Eintak

Tölublað

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 26

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 26
íslendingar eiga sér enga konungsfjölskyldu að skemmta sér yfir. Og hafa aldrei átt - utan þá dönsku og svo einn stakan hundadagakóng. Ef saga skemmtilegustu eintakanna af konungsbornu fólki er skoðuð, kemur vel í Ijós hversu mikils við förum á mis. Jón Proppé segir hér frá einkennilegum áhugamálum, skrýtnu kynlífi, hjákátlegum dauðdögum og öðru sérkennilegu í fari hinna konungsbornu. Hvað er meðþetta í sögu þjóðanna eru engir jafn áberandi og kóngafólkið. Það er engu líkara en allt snúist í kringum það, stjórnmálin, menningarlífið og tískan. Kóngarnir eru alltaf á milli tannanna á fólki eru ýmist hylltir eða hataðir, dáðir eða for- smáðir, stundum svo dagamunur virðist á. Sagnfræðin snerist lengst af líka mest um konungana, svo mjög að margir álitu sögu þeirra vera eins konar lykil að allri framþróun og breytingu sem orðið hafði í veröldinni. Én ef saga þeirra er skoðuð nánar kem- ur ýmislegt í ljós: þar greinum við innan um göfug stórmennin ýmsar veilur og ýmislegt sem venjulegt fólk má prísa sig sælt fyr- ir að vera ekki bendlað við. Hér skoðum við fáein dæmi. Alexandrakviða Þeir sem lagt hafa stund á kon- ungasögu þekkja vel helsta vand- ann við slíkt nám: það að kóngarn- ir heita allir sömu nöfnum. Þannig hafa Englendingar átt ellefu Ját- varða, auk stríðshetjunnar Ját- varðs svarta (1330-1376) sem var sonur Játvarðs III en dó á undan föður sínum og varð því aldrei kóngur. Sonur hans varð hins veg- ar kóngur, Ríkharður II. Auk Ját- varðanna og Ríkharðanna áttu Englendingar átta Hinrika (Hinrik I til VIII) sem auðveldlega má svo rugla saman við aðra, til dæmis Hinrik I til IV af Þýskalandi. Svíar hafa átt ekki færri en sex Gústava og fjórtán Karla (Þjóðverjar áttu ekki nema sex og Frakkar aðeins tíu), Þjóðverjar hafa þurft að um- bera þrjá Friðrika, auk fjögurra sem nefndu sig Friðrik Vilhjálm- ur, og Friðrikar Dana eru orðnir níu (I-IX). Ekki bætir svo úr skák að páfarnir hafa apað þennan ósið eftir og hétu til dæmis fimmtán þeirra Benedikt, átta Bónifas og ekki færri en tuttugu og þrír Jó- hannes. Alla jafna má sjá eitthvert samhengi í nafngiftunum og núm- eraröðin auðveldar mönnum að átta Sig á kóngunum. Á þessu eru þó undantekningar og þannig sjá- Alexander mikli fór um með 35.000 manna her og sigraði heiminn. Seinna varð hann vini sínum að bana í fylleríi. um við til dæmis að Konstantín I (1868-1923) ríkti í Grikklandi 1913- 1917 og 1920-1922, en sonarsonur hans var Konstantín XIII sem ríkti 1964-1967. Or kónga- og páfaflækjunni er þó auðvelt að rekja ef menn stunda námið af hörku, og á endan- um verður allt ljóst. Sem dæmi um slíka stúdíu er ekki úr vegi að rekja hér brot úr sögu eins vinsælasta kónga- nafnsins: Alexand- ernafnsins. Alexander I (1077-1124) var onungur Skota, rstur þriggja Al- ixandra (hinir voru Alexander II (1198-1249) og Al- exander III (1241- 1286) sem réðu þar á miðöldum, en öllu f þekktari er þó nafni ■ hans, Alexander I (1777- 1825), sem réði yfir Rússlandi . Hann var barnabarn Katrínar miklu (Karín er einmitt eitt af vin- sælustu drottningarnöfnunum) en varð að láta í minni pokann fyrír Napóleóni í Tilsit (1807) þótt hann fengi uppreisn æru fimm árum síðar, er her keisarans var bugaður af rússneska vetrinum. Bróðurson- ur hans var Alexander II (1818- 1881), sá sem leysti tíu milljónir bænda úr ánauð og hlaut fyir við- urnefnið frelsarinn. Sonur Alex- anders II hét auðvitað Alexander III og við minnumst hans helst fyr- ir það að hafa brotið þjóðir Mið- Asíu undir rússneska keisaraveldið. Alexander IV (1431-1503) var hins vegar alveg óskyldur hinum, enda hét hann bara Rodrigo de Borja áður en hann varð páfi árið 1492 og við minnumst hans ekki síst vegna barnanna sem hann gat með hjákonum sínum, þeirra Ces- ares og Lucrezia Borgia (sem reyndar bar föður sínum soninn eða dóttursoninn Giovanni), og fyrir það að hafa bannfært Savon- arola þegar hann reyndi að mót- mæla lauslæti páfans. Tengdara atburðum samtímans er þó nafn hins þriðja Alexanders I sem tók við stjórn í Serbíu af föð- ur sínum, Pétri I Alexanders- syni, og varð konungur Serba, Króata og Slóvena árið 1921. Hon- um þótti ganga ágætlega að halda friðinn meðal þegna sinna þar til erjur Serba og Króata urðu til þess að hann leysti upp þingið árið 1929. Hann var loks drepinn af króatískum skæruliðum í Marseil- les. Frægastur Alexandranna er þó sá sem hlaut viðurnefnið mikli og tók við völdum í Makedóníu árið 337 