlum í borginni og að á áttatíu og átta mínútna fresti fær einhver byssukúlu í sig. Annars er ég nú allur að koma til eftir matarboðið í gærkvöldi, boð þar sem Kristinn Jón, Hugi Ó1 afs og Sigga söng kona hjálpuðu okkur við að innbyrða þjóðlega rétti; saltfisk (reyndar upp á spænsku), harðfisk og rúgbrauð. Og örlítið brennivín með, en ein- hvern veginn bragðast það svo miklu betur hér en heima. Eftir matinn vorum við síðan svo upp- tekin við að skoða ljósmyndir ftá Nepal og ræða um pólitískt ástand þar austur frá, við að gagnrýna Lánasjóðinn og spillingu íslenskra stjórnmálamanna, að ég upp- götvaði ekki fýrr en gestirnir voru farnir að ég gleymdi að segja þeim frá öllum þessum undarlegu atvik- um sem ég upplifði í liðinni viku. Ég sagði þeim ekki frá parinu sem var samferða mér út af lestarstöðinni á 59. stræti og ég komst ekki hjá að heyra að þau voru eitthvað að tala um „Iceland“ og að maðurinn var að reyna að sannfæra konuna um að á íslandi væru flestir búnir að að kasta kristni og aðhyllast ásatrú. Ég hlustaði á þetta um stund en blandaði mér síðan í umræðurnar, sagðist vera íslenskur, leiðrétti manninn og sagði að jú, Ásatrúar- söfnuðurinn kynni að vera í tísku en í honum væru ekki nema ein- hverjir tugir manna. Og þegar kempulegur allsherjargoðinn hefði verið jarðsettur á dögunum þá hefði það verið í vígðri mold við Saurbæ - þó svo að klerkur og nýr goði hefðu staðið sitthvoru megin grafar á ljósmynd sem birtist í Morgunblaðinu. Konan þakkaði mér innilega fyrir hjálpina, en karl- inn urraði af vonsku yfir afskipta- semi minni þegar ég kvaddi og skondraði áffam. Ég sagði gestunum heldur ekki ffá því þegar ég var annars hugar á leið í skólann og tveir menn stöðvuðu ferð mína með því að skjóta litlum vagni út úr sendibíl hægra megin við mig, þvert yfir gangstéttina og inn um dyr til vinstri. í rauninni ekkert merkilegt við það að tveir menn fari þvert yfir gangstétt og inn í hús, en þeir trilluðu með sér þessum vagni á hjólum; vagni alveg eins og sjá má í spítalamyndum. Hann var aflang- ur, yfir honum blátt teppi, og eitt- hvað undir því sem var reyrt niður með ólum á tveimur stöðum. Þetta „eitthvað“ var í laginu eins og feitur maður; höfuðlag á þeim enda sem hvarf inn um dyrnar, þá magi og loks tær. Þegar mennirnir voru búnir að loka á effir sér og ég gat gengið áfram, þá dokaði ég samt við og las á spjaldið sem fest var á dyrnar: Gramercy Park líkvinnu- stofan. Og þá skildi ég hvernig í öllu lá, og skildi um leið af hverju Pizza Hut og Kentucky Fried Chicken eru í sama húsi, bara næstu dyr, og ég ákvað að fara aldr- ei þangað inn til að fá mér skyndi- bita. Þá sagði ég gestunum ekki sög- una sem var kannski undarlegust af þeim öllum, eða ffá því þegar ég var í neðanjarðarlestinni og hún var full af fólki og tafðist í tíu mínútur og þessi skrýtni maður sem sat á móti mér spurði skyndilega hvort ég væri Islendingur. Undrandi svaraði ég játandi, en áttaði mig um leið á því að ég hélt á plastpoka frá Icemart í flugstöðinni; á honum víkingar með sverð og íslenski fán- inn. „Býrðu í Reykjavík?“ spurði maðurinn. Ég játaði því einnig, og þá kom það og formlega orðað: „Hvaða bær í Njálssögu er næstur heimili þínu?“ Ég hafði búist við flestum öðrum spurningum um ísland, en stundi þó upp úr mér að líklega væri það Hlíðarendi. Við ræddum síðan lengi um Islendingasögurnar og það var óneitanlega skrýtið samtal sem ég held að ég verði að segja þér ffá síðar, núna verð ég nefnilega að hlaupa. Með kærum kveðjum. •--E — ý Brennivín o 4* FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1994 35

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.