f.Kr. Hann var nemandi Aristóte- lesar og réði yfir stærsta heims- veldi sem þá hafði sést. Hann sett- ist að lokum að í Babýlon árið 325 og lifði þar í vellystingum þar til hann dó árið 323. Þessi síðustu ár ævinnar reyndi hann að fá sig tek- inn í guðatölu og drakk mikið. í einu fylleríinu drap hann fornvin sinn Clitius. Grikkir áttu ekki marga Alexandra eftir þetta fýrr en Alexander (1893-1920) var gerður að konungi árið 1917 fyrir tilstilli bandamanna. Nafni hans fýlgdu engar rómverskar tölur og hann dó af blóðeitrun eftir að uppáhaldsap- inn hans hafði bitið hann. Uppnefnin Flesti vildu konungar liklega hafa viðurnefnið mikli, eins og Al- exander sem vann sér heimsveldi, Friðrik sem varð fyrirmynd hins upplýsta konungdæmis, Katrín sem barði niður Tyrkina og Akbar (einnig nefndur Jalal-ud-Din Mo- hammed) sem sameinaði Indland á sextándu öld og reyndi að stofna ný trúarbrögð til að eyða missætti meðal íbúanna. En margir kon- ungar hafa þó þurft að láta sér nægja óvirðulegri uppnefni, eins og Aðalrauður hinn óundirbúni sem framdi fjöldamorð á Dönum árið 1002 og glataði síðan kóngs- ríkinu til Sveins tjúgu. Georg II Bretakonungur (1738-1820) var kallaður Georg bóndi vegna áhuga síns á landbúnaði. Haraldur I af Englandi (d. 1040) var nefndur hérafótur. Georg I af Þýskalandi (876-936) var nefndur fuglabani þótt hann væri hraustur hermaður. Ferdinand II (1810-1859) konung- Krýning Elísabetar II var sú fyrsta sem sjónvarpað var. Kannski er þar að finna upp- hafið á kóngaást fjölmiðlanna. ur Sikileyjar hlaut viðurnefnið Boma eftir að hafa sprengt í rústir borgir uppreisnarmanna í borgara- styrjöldinni 1848-1849. Guiliano de Medici sem um tíma réð Flór- ens bar viðurnefnið hinn vinsæli, en var hengdur af Riario, frænda Sixtusar páfa, i páskauppreisn- inni 1478. Ágústus II af Saxlandi bar við- urnefnið hinn sterki. Hann þótti þó ekki góður kóngur og tapaði meira að segja krúnunni til Karls XII Svíakonungs í þrjú ár, en hann var góður í rúminu og átti margar hjákonur, svo viðurnefnið þótti engu að síður hæfa. Barneignir og erfðir Kóngum virðist enn meira um- hugað um að geta af sér erfingja en öðru fólki. Erfðirnar ráða oftast því hver tekur við hásætinu og af skyldurækni við komandi kynslóð- ir, eða af einhverjum óþekktum hvötum öðrum, vilja konungarnir tryggja framgang ættarinnar. Fáir munu hafa gengið lengra í þessum efnum en Hinrik VIII af Englandi (1491-1547). Hinrik giftist Katrínu af Arag- on árið 1509 og átti með henni dóttur, Maríu, árið 1516, en þótti það frekar rýrt. Þegar ljóst varð að Katrín myndi ekki eignast fleiri lif- andi börn tók hann til sinna ráða. Páfi neitaði að vísu að rifta gifting- unni, en Hinrik fékk Cramner erkibiskup af Kantaraborg til að gera það og þröngvaði svo þinginu til að samþykkja. Af þessu leiddi að England sagði sig úr öllu sambandi við páfann í Róm og stofnuð var Enska biskupakirkjan sem enn í dag gengur undir nafninu Kirkja Englands undir beinni stjórn kon- ungs. Þá giftist hann Önnu Bol- eyn, en lét hálshöggva hana fyrir framhjáhald 1536 og giftist strax einni af hirðmeyjum hennar, Jane Alexander af Serbíu HINN ELDRI var drepinn „af praktískum ástæðum". Seymour, sem dó við það að fæða konunginum sveinbarn - drenginn sem síðar varð Játvarður VI. Þrjár konur átti Hinrik til viðbótar og virtist ekki hafa sætt sig við neina þeirra; við eina skildi hann, aðra hjó hann og sú þriðja lifði hann. Ótal sögur af þessu tagi má rekja um það hve konungum líkar illa að vera barnlausir, en það vill þó svo til að uppáhaldskonungur okkar íslendinga þurfti aldrei að hafa áhyggjur af slíku. Kristján IX Danakonungur (1818-1906), sá sem stendur fýrir framan stjórnarráðið, var sjálfur ekki konungssonur en væri réttlega nefndur kóngafaðir. Meðal barna hans má finna Frið- rik VIII, Alexöndru drottningu Játvarð VII af Bretlandi, Georg I af Grikklandi og Dagmar drottningu Alexanders III Rússakeisara. Með- al barna þeirra eru svo Filip prins og Marina prinsessa, og stærstur hluti bresku konungsfjölskyldunn- ar á ættir að rekja til hans. En hversu gagnleg sem erfða- reglan kann að vera til að tryggja barnmörgum konungi framgang ættar sinnar, koma oft upp undar- legar aðstæður vegna þess hve strangt er haldið í regluna. Þannig tók Kristin Svíadrottning (1626- 1689) til dæmis við ríkinu af föður sínum Gústavi Adolf árið 1632, aðeins sex ára gömul. Játvarður VI (1537-1553, áður- nefndur sonur Hinriks VIII og Jane Seymour) tók við völdum að- eins níu ára gamall. Hann þótti 26 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.